Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
G
radisson SAS Hótel Saga býður sex glænýja og vel búna ráðstefnu og fundarsali sem henta jafnt fyrir stóra sem smáa viðburði. Salirnir hafa allir verið endurnýjaðir frá grunni og
eru í klassískum stíl og allir hinir glæsilegustu. Þar er m.a. að finna
húsgögn eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen, s.s. Oxfordstólana
og hinn fræga stól Svaninn, sem upphaflega var hannaður fyrir Rad
isson SAS Royalhótelið í Kaupmannahöfn. Einn hinna nýju sala
státar af 24 slíkum stólum sem móta einstaka umgjörð hans. Allir
eru salirnir búnir besta fáanlega tækjakosti. Flatskjáir eru í minni
fundarsölunum fyrir framsetningu á efni og eru skjávarpar innifaldir
í leigunni á öllum sölum.
Valgerður Ómarsdóttir er sölu og markaðsstjóri: „Við erum nú
betur í stakk búin til að taka að okkur stórar ráðstefnur og fundi og
bjóðum upp á fullkomnustu aðstöðu í tækni og húsnæði sem fáanleg
er. Aukin þjónusta við viðskiptavini okkar fæst með heimasíðunni
www.hotelsaga.is, en á heimasíðunni eru ítarlegar upplýsingar um
hvaða salir eru í boði og þá þjónustu sem við veitum. Þar er einnig
hægt að skoða myndrænt mismunandi uppstillingar á hverjum sal
fyrir sig.“
Valgerður bendir á að boðið er upp á mismunandi fundarpakka
sem hægt er að skoða á heimsíðunni: „Í pökkunum er greitt fast verð
á hvern mann, sem er mikil hagræðing fyrir þá sem halda fundina. Í
fundarpökkunum er innifalin salarleiga ásamt öllum veitingum yfir
fundartímann.“
Streymibúnaður
Ein af þeim nýjungum sem Hótel Saga býður upp á í fundarsölum
sínum er Streymibúnaður. „Þetta er nýjung sem gerir okkur kleift að
senda fundina út beint í hljóð og mynd, þannig að þeir sem einhverra
hluta vegna sitja heima geta fylgst með fundinum á Netinu. Fyrir aðal
fundi er þetta mjög góð lausn og þá má geta þess að hægt er að hafa
fundinn í heilu lagi á netsíðu okkar eins lengi og um semst.“
Sex endurnýjaðir fundarsalir á radisson SaS Hótel Sögu:
Glæsileg aðstaða fyrir allar stærðir
af fundum og ráðstefnum
Valgerður Ómarsdóttir, sölu og markaðs
stjóri Radisson SAS Hótels Sögu
Svanasalurinn býður upp á 24 svanastóla og hentar sérstaklega vel
fyrir starfsmannafundi, fyrirlestra og aðra fundi þar sem óhefðbundin
sætaskipan léttir andrúmsloft fundarins.
Radisson SAS Saga Hotel
Sími: 525 9900
hotelsaga@hotelsaga.is
www.hotelsaga.is
andrúmsloft
á fundum
Nýtt
Fundargestir í einum af glæsilegum fundarsölum Radisson SAS Hótel Sögu láta
fara vel um sig og fylgjast með kynningu á stórum flatskjá. Umhverfið er glænýtt,
allar innréttingar, húsgögn og tækjabúnaður. Allir fundar- og ráðstefnusalirnir á
Radisson SAS Hótel Sögu hafa verið endurnýjaðir frá grunni. Salirnir eru
fjölbreyttir og henta fyrir fjölmenna fundi, fámenna fundi, morgunverðarfundi,
hádegisverðarfundi, ráðstefnur og aðalfundi. Veitingar eru í boði sem henta
tilefninu og tæknimaður er til staðar svo allt gangi snurðulaust fyrir sig.
Það er nýtt andrúmsloft á fundum og ráðstefnum á Radisson SAS Hótel Sögu.
lælæ