Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
DAGBÓK I N
í FL Group á Fons núna rúman
12% hlut í FL Group og er orð
inn annar stærsti hluthafinn í
félaginu. Fons er fjárfestingarfé
lag í eigu Pálma Haraldssonar
og Jóhannesar Kristinssonar
og hafa leiðir þeirra oft legið
saman í fjárfestingum með Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni í Baugi á
undanförnum árum.
Hlutur Gnúps í FL Group
er hins vegar kominn niður
í 2,31% eftir þau hrikalegu
umbrot sem félagið hefur lent í.
9. janúar
Vatnið hans Jóns
Ólafssonar
Athafnamaðurinn Jón Ólafsson,
sem lengi var kenndur við Skíf
una og býr núna í London, fékk
góðan stimpil á vatnið sitt,
icelandic Glacial, frá vefnum
BevnET. En sagt var frá því
þennan dag að BevnET, sem
fjallar um drykkjarvörur á banda
rískum markaði, hefði valið
icelandic Glacial „besta vatnið
2007“ þegar fyrirtækið valdi
bestu nýju drykkjarvörurnar í
nokkrum flokkum.
Í tilkynningu frá Jóni Ólafs
syni kemur fram að BevnET
segi að icelandic Glacial
natural Spring Water vatnið
veki athygli fyrir að leggja
áherslu á umhverfisvernd og
hreinleika. Þá hafi fyrirtækið
gert dreifingarsamning við
Anheuser Busch og muni án
efa vaxa hratt á næstunni.
Hundruð vatnsframleiðenda
keppa á þessum markaði og
því er þessi viðurkenning Bev
nET mikill heiður fyrir icelandic
Glacial.
Jón Ólafsson.
Karl Wernersson.
11. janúar
Milestone kaupir
banka í Makedóníu
Fjárfestingarfélagið Milestone,
sem er í eigu þeirra bræðra
Karls og Steingríms Werners
sona, færir út kvíarnar í
Makedóníu. Sagt var frá því
þennan dag að félagið hefði
eignaðist 75,9% hlut í Kuma
nov fjárfestingarbankanum í
Makedóníu.
Fram kom í þarlendum fjöl
miðlum, að Milestone ætlaði á
næstu mánuðum að auka eigið
fé bankans með verðbréfaút
boðum.
Milestone hefur á undan
förnum árum átt samstarf við
makedónska lyfjafyrirtækið
Zegin. Milestone á einnig hlut
í Pharma investment, sem
á og rekur um 100 apótek í
Makedóníu, Króatíu og rúm
eníu.
12. janúar
saga Capital gegn
Dögg pálsdóttur
Fátt hefur verið meira rætt
í viðskiptalífinu undanfarnar
vikur en mál fjárfestingarbank
ans Saga Capital gegn hinum
þekkta lögmanni dögg Páls
dóttur vegna kaupa hennar á
stofnfjárbréfum í SPrOnbréf í
júlí síðastliðnum.
insolidum ehf., fjárfestingar
félag daggar og sonar hennar,
9. janúar
ÆVintýRi Gnúps á enDa RunniÐ
Hrun fjárfestingarfélagsins
Gnúps er auðvitað ein af
stærstu fréttunum í íslensku
viðskiptalífi. Félagið var firna
sterkt um mitt síðasta ár og
allt virtist leika í lyndi en á ótrú
lega skömmum tíma með hruni
á hlutabréfamörkuðum lenti
félagið í vandræðum og þurfti
á gjörgæslu og endurskipulagn
ingu að halda. Fjárfestingin í FL
Group fór verst með félagið.
Þennan dag tilkynnti Gnúpur
einmitt að hann hefði náð sam
komulagi við lánadrottna um
fjárhagslega endurskipulagn
ingu félagsins sem fól í sér
að stór hluti eigna hefði verið
seldur, dregið hefði verið úr
skuldsetningu og reksturinn
dreginn saman.
Samhliða þessu náðist sam
komulag um endurfjármögnun
eftirstandandi skulda félags
ins hjá viðskiptabönkum, auk
þess sem samið var um aðrar
skuldir.
Í tilkynningu Gnúps sagði að
aðgerðirnar hefðu tryggt félag
inu fjárhagslegan sveigjanleika
til að mæta erfiðum markaðsað
stæðum áfram. Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson, helstu eigendur Gnúps.