Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
þeirra sem reka netverslun og afþreyingavef fyrir konur á Net
svæðinu www.femin.is og www.femin.co.uk.
Guðmundur réðst hins vegar í að byggja upp nýtt fyrirtæki
með aðstoð við fólk á ferð í London að sérsviði. Áður hafði
hann unnið að markaðs og sölumálum á Íslandi. Hann segist
hafa á sex mánaða tímabili farið um alla borg og leitað eftir
samböndum í ferðaþjónustu og skráð allt í svarta bók.
„Þessi svarta bók er grundvöllur fyrirtækisins,“ segir Guð
mundur.
Skoðaði rúmfötin, smakkaði matinn og fór á völlinn
„Ég fór á hótelin, ég fór á veitingastaðina, í leikhúsin og í þjón
ustufyrirtæki og gekk frá samningum,“ segir Guðmundur.
Hann kynnti sér aðstæður og þjónustu á minnst 40 hótelum;
skoðaði rúmfötin og borðaði matinn og tók að sér umboð
fyrir þau hótel sem honum leist vel á og skráði nöfn og
númer í „svörtu bókina“. Sama er að segja um fótboltann.
Guðmundur segist útvega miða á alla leiki í London, Liver
pool og Manchester.
„Ég gerði ekkert annað í hálft ár en að stúdera London,“
segir Guðmundur.
Kynni Guðmundar af London hófust þó þegar hann bjó
þar eitt ár, 13 ára gamall, með foreldrum sínum. Hann gekk
þar í skóla í skólabúningi að sjálfsögðu lærði tungumálið
og lærði að meta enskan hugsunarhátt og enska siði.
„Ég heillaðist af landi og þjóð og er enn jafnheillaður,“
segir Guðmundur.
eftir hryðjuverkaárásirnar
Þegar Guðmundur og Íris komu til London fyrir tveimur
árum var borgin enn í sárum eftir atlögu hryðjuverkamanna
gegn lestarkerfi hennar 7. júlí 2005. Ferðamenn héldu sig
frá London, hótelin stóðu hálftóm og stólar veitingahúsanna
voru auðir. Það var skortur á ferðafólki.
„Þetta voru auðvitað hörmulegir atburðir, sem þó um leið
sköpuðu möguleika fyrir menn sem voru að koma nýir inn í
ferðaþjónustuna,“ segir Guðmundur. „Mér var alls staðar vel
tekið og gekk vel að ná samningum um að útvega nýja gesti.
Fólk var þakklátt fyrir að hitta einhvern sem hafði trú á ferða
þjónustu. Þetta var rétti tíminn til að ná samböndum, sem ég
nýt góðs af í dag. Ég sé þetta núna eftir á.“
Guðmundur segir að þegar frá leið og fram á árið 2007
hafi eftirspurn og verð hækkað á ný og náð hámarki undir
lok síðasta árs. Hótelin fylltust aftur af ferðamönnum og hver
stóll setinn á veitingahúsunum.
Fyrirtæki Guðmundar, Tulip Travel,
annast hótelbókanir, útvegar funda
aðstöðu, pantar afþreyingu eins og
skemmtikrafta, fótboltamiða og leik
hús þegar komið er til stórborgar í
fríi eða til vinnu.
t u l i p t r a v e l í l o n D o n