Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Hvers konar mat vilja útlendingar?
Lambakjötið
og fiskurinn
Þegar Sigmar B. Hauksson, verkefnastjóri hjá Heilsuborginni
Reykjavík, er spurður hvers konar mat útlendingar vilja á Íslandi
nefnir hann fyrst fiskinn og svo lambakjötið; hann bætir við að það
fari eftir því hvaðan fólkið er hvað það kýs helst. „SuðurEvrópu
búar eru til dæmis sólgnir í fisk. MiðEvrópubúar eru sérstaklega
hrifnir af laxi.“ Skötuselur, lúða og humar eru almennt vinsælir hjá
útlendingum.
Að sögn Sigmars vill fólk prófa eitthvað sem það hefur ekki
prófað áður. Hann nefnir í því sambandi villibráð eins og svartfugl.
Lambakjötið er vinsælt og Sigmar tekur
fram að íslenska lambakjötið sé meira
í átt að villibráð en það lambakjöt sem
útlendingarnir þekkja.
Erlendir ferðamenn eru hrifnir af mat
af þeim svæðum sem það heimsækir og
bendir Sigmar á krækling í Eyjafirði og steinbít á Patreksfirði.
„Við erum í góðum málum en hér á landi eru fjölbreyttir veitinga
staðir. Þó vantar veitingastaði þar sem séríslensk áhrif eru ráð
andi; það hefur skánað en mætti vera meira. Erlendir ferðamenn
vilja kynnast náttúru og menningu þjóðarinnar og við getum gert
meira úr því sem við höfum svo sem að bjóða upp á egg villtra
fugla á vorin.“
Hvers vegna að fara með fundi
út fyrir borgina?
Menn setja sig
í annan gír
„Það er margsannað að fólk gefur sér betri tíma fyrir utan
borgina, þar er sérstök andagift, falleg náttúra skiptir máli
og allir eru á sama staðnum,“ segir Friðrik Pálsson, hótel
haldari á Hótel Rangá. „Þetta þjappar hópnum meira saman.
Það að vera í öðru umhverfi opnar hugann betur. Ef fólk er í
bænum er það oft meira með hugann við aðra hluti sem það
gæti verið að gera.
Þegar fólk er á fundum úti á landi einbeitir það sér að því
að ná árangri. Það er því engin hending að það er vinsælt að
halda fundi fyrir utan borgina. Þar er
meira næði og fólki líður vel.
Svona dagur, þar sem hópur stjórn
enda hittist, getur verið einn mikil
vægasti dagurinn í starfseminni; farið
er yfir vandamál, starfsemin er sett
í nýjan og betri fókus og hópurinn er
samstilltur.
Það skiptir máli að það sé engin
truflun og að einbeitingin sé í lagi.
Menn setja sig í annan gír úti á landi.“
Það skiptir
máli að það sé
engin truflun
og að einbeit-
ingin sé í lagi.
Getum gert
meira úr því
sem við höfum.
SigmarB.Hauksson,verkefnastjórihjáHeilsuborginniReykjavík.
FriðrikPálsson,hótelhaldariáHótelRangá.