Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
DAGBÓK I N
16. janúar
Baugur selur
meirihlutann í
nyhedsavisen
Jón Ásgeir Jóhannesson,
stjórnarformaður Baugs
Group, hefur haft óbilandi
trú á fríblaðamarkaðnum
í danmörku og stofnaði
nyhedsavisen til að ná
þar fótfestu. Mikið hefur
verið fjallað um fyrirtækið
og því kom það á óvart
að fyrirtæki Baugs Group,
dagsbrun Media, hafi
selt danska fjárfestinum
Morten Lund 51%, eða
meirihlutann, í nyhedsa
visen. Baugur verður
næststærsti hluthafinn og
í minnihluta.
danski fjölmiðillinn
Business.dk sagði frá því
að útgáfa nyhedsavisen
hefði kostað Baug Group
um 7 milljarða íslenskra
króna frá því útgáfan
hófst í október árið 2006.
Morten Lund er 35 ára
milljarðamæringur og fjár
festir. Hann efnaðist fyrst
á kaupum í Skypenetsíma
félaginu. Síðan hefur hann
eignast hluti í meira en
85 félögum.
Hann segist ætla að ná
jafnvægi í rekstri nyhedsa
visen í nóvember á þessu
ári með því að fjölga les
endum og hækka auglýs
ingaverðið.
22. janúar
investor tapar
198 milljörðum
Það er víðar en á Íslandi sem
fjárfestar draga andann djúpt
vegna bakslags í efnahags
málum. Þannig var sagt frá því
að hið kunna sænska fjárfest
ingarfélag investor AB, sem
stýrt er af Wallenbergfjölskyld
unni, hefði verið rekið með 198
milljarða króna tapi á fjórða
ársfjórðungi. Á sama tíma árið
2006 nam hagnaður félagsins
um 100 milljörðum íslenskra
króna.
22. janúar
Vextir lækkaðir
vestra
Seðlabanki Bandaríkjanna er
snarari í snúningi en Seðla
bankinn á Íslandi við að lækka
vexti til að örva atvinnulífið.
Þótt ekki hefði verið um hefð
bundinn vaxtaákvörðunardag
að ræða í Bandaríkjunum
ákvað bankinn að lækka vexti
um 0,75 prósentustig, þ.e.
úr 4,25% niður 3,50%, til að
örva atvinnulífið. Vextir hafa
ekki verið lækkaðir jafn mikið
á einum degi í Bandaríkjunum
frá því í desember 1991 er
þeir voru lækkaðir um 1%. Alls
hafa stýrivextir Seðlabanka
Bandaríkjanna verið lækkaðir
um 1,75% frá því í ágúst á síð
asta ári.
24. janúar
davos:
Vont veður
en það versnar
Það gætti svartsýni á hinni
árlegu heimsviðskiptaráðstefnu
í borginni davos í Sviss. Á
þessa ráðstefnu koma helstu
viðskiptajöfrar heims ásamt
frammámönnum og leiðtogum í
stjórnmálum og listum.
Björgólfur Thor Björgólfsson
fjárfestir og Ólafur Elíasson
listamaður voru sérstakir boðs
gestir ráðstefnunnar að þessu
sinni. Þetta er fjórða árið í röð
sem Björgólfi Thor er boðið á
þessa virtu ráðstefnu.
umræðan í davos snerist að
mestu um hina alþjóðlegu láns
fjárkreppu sem hefur leitt til
mikils verðfalls á hlutabréfum
um allan heim. Flestir viðskipta
jöfrarnir spáðu því að staðan
væri vond en að hún ætti eftir
að versna á næstu mánuðum.
dýpri lægðir áttu eftir að koma.
18. janúar
penninn í útRás til íRlanDs
Kristinn Vilbergsson, eigandi Pennans, hefur verið duglegur
við að kaupa fyrirtæki frá því hann keypti Pennann af Gunnari
dungal árið 2005.
Sagt var frá því að Penninn hefði keypt 51% hlut í írsku
kaffihúsakeðjunni insomnia. Forstjóri insomnia, Bobby Kerr
og fleiri lykilhluthafar munu eiga 49% áfram í keðjunni.
Til stendur að opna 20 ný insomnia kaffihús á Írlandi
og með tilkomu Pennans verður horft til útrásar insomnia
annars staðar í norðurEvrópu á næsta ári. Alls starfa 200
manns hjá insomnia.
Penninn á helmingshlut í Habitat á Íslandi auk þess sem
Penninn á og rekur verslanir Eymundsson og Pennans sem
og Te og kaffi. Saltfélagið er einnig í eigu Pennans. Penn
inn á meirihlutann í húsgagnafyrirtækinu Coppa í Lettlandi,
rekstrarvörukeðjuna daily Service sem starfar í Eistlandi,
Lettlandi og Litháen og kaffiframleiðandann Melna Kafija auk
fleiri fyrirtækja. Kristinn Vilbergsson, eigandi Pennans.
Vaxtalækkun á Wall Street.