Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Kópavogur er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og því ekki að undra að bærinn sé eftirsóttur til að halda fundi, ráðstefnur, sýningar og tónleika. Kópavogur hefur nýtt sér möguleikana
og skapað sér sérstöðu á þessu sviði og þar er að finna glæsilegustu
aðstöðu á landinu fyrir hvers konar viðburði í litlum sölum sem og
stórum íþróttahöllum.
Salurinn Salurinn er sérhannaður tónleikasalur, sá eini sinnar teg
undur á landinu og hefur fengið mikið lof fyrir frábæra aðstöðu
til funda og ráðstefnuhalda, enda búinn öllum þeim tækjum sem
nútíma fundahöld krefjast. Mörg af framsæknustu fyrirtækjum lands
ins hafa notfært sér Salinn og árlega eru haldnir þar fjölmargir fundir,
námskeið og ráðstefnur. Einnig hefur færst í vöxt að fyrirtæki bjóði
starfsfólki og velunnurum til sérstakra hátíðartónleika í Salnum og
hafa slíkir tónleikar mælst vel fyrir og stefnir í fjölgun á þessu sviði.
Linda Udengård, deildarstjóri menningarmála Kópavogsbæjar,
segir Salinn gefa mörg færi á fjölbreyttum ráðstefnum: „Í Salnum
hafa verið haldnar stórar og vel heppnaðar ráðstefnur og er þessi liður
í starfseminni alltaf að aukast. Við teljum okkur hafa mikið að bjóða
og stærðin er mjög hentug fyrir ráðstefnur og stóra fundi.
Við getum verið með viðburði í Salnum fyrir allt að 300 manns.
Hægt er að panta heildarpakka sem innheldur veitingar og ýmislegt
annað sem hægt er að tvinna inn í ráðstefnur og fundi, m.a. heim
sóknir í menningarstofnanir sem eru í nágrenninu, fá leiðsögn og
kynningu, nýta sér bókasafnið og jafnvel óska eftir því að hafa til
tekin gögn við höndina sem hægt er að flytja frá bókasafninu yfir í
anddyrið á Salnum. Þá er hægt að tengja fundinn eða ráðstefnuna við
íþróttasvið bæjarins. Sundlaugin er í næsta nágrenni, þar sem miklar
endurbætur hafa verið gerðar að undanförnu og er sundlaugin öll hin
glæsilegasta. Ef skipuleggjendur vilja fá tónlistaratriði eða annan list
viðburð þá er ekki til hentugra húsnæði en Salurinn.“
Linda nefnir einnig annan sal sem er upplagður fyrir fundi: „Salur
þessi er í Ungmennahúsinu og tekur hann 80 manns. Sá salur er
góður kostur fyrir minni ráðstefnur og fundi þar sem sérstaklega er
verið að stíla inn á félög, fyrirtæki og félagasamtök þar sem mikið er
af ungu fólki.“
Fífan og Kórinn Stærstu sýningar landsins eru haldnar í Kópavogi.
Hingað til hefur Fífan orðið fyrir valinu, en nú hefur Kórinn bæst við,
sem er enn stærri íþróttahöll og var tekin í notkun sl. haust. Nafnið
vísar til hverfisins sem höllin er í, en minnir einnig á að húsið er must
eri líkama og sálar og margradda hljóðfæri sem hýsir margs konar
starfsemi, íþróttaiðkun, tónlistarflutning, ráðstefnuhald og sýningar.
Meðal sýninga sem hafa verið haldnar í Fífunni er matvælasýning
annað hvert ár, haldin í samvinnu við fagfélög í matvælaiðnaðinum.
Íslenska sjávarútvegssýningin, sem er ein stærsta og virtasta sýning
sinnar tegundar í heiminum, er haldin þriðja hvert ár. Báðar þessar
sýningar eru á þessu ári.
Gunnar Guðmundsson er deildarstjóri íþrótta og tómstundastarfs
og fellur Fífan og Kórinn undir hans svið: „Þegar er komin góð
reynsla á Fífuna og ég efast ekki um að Kórinn eigi eftir að gera Kópa
vog að enn öflugri kosti fyrir stórar sýningar. Fyrstu viðburðirnir í
kópavogur:
frábær aðstaða fyrir fundi, ráð
stefnur og sýningar af öllum stærðum
K
YN
N
IN
G
Salurinn.