Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
G
ein stærsta auglýsinga og skiltagerð landsins, Merking, er gamalgróið fyrirtæki sem hefur lengi verið í far
arbroddi á sínu sviði. Fyrirtækið hefur ávallt
lagt metnað í góða og trausta framleiðslu og
alla tíð lagt mikla áherslu á tölvu og tækni
væðingu. Merking býður viðskiptavinum
sínum upp á heildarlausnir við hönnun
og framleiðslu á skiltum, alls kyns auglýs
ingum, bílamerkingum, sýningarbásum og
gluggaskreytingum og er markmiðið að
bjóða upp á bestu mögulegu merkingar og
skilti framleidd með nýjustu framleiðsluað
ferðum skiltaiðnaðarins.
Þjónusta Merkingar er persónuleg og ef
óskað er þá koma starfsmenn fyrirtækisins
til viðskiptavinarins, veita ráðgjöf, hanna og
útfæra merkingar í fullri samvinnu við við
skiptavininn. Hönnunardeild Merkingar
er með vandaðan og öflugan útbúnað til
innskönnunar og myndvinnslu og hefur
unnið fjölda athyglisverða merkinga sem og
auglýsingar og vörumerki. Nýverið var tekin
í tekin í notkun prentvél sem prentar allt
að 5 metra prentbreidd, og er hún stæðsta
prentvél sinnar tegundar hér á landi. Eykur
það möguleika fyrirtækisins til muna.
Eitt starfssvið Merkingar er að sjá um
vörusýningar og kynningar, það er að leigja
út eða selja sýningakerfi, framleiða sér
hönnuð sýningarkerfi, hanna útlit sýning
arbása, skanna inn allar myndir og prenta,
líma myndir á bása og setja kerfi upp.
Nýverið hóf Merking samstarf við færeyska
fyrirtækið Sendistovuna. Framkvæmda
stjóri Merkingar, Jóhannes Frank Jóhannes
son, segir samstarfið við Sendistovuna auka
möguleika fyrirtækisins: „Við höfum alla
burði til að sjá um uppsetningu á vörusýn
ingum og ráðstefnum hvar sem er og með
samstarfinu við Sendistovuna, sem er með
mikil og góð sambönd, eru miklir mögu
leikar á að víkka út starfsemina á þessu
sviði. Sendistovan er með langa reynslu í
sýningarhaldi og þegar sú reynsla bætist
við okkar reynslu þá er bjart framundan á
þessu sviði hjá Merkingu.“
Með samstarfinu við Sendistovuna
aukast möguleikar okkar á að víkka út
starfsemi okkar við uppsetningu á vörusýn
ingum og ráðstefnum.
merking ehf. og Sendistovan í samstarf:
uppsetning á vörusýningum
og ráðstefnum
Jóhannes Frank Jóhannesson, framkvæmdastjóri Merkingar.