Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 67
• Skynji að örugglega sé staðið við það sem hann pantaði (ef t.d. var
lofað að senda vöru á mánudegi þá sé það gert).
Viðskiptavini finnist hann skipta máli sem lýsir sér
m.a. þannig:
• Upplifi óskipta athygli.
• Finni að allt sé gert fyrir hann.
• Skynji að þarfir hans hafi forgang.
• Finnist hann sérstakur.
• Hafi á tilfinningunni að hann sé aðalatriðið.
Dæmisögur þar sem ánægja viðskiptavina
er e.t.v. ekki forgangsatriði
Starfsmaður gerir grín að viðskiptavini
Guðrún fór í byggingarvöruverslun og spurði starfsmann hvort
hann ætti fótboltamark. Starfsmaðurinn spurði strax hvort hún
væri að leita að stóru eða litlu. Guðrún var ekki alveg viss og sagði:
„Líklega litlu.“ Starfsmaðurinn svaraði um hæl að þau ættu það
ekki til. Guðrún bað þá um að fá að skoða stórt mark. Starfsmaður
inn svaraði brosandi að þau ættu það ekki heldur til.
Tannlæknir hlustar bara á það sem hann hefur áhuga á
Tannlæknir Dísu hefur alltaf stillt á Bylgjuna, en hún á mjög erfitt
með að hlusta á fjallhressa útvarpsmenn og dæmigert vinsældalista
popp, ekki síst í tannlæknastól! Dísa skiptir líklega ekki um tann
lækni, því hún kann vel við hann, en henni finnst að hann gæti
spurt hvort hún vildi hlusta á þessa tónlist, hvort hún vilji kannski
frekar hlusta á Gufuna eða hafa bara slökkt á útvarpinu þegar verið
er að bora í tennurnar í henni.
Starfsmenn uppteknir í tölvuleikjum
Björn fór í stóra raftækjaverslun til að kaupa ísskáp. Enginn starfs
maður var sýnilegur. Björn fór þá fyrir hornið þar sem tölvubúnað
urinn var og bað kurteislega um aðstoð. Starfsmennirnir, sem voru
uppteknir í tölvuleik, sögðu honum strax að ísskápar væru ekki í
þeirra deild en hann skyldi bara bíða í 1015 mín. og þá myndi
vonandi einhver birtast.
Framúrskarandi þjónusta byggist á góðum undirbúningi
Framúrskarandi þjónusta verður ekki til af sjálfsdáðum frekar en
framúrskarandi leiksýning. Fyrir leiksýningu er búið að margæfa
hlutverkin og fínpússa hvert atriði. Hver einasti leikari, ljósamaður,
sviðsmaður og aðrir kunna sín hlutverk 100% til að sýningin gangi
snurðulaust fyrir sig.
Góður yfirmaður leggur línurnar þegar hann sýnir vilja í verki.
Það getur hann gert með því að veita viðskiptavinum framúrskar
andi þjónustu, hvort sem verið er að kaupa vörur eða þjónustu eða
taka á vandamálum.
Að undirbúa starfsfólkið vel fyrir „erfiðu hlutverkin“
Galdurinn við að leysa úr vanda viðskiptavinar er vel undirbúið
starfsfólk sem fylgir fyrirfram ákveðnum markmiðum, reglum og
leiðbeiningum. Yfirbókanir á hóteli, svo dæmi sé tekið, eru ekkert
einsdæmi því hótelin vilja tryggja fulla nýtingu. Á betri hótelum
má búast við að starfsmaður í gestamóttöku biðji gestinn afsökunar,
útskýri hvað fór úrskeiðis, sé e.t.v. þegar búinn að panta gistingu
á nálægu hóteli og sjái um að honum sé fylgt þangað. Til að bæta
fyrir óþægindin fái gesturinn betra herbergi á óbreyttu verði, auk
morgunverðarhlaðborðs.
Um höfundinn
Margrét Reynisdóttir er reyndur
ráðgjafi og fyrirlesari, auk þess
sem hún hefur staðið fyrir fjölda
námskeiða. Hún hefur starfað fyrir
fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir
af ýmsum toga. Hún er m.a. með
M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands og M.Sc. í alþjóða markaðs-
fræði frá University of Strathclyde í
Glasgow. Margrét er höfundur ritsins
Þjónustugæði: Samkeppnisforskot
og velgengni sem Samtök verslunar
og þjónustu og Iðntæknistofnun
gáfu út árið 2006.
Netfang: KAXMA@KAXMA.is
Að bregðast við kvörtunum
Margrét Reynisdóttir ráðgjafi er höfundur þessarar greinar um þjónustu.
Hún segir að ábendingar og kvartanir viðskiptavina séu uppspretta framfara og sóknar.