Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Það er hátt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum hjá Veritas Capital. Tveir af þremur stjórnarmönnum eru konur. Tveir af þremur framkvæmdastjórum dótturfyrirtækjanna eru konur.
Um 40% í framkvæmdastjórn fyrirtækjasamstæðunnar eru konur.
Um 55% millistjórnenda og 52% af öllum stjórnendum í samstæð
unni eru konur.
Veritas Capital sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðis
þjónustu. Fyrirtækið var stofnað 2002 sem eignarhaldsfélag en var
gert að virku móðurfélagi í ársbyrjun 2008. Dótturfélögin eru Vistor
hf., Distica hf., og Artasan ehf., öll með aðsetur
í Garðabæ.
Veritas Capital sér þessum félögum fyrir
stoðþjónustu á sviði fjármála, upplýsingatækni,
mannauðsstjórnunar og fleira.
Spurður hvort hann telji Gæfusporið hafa
mikla þýðingu fyrir Veritas Capital, segir Hregg
viður: „Já, ég held að það hafi alltaf þýðingu að
fá viðurkenningu fyrir það sem fólk er að gera.
Þessi viðurkenning staðfestir að við erum á
réttri braut og þetta er hvatning fyrir okkur bæði inn á við og út á við
og ýtir undir að fólk sýni okkur áhuga sem vinnuveitanda.“
Hreggviður segir ekki markvisst unnið að því að fá konur í
stjórnunarstöður innan fyrirtækisins heldur sé aðalmarkmiðið
að reka fyrirtækið eins vel og hægt er. „Við störfum hins vegar
innan þannig geira að þegar kemur að því að ráða fólk þá eru það
gjarnan konur sem verða fyrir valinu því við erum að róa á mið
lyfjafræðinga, hjúkrunarfræðinga og fleira,“ segir hann og bendir
á að meirihluti starfsfólks fyrirtækisins eru konur. „Við vinnum úr
þeim mannauði sem við höfum og svona hefur þetta skilað sér,“
segir Hreggviður.
Hreggviður telur ekki ástæðu til að setja lög um hlutfall kvenna í
stjórnun fyrirtækja eins og gert hefur verið í Noregi. „Ég myndi vilja
sjá þetta gerast á annan máta. Innan stjórna fyrirtækja eru það yfir
leitt eigendur fjármagnsins sem sitja í stjórn og hingað til hafa fleiri
karlmenn farið fyrir fjármagninu.“ Hann telur það hugsanlega mein
loku hjá þeim karlmönnum sem skipa í stjórnir að fá ekki kvenfólk
sem utanaðkomandi stjórnarmenn.
„Ég hef fengið konur sem stjórnarmenn
fyrir mig þó þær eigi ekki hlut í félaginu. Bæði
vegna þess að konur eru meirihluti starfsfólks
fyrirtækisins og af því við vitum að konur eru
orðnar ráðandi þegar kemur að því að ráðstafa
tekjum heimilanna,“ segir Hreggviður.
Hreggviður segist sjá mun á því hvernig
konur og karlar vinna í stjórnum fyrirtækja.
„Það er þó ekki hægt að greina það í svart og
hvítt en í okkar geira eru til dæmis gerðar miklar kröfur um öguð
vinnubrögð. Það verður að fara eftir ákveðnum reglum og ferlum,
sýna ábyrgð og standa við það sem maður segir. Konur standa sig
virkilega vel í því umhverfi,“ segir Hreggviður.
„Við stefnum að því að útvíkka starfsemi okkar og þjónustu á
næstunni. Í dag er fyrirtækið þekktast fyrir að vera í lyfjageiranum
en stefnir að því að verða alhliða þjónustufyrirtæki fyrir heilbrigðis
geirann.“
HReGGVIðUR JóNSSoN:
konur eru góðir stjórnendur
„í dag er fyrirtækið
þekktast fyrir að vera í
lyfjageiranum en stefnir
að því að verða alhliða
þjónustufyrirtæki fyrir
heilbrigðisgeirann.“
Fyrirtækið Veritas capital hlaut viðurkenn-
inguna Gæfuspor FKA árið 2008. Þar er
hátt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum.
Hreggviður
Jónsson er forstjóri
Veritas Capital og
veitti Gæfusporinu
viðtöku fyrir hönd
fyrirtækisins.