Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
G
Grand Hótel Reykjavík er fyrsta flokks ráðstefnuhótel með 314 herbergjum og 14 ráðstefnu- og veislusölum. Nýverið var tekinn í notkun 14 hæða turn sem tengdur er við hót-
elið með glerbyggingu. Í turninum bættust við þrír ráðstefnusalir, tvö
fundarherbergi og tveir veislusalir. Nýjasta viðbótin á Grand Hótel
Reykjavík er heilsulind með líkamsrækt og snyrti-
stofu í kjallaranum.
Þórdís Pálsdóttir er markaðsstjóri Reykjavik
Hotels en auk Grand Hótels Reykjavík er innan
samsteypunnar Hótel Reykjavík og Hótel Reykja-
vík Centrum: „Nýja álman hefur opnað mikla
möguleika fyrir okkur til að halda stærri ráð-
stefnur og fundi og er strax orðin aukning á
þessu sviði. Þá hefur einnig aukist að hópar komi
erlendis frá á vegum fyrirtækja í svokallaðar hvataferðir, gisti hjá
okkur og haldi hér fundi. Fundarsalirnir eru af öllum stærðum, allt
frá því að taka 10 manns upp í 470 manns og er nýtingin mjög góð.
Salirnir eru tæknilega mjög vel búnir og er m.a. boðið upp á fjarfunda-
þjónustu og beinar útsendingar á netinu.“
Þórdís segir Grand Hótel Reykjavík vera fyrst og fremst viðskipta-
og ráðstefnuhótel: „Við teljum okkur vera með eina fullkomnustu
aðstöðu fyrir fundi, ráðstefnur og veislur og erum ávallt reiðubúin
að aðstoða við skipulagningu og undirbúning, hvort heldur um er að
ræða litla fundi, stórar ráðstefnur, fermingarveislur, brúðkaup, árshá-
tíðir sem og önnur einkasamkvæmi, og leggjum metnað okkar í að
tilefnið heppnist sem best.“
Þórdís nefnir að líkamsræktarstöð og spa, sem var tekin í notkun
nú í nóvember, hafi strax sannað ágæti sitt og sé þegar vinsæll við-
komustaður hjá gestum hótelsins. „Greitt er sérstaklega í líkamsrækt-
arstöðina og er þá innifalin aðstoð þjálfara í tækjasal og aðgangur að
hinu glæsilega spa-svæði þar sem háls- og herðanudd er í boði í heita
pottinum eða í stól.
Nú þegar lokið hefur verið við nýju álmuna
liggur næst fyrir að endurnýja gamla hluta hót-
elsins sem verður hafið á þessu ári. Auk þess
sem herbergin verða endurnýjuð verður farið í
að stækka stærsta ráðstefnusal hótelsins og þegar
því er lokið verður hægt að halda þar allt að 700
manna ráðstefnur.“
Grand Hótel Reykjavík:
Fullkomin aðstaða fyrir fundi,
ráðstefnur og veislur
salirnir eru mjög vel
búnir tæknilega og er
m.a. boðið upp á fjar-
fundaþjónustu og beinar
útsendingar á netinu.
ÞórdísPálsdóttir,markaðsstjóriReykjavikHotels.