Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Hótel Reynihlíð er fjögurra stjörnu hótel við Mývatn. Á hótelinu eru 41 herbergi, sem og veislu og fundaraðstaða. Hótel Reynihlíð á sér langa sögu en það var opnað 1949 og hefur
um áratuga skeið verið leiðandi á landsbyggðinni og eitt af fáum
fjögurra stjörnu hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Stutt er síðan
eigendur hótelsins blésu til sóknar og breytingar gerðar til að þóknast
nútímakröfum. Eftir breytingarnar eru á hótelinu afar vel útbúin,
rúmgóð og nýtískuleg tveggja manna herbergi, 41 að tölu, ásamt bar
með um 20 sæti, glerskála með um 40 sæti, sem er tengdur hótel
barnum, og Myllunni, „A la Carte Restaurant“, með um 80 sæti, þar
sem þjónað er til borðs.
Hótel Reynihlíð hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og
hluthafar í dag eru Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri, eiginkona hans,
Erna Þórarinsdóttir, móttöku og markaðsstjóri, Páll Kr. Pálsson og
Byggðastofnun.
Mývatn er tilvalinn staður fyrir fundi og ráðstefnur, töfrandi
náttúran skapar ákjósanlegt umhverfi. Þar ríkir kyrrð og friður sem
nauðsynlegt er fyrir slík fundarhöld og aðstaðan er því eins og best
verður á kosið. Ráðstefnu og fundarsalur Hótel Reynihlíðar rúmar
allt að 60 manns, allt eftir því hvernig borðum er raðað. Lögun salar
ins er ferhyrnd með tveim gluggum sem vísa í austur og auðvelt er að
byrgja. Í hléum fá ráðstefnugestir heimabakað brauð og kökur. Nánari
upplýsingar um fundi og ráðstefnur á Hótel Reynihlíð er að á netsíð
unni www.reynihlid.is
Í tengslum við fundi og ráðstefnur er boðið upp á ferðir, t.d. að
Grjótagjá, Dimmuborgum, Dettifossi og Kröflu. Þetta er einnig í
boði fyrir aðra hótelgesti og einnig má fá hesta leigða. Á vetrum er
boðið upp á skíðagöngu, hestaferðir og vélsleðaferðir og þá eru Jarð
böðin við Mývatn náttúruupplifun sem lætur engan ósnortinn.
Hótel reynihlíð:
Aðstaða til fundarhalda eins
og best verður á kosið
Hjónin Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri og Erna Þórarinsdóttir.