Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
G
nýlega kom út ferðabæklingur frá Icelandair þar sem kynntir eru margir freistandi ferðamöguleikar. Ferðabæklingurinn er í tímaritsformi og allur hinn vandaðasti og er yfirskriftin
Mín borg. Er vísað til þess að kynningarnar eru unnar á persónulegan
hátt þar sem einstaklingar mæla með veitingastöðum, söfnum og
öðru sem ferðalangurinn á ekki að láta fram hjá sér fara í viðkomandi
borg.
Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri hjá Icelandair, er á því að
ferðabæklingur Icelandair hafi aldrei verið glæsilegri: „Hann kom út í
130 þúsund eintökum og var bæði dreift í verslunum Hagkaupa og í
öll hús á landinu. Við teljum að það hafi tekist einstaklega vel að gera
hann öðruvísi en venjan er og viðbrögðin hafa verið góð og fólk segist
vera að fletta honum aftur og aftur. Annað sem gerir bæklinginn sér-
stakan er að hann var prentaður með fjórum mismunandi forsíðum
til að sýna fjölbreytileika okkar í áfangastöðum.“
Icelandair flýgur til allt að 24 borga á árinu 2008: „Nýr áfanga-
staður er Toronto, sem er stórborg og hefur margt að bjóða fyrir ferða-
menn og er auk þess kjörinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um
Kanada. Má nefna að frá Toronto er ekki nema þriggja tíma akstur að
Niagara fossum sem margir hafa örugglega áhuga á að skoða.“
Þorvarður nefnir aukningu á flugi til Berlínar: „Við höfum flogið
þangað á sumrin en nú er gert ráð fyrir að flogið verði þangað allt árið.
Berlín kemur inn í mars og fer ekki út aftur, enda hefur orðið mikil
aukning á farþegum þangað. Það sama á við um Helsinki, þangað
verður heilsársflug.“
Í ferðabæklingnum er verið að kynna ný sæti sem verða sett í flug-
vélar Icelandair á þessu ári: „Skjáir verða í hverju einasta sæti og þar
geta farþegar valið um afþreyingu til að horfa á meðan á flugi stendur,
bæði frítt efni og nýjar kvikmyndir sem hægt er að leigja. Þá verður
meira bil á milli sæta en verið hefur.“
Icelandair er sem fyrr með pakkaferðir á allar borgir sem flogið er
til: „Þetta eru helgarferðir og ýmsar sérferðir. Við erum m.a að bjóða
ferðir með fararstjórum í New York, Toronto og Halifax. Einnig má
nefna lista- og menningarferðir til Parísar, St. Pétursborg og Berlínar,
auk þess sem mikil aukning hefur verið í golfferðum sem tengjast
Icelandair Golfers.“
Icelandair:
Fjölgun áfangastaða og
ný sæti í allar flugvélar
toronto er stórborg sem
hefur margt að bjóða
fyrir ferðamenn og er
auk þess kjörinn áfanga-
staður fyrir þá sem vilja
ferðast um Kanada.
ÞorvarðurGuðlaugsson,
svæðisstjórihjáIcelandair. W W W. I C E L A N DA I R . I SFerðaávísun gildir
Frjáls verslun 210x275mm
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
08
53
0
1/
08
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í
hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki.
HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR:
• Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki.
• Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins.
• Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair
og sérkjör á tengifargjöldum.
• Sveigjanlegri fargjaldaskilmálar.
• Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is
eða sendið fyrirspurnir til fyrirtaeki@icelandair.is
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?