Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 131
Lífsstíll
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 131
Verslunin Kraum var opnuð á
vormánuðum við Aðalstræti
10 í Reykjavík og er í eigu 30
hönnuða og tveggja fjárfesta.
Halla Bogadóttir er fram
kvæmdastjóri.
Íslensku hönnuðirnir eru
hvorki meira né minna en 73
sem eiga vörur í versluninni
þar sem fæst meðal annars
fatnaður, skartgripir, skór, nytja
hlutir og húsgögn. Hlutirnir eru
meðal annars úr ull, hrauni,
roði, leir og gleri. Skartgripirnir
eru aðallega úr silfri.
Nafngiftin á versluninni á vel
við. Þarna kraumar afleiðing
hugmyndaflugs íslenska hönn
uða.
„Aðaláhersla er lögð á að
efla íslenska framleiðslu og að
hönnuðir geti komið hönnun
sinni á framfæri á virðingar
verðan hátt,“ segir Halla en
gæðin eru látin vera í fyrir
rúmi.
Efri hæðin er nýtt til sýning
arhalds en þar munu íslenskir
og erlendir hönnuðir sýna verk
sín. Opið er á fimmtudags
kvöldum en þá kynnir einn hönn
uður vöru sína.
„Við ætlum að stækka mark
hópinn og ná til ferðamanna,“
segir Halla og bendir á að þeir
skoði gamla kjarna Reykja
víkur. Kraum er jú í hjarta
Reykjavíkur.
Verslunin Kraum:
Kraumandi frumleiKi
Halla Bogadóttir. „Aðaláhersla er lögð á að efla íslenska framleiðslu
og að hönnuðir geti komið hönnun sinni á framfæri á virðingar
verðan hátt.“
Stökkvarinn
Doug Liman, sem leikstýrði
fyrstu Jason Bourne myndinni,
The Bourne Identity, og ber
ábyrgð á því að Brad Pitt og
Angelina Jolie kynntust í Mr.
& Mrs. Smith, hefur lokið við
nýja kvikmynd, Jumper, sem
frumsýnd verður í Bandaríkj
unum um miðjan febrúar og
hér á landi á sama tíma. Um
er að ræða vísindaskáldskap
sem leiðir hugann að sjónvarps
seríunni Heroes. Aðalpersónan
er Dave, sem kemst að því
að hann hefur hæfileika til að
flytja sig frá einum stað til ann
ars á sekúndubroti og skiptir
vegalengd engu máli. Um leið
og hann þróar
hæfileika sinn er
honum hugsað
til móður sinnar
og reynir að kom
ast að því hver
myrti hana og þarf
einnig að verjast
þeim sem vilja tor
tíma honum, en
leyniþjónustan er
ekki sátt við hæfi
leika hans. Hayden
Christensen leikur Dave. Aðrir
leikarar eru Samuel L. Jackson,
Diane Lane, Jamie Bell, Rachel
Bilson og Tom Hulce.
Sniðugir leikir
Þeir sem sáu franska sálfræði
tryllinn Cache, sem Michael
Hanake leikstýrði 2005, minn
ast myndbandanna sem hjónum
var sent og hafði að geyma
dularfulla leiðsögn að hroða
legum atburðum. Frábær mynd
sem vakti athygli á Hanake.
Hann er nú kominn til Bandaríkj
anna þar sem hann hefur verið
að endurgera kvikmynd sína,
Funny Games, frá árinu 1997.
Í myndinni segir ung kona
frá atburði sem gerðist fyrir
nokkrum árum þegar tveir geð
veikir ungir menn héldu henni,
eiginmanni hennar og tíu ára
syni í gíslingu þegar þau voru í
sumarbústað og neyddu þau til
að pynta hvort annað. Myndin
heldur upprunalegu nafni. Í aðal
hlutverkum eru Naomi Watts,
Tim Roth, Michael Pitt og Siob
han Fallon.
27 sinnum
brúðarmær
Katherine Heigl leikur einn
af ungu læknunum í Grey’s
Anatomy, sem hefur verið ein
allra vinsælasta sjónvarpssería
síðustu ára. Heigl
var nánast óþekkt
þegar hún tók að
sér hlutverk Izzies
í Grey’s Anatomy,
en er líklegast sú
sem mun yfirgefa
þættina fyrst að
eigin ósk, þar sem
frami hennar í
kvikmyndum hefur
tekið mikið stökk
á síðasta ári og er
hún að verða ein eftirsóttasta
unga stjarnan í Hollywood.
Þetta stökk má hún þakka
leik sínum í Knocked Up, sem
sló í gegn í fyrra. Í lok janúar
var svo sýnd nýjasta kvikmynd
hennar, 27 Dresses, sem enn
hefur aukið hróður hennar. Í
þeirri mynd leikur hún stúlku
sem hefur 27 sinnum verið
brúðarmær og þarf að horfa
upp á systur sína ætla að gift
ast manninum sem hún sjálf
elskar. Mótleikarar Heigl eru
James Marsden, Edward Burns
og Brian Kerwin. Áætlað er
að frumsýna 27 Dresses hér á
landi 22. febrúar.
Jane (Katherine Heigl)
mátar einn af 27 kjólum
sem hún hefur verið í
sem brúðarmær.
BÍóFRéTTIR