Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
10 atriði til að gulltryggja góða ráðstefnu:
Gott starfsfólk og tölvukerfi
Ýmislegt þarf að hafa í huga
þegar halda skal ráðstefnu.
Lára B. Pétursdóttir, framkvæmdastjóri
Congress Reykjavík.
Hvað líkar útlendingum best við Ísland?
Hvað verst?
Náttúran/verðlagið
„Hvað fyrri spurninguna varðar þá er því fljótsvarað að náttúran er þar efst á blaði
enda er það hún, samkvæmt öllum könnunum, sem fyrst og fremst dregur erlenda
ferðamenn til landsins. Fólk nýtur þess að upplifa fjölbreytta náttúru og hið mikla
rými sem landið býður. annað sem erlendir ferðamenn gefa góða einkunn er menn
ing landsins en það hefur orðið geysimikil og ánægjuleg aukning á alls kyns menn
ingarsetrum um land allt og viðbúið að menningin muni draga mun fleiri ferða
menn til landsins í framtíðinni. gestrisni Íslendinga
er oft rómuð og síðast en ekki síst er mikil ánægja
með afþreyingu á landinu, hvort sem um er að ræða
jarðböð og áherslur á heilsutengda ferðaþjónustu
eða ævintýraferðir.
Hvað síðari spurninguna varðar þá kvarta margir
ferðamenn yfir verðlagi á landinu þótt fyrirtæki í
ferðaþjónustu þykist vel samkeppnishæf á mörgum sviðum. Það er þó ljóst að
innkaupsverð á sérstaklega landbúnaðarvörum og áfengi er veitingastöðum erfitt.
kvörtun yfir þjónustunni er ekki eins algeng, en mikil mannekla er áhyggjuefni.
erlendir ferðamenn eru þó mjög ólíkir og hafa mismunandi væntingar til landsins,
það hefur að sjálfsögðu áhrif á einkunnagjöf þeirra.“
erlendir ferða
menn eru hrifnir
af fjölbreyttri
náttúru Íslands.
Erna Hauksdóttir, framkvæmastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar halda skal ráðstefnu. Fyrirtækið Congress
reykjavík sérhæfir sig í ráðstefnuskipulagningu og að mati Láru B. Pétursdóttur,
framkvæmdastjóra Congress reykjavík, skipta eftirtalin 10 atriði mestu máli til
að gulltryggja góða ráðstefnu:
• að velja „fagskipuleggjanda“ í upphafi undirbúnings.
• gott starfsfólk fyrirtækisins sem skipuleggur ráðstefnuna.
• Starfsfólkið vinnur allt samkvæmt áætlun allt með sínu sniði.
• Starfsfólkið sýnir vönduð vinnubrögð.
• Starfsfólkið veitir afbragðsþjónustu á öllum vígstöðvum.
• Starfsfólkið hefur heildarlausnir fyrir ráðstefnuskipulag.
• Starfsfólkið hefur heildarsýn yfir skipulag ráðstefnunnar.
• Hjá fyrirtækinu ætti að vera eitt besta tölvukerfi sem völ er á og sem heldur
utan um skráningu þátttakenda, gistingu, ferðir og fjármál ráðstefnunnar sem
og abstraktskráningar.
• Starfsfólkið hefur góð samskipti við ráðstefnugestgjafann og birgja.
• Starfsfólkið hefur að leiðarljósi: „að verkefni sem við komum að séu vel
heppnuð og ógleymanleg.“