Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur og fyrrverandi for
maður Handknattleikssambands Íslands.
Hm í handbolta 1995:
Hversu mikil landkynning?
Vakti verulega
athygli
Jón Hjaltalín magnússon, verkfræðingur og formaður Hand
knattleikssambands Íslands á árunum 19841992, segir að
meginmarkmið HSÍ með Heimsmeistarakeppninni í handknatt
leik á Íslandi árið 1995 hafi verið að auka áhuga Íslendinga á
íþróttum og kynna land og þjóð betur meðal þeirra 150 þjóða
sem leika handknattleik sérstaklega á meðal hinna 24 þátt
tökuþjóða.
„Það að Ísland héldi aheims
meistarkeppni í vinsælli ólympískri
íþróttagrein eins og handknatt
leik átti að auðvelda kynningu á
Íslandi síðar meir sem áhugaverðu
landi fyrir minni sem stærri alþjóð
legar ráðstefnur, vörusýningar og aðra viðburði. Framkvæmd
keppninnar og þjónusta við fréttamenn var til mikillar fyrir
myndar. Stöðugar sjónvarps og útvarpssendingar í tvær vikur
frá keppninni víða um heim, svo og umfjöllun um land og þjóð,
var góð landkynning.
Hm 95 vakti verulega athygli í flestum evrópulöndum þar
sem handknattleikur er vinsæl íþróttagrein, eins og á Spáni
og Frakklandi. Frakkar urðu þá í fyrsta sinn heimsmeistarar í
ólympískri flokkaíþrótt og fengu verðugar móttökur sem slíkir
við heimkomuna með tilheyrandi umfjöllun í fjölmiðlum. Sam
kvæmt yfirliti Ferðamálastofu um fjölda ferðamanna hingað til
lands þá varð aukning ferðamanna á tímabilinu 199596 frá
Frakklandi 20% og frá Spáni 28%, hverju svo sem það má vera
að þakka. Hugsanlega Hm 95!“
Heilsurækt fyrir ráðstefnugesti:
Boðið upp á
dagpassa
Hreyfing og Blue Lagoon spa opnuðu nýlega glæsilega heilsulind
í nýbyggingu við glæsibæ. Heilsulindin er hin fyrsta sinnar teg
undar í heiminum en fram til þessa hafa spameðferðir með ein
stökum virkum efnum Bláa lónsins einungis verið í boði í Bláa
lóninu í grindavík. Til stendur að fleiri Blue Lagoon Spa heilsu
lindir verði opnaðar erlendis á næstu árum. Heimsókn í heilsu
lindina er tilvalinn kostur fyrir funda og ráðstefnugesti.
„Hreyfing býður dagpassa sem henta til dæmis vel fyrir
funda og ráðstefnugesti sem vilja æfa og slaka á í vel búinni,
nýtískulegri æfingastöð,“ segir
Ágústa Johnson, framkvæmda
stjóri Hreyfingar. „Þessi
möguleiki hentar vel fyrir bæði
einstaklinga og hópa sem vilja
endurnæra líkama og sál eftir
fundi dagsins. auk tækjasalar
er fjölbreytt úrval tíma í boði,
til dæmis er skemmtilegt fyrir smærri hópa að fara saman í
hressandi spinningtíma.
allir gestir hafa aðgang að heitum pottum og gufuböðum sem
staðsett eru utandyra. Fjölbreytt úrval líkamsmeðferðar auk hefð
bundinnar snyrtimeðferðar er í boði í Blue Lagoon spa sem mun
opna í lok febrúar. Heilsuræktin nærir líkama og sál og byggir
upp góðan anda innan hópsins.
Heilsuræktin nærir
líkama og sál og
byggir upp góðan
anda innan hópsins.
20% fleiri frakkar
og 28% fleiri
spánverjar hingað
til lands í kjölfarið.
Ágústa Johnson,
framkvæmdastjóri
Hreyfingar.