Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
G
iceland Travel er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrir- tækið er hluti af Icelandair Group og aðili að SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar, og RSÍ, Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Iceland
Travel er auk þess aðili að „Destinations Unlimited“ og „Prestige
Resorts and Destinations“, erlendum samtökum á ráðstefnu- og
hvataferðamarkaði.
Iceland Travel sérhæfir sig í móttöku erlendra
ferðamanna og er Ásgeir Eiríksson deildarstjóri
ráðstefnu- og hvataferðadeildar. Hann segir deild
sína, þar sem ellefu manns starfa, skipuleggja
ráðstefnur sem að mestu eru sóttar af erlendum
gestum: „Þetta eru oft alþjóðlegar ráðstefnur og
eru okkar viðskiptavinir yfirleitt fyrirtæki eða
félagasamtök hér á landi. Við önnumst allt utan-
umhald, fundaraðstöðu, skráningu, allar ferðir
sem tengjast ráðstefnunni, ferðir á milli landa, ferðir á milli hótela og
ráðstefnusala, skoðunarferðir og fleira sem tengist ráðstefnunni.
Annar stór hluti af starfsemi okkar eru hvataferðir þar sem við
erum að selja fjöldann allan af ferðum, aðallega til erlendra fyrirtækja,
sem eru að bjóða sínum viðskiptavinum í ferð. Þessar ferðir eru kall-
aðar hvataferðir vegna þess að jafnvel er verið að verðlauna starfsmenn
fyrir gott starf eða hvetja þá og er Ísland vinsælt land í slíkar ferðir.
Hóparnir eru mjög misstórir, allt frá því að vera tíu upp í þrjú hund-
ruð manns og er það okkar verk að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta.
Þarna koma fundir einnig inn í þar sem margir vilja halda einn fund
í ferðinni.“
Ásgeir segir mikinn hug innan fyrirtækisins
að feta inn á nýjar brautir: „Okkur langar til að
útvíkka starfsemina og markaðssetja okkur á inn-
lenda markaðinn í hvataferðum. Það er mikið
um það í dag að fyrirtæki hér á landi skipuleggi
ferðir fyrir viðskiptavini sína eða starfsfólk. Mörg
fyrirtækjanna gera þetta sjálf, sem oftar en ekki
tekur tíma frá öðru. Starfsfólk okkar er með
mikla og góða reynslu af skipulagningu slíkra ferða og við sjáum
þarna tækifæri. Vegna trausts baklands og góðra samninga við birgja
okkar erlendis sem hérlendis erum við með mikið framboð af afþrey-
ingu sem fyrirtækin sækjast eftir.“
Iceland Travel:
sérhæfing í skipulagningu
ráðstefna og hvataferða
Viðskiptavinir iceland
travel fá sérhæfða og
persónulega þjónustu við
undirbúning á litlum sem
stórum viðburðum.
Sitjandifrá
vinstri:Laufey
Gunnarsdóttir,
ÝrKáradóttir
ogÞóraBjörk
Þórhallsdóttir.
Standandifrá
vinstri:Olivier
Didonaog
ÁsgeirEiríksson.
Iceland Travel sérhæfir sig í móttöku erlendra ferðamanna, 75% viðskiptavina Iceland Travel eru fastir viðskiptavinir;
íslensk fyrirtæki, erlendir ferðaheildsalar og stofnanir hvaðanæva að úr heiminum. Starfsfólkið okkar hefur
yfirgripsmikla þekkingu á landinu, góða menntun, tungumálakunnáttu og reynslu á sviði ferðamála. Skipulagning
stórra og smárra ráðstefna, hvataferða fyrir fyrirtæki og stofnanir auk alþjóðlegra viðburða og þinga hvers konar
er meðal þess sem við búum að úr reynslubankanum.
Við leggjum áherslu á fagmennsku, lipurð og gæði, hvort sem gesturinn vill halda velheppnaða ráðstefnu,
kynnast undrum íslenskrar náttúru og landsbyggðar eða njóta reykvískar sælkeralistar.
Við höfum eitthvað alveg sérstakt...
Iceland Travel | Skútuvogur 13A | 104 Reykjavík | Iceland | Sími 585 4300 | Fax 585 4391 | www.icelandtravel.is | conferences@icelandtravel.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Fundarsalur