Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
„Viðburður eins og fundir eða ráð
stefnur verða aldrei betri en innihald
þeirra gefur tilefni til en forsenda fyrir
árangri er að skilgreina þessa við
burði vel í upphafi og kynna þá fyrir
markhópunum,“ segir Margit Elva
Einarsdóttir, forstöðu
maður viðburða hjá AP
almannatengslum.
„Til að byrja með
er nauðsynlegt að
skilgreina viðburðinn,
umfang hans og mark
mið. Þá er mikilvægt að ákveða
markhópana, stund og stað, skipu
leggja dagskrá, finna ræðumenn,
fundarstjóra og aðra sem koma
að viðburðinum. Umgjörðin skiptir
einnig máli; tækjabúnaður, merk
ingar, skreytingar og fleira. Það
hefur færst í vöxt að fyrirtæki og
stofnanir ráði til sín fagaðila með
reynslu af skipu
lagi funda og
ráðstefna, en
lokamarkmið
með góðum
viðburði hlýtur
að vera að þátt
takendum finnist að tíma þeirra hafi
verið vel varið og að efni viðburðar
ins skili sér til markhópanna.“
Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að
árlega séu haldnar 2030 læknaráðstefnur
hér á landi. Þær eru misfjölmennar; sumar
nánast fundir en aðrar stærri en rúmlega
1000 þátttakendur mæta á þær fjölmenn
ustu.
Þegar Sigurður er spurður hvað hafa þarf
í huga þegar læknaráðstefnur eru skipu
lagðar segir hann að taka verði tillit til um
hvað ráðstefnan eigi að fjalla. „Er þetta
almenn ráðstefna sem ná á til stórs hóps
lækna, á ráðstefnan að beinast að ákveðnu
sérsviði, á þetta að vera ráðstefna þar sem
verða stutt erindi, en þá eru send inn ágrip
áður og metið hvort tækt sé að fjalla um
þau, eða á þetta að vera málþing án þess
að nýjar vísindarannsóknir séu kynntar?“
Næsta skref er að velta því fyrir sér
hvenær á að halda ráðstefnuna en Sigurður
bendir á að það þýði lítið að halda lækna
ráðstefnur á sumrin þar sem margir séu þá
í fríi. Algengt er að læknaráðstefnur séu
haldnar í janúar eða jafnvel í ágúst eða
september.
Þegar um alþjóðlegar ráðstefnur er að
ræða þarf að taka tillit til hvað landið hefur
upp á að bjóða „þannig að það sýni sitt
rétta andlit“.
Sigurður segir að fjármögnun læknaráð
stefna skipti máli. „Tvær leiðir eru til hvað
það varðar. Annars vegar er um að ræða
skráningar eða þátttökugjöld sem sjaldan
bera uppi kostnaðinn. Hins vegar er leitað
eftir styrkjum en þá er nánast alltaf leitað
til lyfjaiðnaðarins. Mörgum sýnist hins
vegar sitt um það að þiggja sporslur frá
lyfjafyrirtækjum þegar læknar fara svo að
velja lyf fyrir sjúklinga sína. Þetta er yfir
leitt leyst með þeim hætti að féð frá lyfja
fyrirtækjunum er „sett í pott“ og fyrirtækin
eru svo með sýnibása á ráðstefnunum og
kynna þannig vöru sína.“
MargitElvaEinarsdóttir,forstöðumaður
viðburðahjáAPalmannatengslum.
Alþjóðlegar ráðstefnur
- hvað hefur landið
upp á að bjóða?
Forsenda fyrir árangri
er að skilgreina þessa
viðburði vel í upphafi
SigurðurGuðmundssonlandlæknir.
Að skipuleggja læknaráðstefnu:
Hafa ber í huga gerð ráðstefnunnar
Kynning funda og ráðstefna:
Skýr markmið
og vandaður undirbúningur