Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 41
Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands
og stjórnarmaður í Samtökum fjárfesta, er óþreytandi við að gera réttindi allra
hluthafa í fyrirtækjum að umtalsefni. Hann er einkum þekktur fyrir gagnrýni á
frammistöðu stjórnenda ýmissa stærstu fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar
og hefur honum að undanförnu orðið tíðrætt um kaupréttar og starfslokasamn
inga og valdmörk stjórna. Vilhjálmur hyggst höfða mál gegn Glitni banka hf. og
StraumiBurðarási hf. á næstu vikum.
texti: helga kristín einarssdóttir • Mynd: geir ólafsson
v i l h j á l m u r b j a r n a s o n
Óþekki hluthafinn
f
járfestavernd og réttindi hluthafa í fyrirtækjum vilja
falla í skuggann í fréttum af kaupréttar og starfs
lokasamningum stjórnenda og umbunum ýmiss
konar, sem ekki eru alltaf jafn verðskuldaðar, að
mati Vilhjálms Bjarnasonar aðjúnkts. Hann er
óþekki hluthafinn, maðurinn sem spyr erfiðu spurn
inganna á hluthafafundum og hefur stundum verið vændur
um að vera eini virki meðlimurinn í Samtökum fjárfesta.
Vilhjálmur er nú starfsmaður Samtaka fjárfesta og á sæti í
stjórn.
Vilhjálmur hefur verið fjárfestir í aldarfjórðung og kveðst
eiga litla hluti í einum tíu fyrirtækjum á íslenskum hluta
bréfamarkaði. Hann segir það lágmarkskröfu að kaupréttar
samningar verði því aðeins að kaupauka, að skilgreindum
lágmarksárangri sé náð.
„Kaupréttarsamningar hafa verið hugsaðir sem leið til þess
að greiða æðstu stjórnendum fyrirtækja fyrir árangur, en að
baki þeim árangri er harla takmörkuð mæling, svo ekki sé
fastar að orði kveðið. Ef hlutabréf hækka um 5% á ári í þrjú
ár er kauprétturinn af 10 milljóna króna kaupréttarsamningi
tæp 1.600 þúsund að verðmæti. En sá sem hefur átt 10 millj
óna króna hlut í þessi sömu þrjú ár er búinn að fórna 10%
vöxtum upp á 3,3 milljónir. Lágmarksmælikvarðinn fyrir
umbun vegna framúrskarandi árangurs ætti að vera 1215%
arðsemi, sem að mínu mati er ekkert fráleit krafa. Hækk
unin á amerískum hlutabréfamarkaði hefur til dæmis verið
tæp 15% að meðaltali á ári. Að gera kaupréttarsamninga án
þess að gera kröfu um framúrskarandi árangur finnst okkur
í stjórn Samtaka fjárfesta ekki sanngjarnt fyrir aðra hluthafa,
það er að segja þá sem hafa haft fórn af því að eiga í viðkom