Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
A
gnar Hansson er nýráðinn bankastjóri Icebank, sem eitt
sinn hét Sparisjóðabanki Íslands, viðskiptabanka sem
leggur áherslu á heildsölu og fjárfestingarbankastarfsemi
gagnvart sparisjóðum, innlendum sem erlendum fjár
málafyrirtækjum og öðrum stærri aðilum.
Agnar hóf störf hjá bankanum árið 2006 sem framkvæmdastjóri
fjárstýringar og hefur komið víða við í íslensku fjármálalífi á starfsferli
sínum. Auk þess hefur Agnar setið í háskólaráði Háskólans í Reykja
vík og stjórnum Hans Petersen, ANZA, Lánstrausts, Apóteksins og
aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram.
Heim í Búðardal
Agnar er fæddur í Reykjavík árið 1965, sonur hjónanna Hans Agnars
sonar og Kristjönu Margrétar Kristjánsdóttur og á eina systur, Birnu
Ósk, en 11 ár liðu á milli systkinana. Hvort það hafi haft eitthvað
með það að gera hvað eldri bróðirinn var erfitt barn segist Agnar svo
sem ekki vita en foreldrar sínir hafi verið frekar ungir þegar hann
fæddist.
Agnar ólst upp í Kvosinni til fimm ára aldurs en þá fluttist fjöl
skyldan vestur í Búðardal þar sem móðir hans gerðist skólastjóri og
faðir hans kennari. Var hugmyndin sú að dvelja þar í einn vetur en
dvölin dróst heldur á langinn og voru veturnir orðnir tíu þegar fjöl
skyldan hélt aftur til Reykjavíkur.
Segir Agnar að það hafi átt vel við sig að búa úti á landi og sér
hafi líkað það vel auk þess sem fjölskyldan fór reglulega í heimsókn
til höfuðborgarinnar enda foreldarnir báðir Reykvíkingar. Hann
hafi því farið suður á sumrin þegar önnur börn fóru í sveit. Lífið
hjá krökkunum fyrir vestan segir Agnar hafa verið skemmtilegt og
eins frjálst og hugsast getur og frumkvæði krakkanna sjálfra fengið
að njóta sín.
Blómi í eggi
Eftir flutninginn til Reykjavíkur settist Agnar í Menntaskólann í
Reykjavík og vann á sumrin í Hvalstöðinni. Það segir hann hafa verið
mjög skemmtilega og lærdómrsríka lífsreynslu þar sem hann hafi
kynnst góðu og merkilegu fólki. Það má segja að starfið tengist fjöl
skyldunni þar sem bæði faðir og afi Agnars höfðu starfað á hvalbátum
og sá síðarnefndi tengst hvalnum í marga áratugi.
Að loknu stúdentsprófi fór Agnar og þvældist um í Háskóla
Íslands eins og hann segir sjálfur. Þar prófaði hann meðal annars
verkfræði og gekk ágætlega með raungreinarnar en teiknifræðin gekk
hins vegar hálf brösulega og segir Agnar að við upphaf annars skóla
NæRMYND AF AGNARI HANSSYNI:
SKEmmtilEgur
KEppniSmaður
Agnar Hansson er nýráðinn bankastjóri Icebank. Hann ólst upp í Búðardal og á mennta
skólaárum sínum vann hann á sumrin í Hvalstöðinni í Hvalfirði enda kominn af miklum
hvalföngurum. Hann er eindreginn stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Fram.
texti: maría ólafsdóttir • Myndir: geir ólafsson
n æ r m y n d