Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Gutenberg stendur á gömlum grunni og hefur starfað óslitið í meira en eina öld eða frá því árið 1904. Fyrirtækið þjónar viðskiptavinum sínum með allt er viðkemur prentun:
ráðgjöf, hönnun og umbrot, offset og stafræna prentun, bókband
og dreifingu. Þá hefur Gutenberg sótt inn á ný svið í takt við nýja
tíma og býður margvíslega þjónustu umfram hið hefðbundna prent
verk. gpóstur er slík viðbót sem hefur vakið
athygli. Um er að ræða rafræna útkeyrslu á
reikningum úr bókhaldskerfum fyrirtækja
sem Gutenberg er beintengt við.
Framkvæmdastjóri Gutenbergs er Sigurður
Björn Blöndal, sem áður gegndi stöðu mark
aðsstjóra. Tók hann við starfinu um síðustu
áramót. Hann segir mikinn hug vera innan
fyrirtækisins og nefnir sérstaklega að gpóst
urinn bjóði upp á mörg tækifæri í prentun
og miðlun: „Þó að við höfum fyrst og fremst verið með reikninga í
gpóstinum þá eru möguleikarnir einnig miklir í hvers konar tilkynn
ingum og markpósti, sem senda þarf út í miklu magni. Það nýjasta
í þessum geira hjá okkur eru „lokur“. Um er að ræða umslagalausan
póst, sem nýtir aðeins 50% af þeim pappír sem er í hefðbundnum
pósti í umslagi.“
Gutenberg tók lokurnar í notkun í október á síðasta ári og fyrir
tæki eru þegar farin að nýta sér þennan möguleika á póstsendingum
enda hagræðingin mikil, m.a. verður pósturinn léttari og ekki þarf að
taka póstinn upp úr umslagi: „Við aðstoðum viðskiptavini okkar við
að laga reikninga sína og tilkynningar að forminu sem lokur bjóða
upp á og höfum þegar samið um sölu á lokum til nokkurra aðila.
Vodafone var fyrsta fyrirtækið til að senda
reikninga sína út í lokuformi og hafa vakið
verðskuldaða athygli fyrir. Þá höfum við
samið við Fyrirtækjabanka Landsbankans
sem mun senda út allt að 50.000 lokur á
mánuði fyrir viðskiptavini þeirra. Eins er
Orkusalan að hefja útsendingu á hluta sinna
reikninga í lokum.“
Sigurður Björn tekur fram að lokur eru
umhverfisvæn vara. Lokurnar eru keyptar frá
Svíþjóð þar sem vinnslan hefur hlotið norrænu umhverfismerkinguna
Svaninn: „Við erum þegar komnir með marga fasta viðskiptavini og
erum að fá til okkar nýja og gerum ráð fyrir mikilli aukningu á þessu
sviði í rekstri fyrirtækisins. Viðtökur hafa verið mjög góðar hvort sem
átt er við venjulegan gpóst eða lokur, en ég á von á að lokurnar muni
auka hlut sinn mjög í þessu kerfi okkar.“
gutenberg kynnir gpóst:
umhverfisvæn lausn
fyrir reikningaprentun
Þó að við höfum fyrst og fremst
verið með reikninga í gpóst
inum þá eru möguleikarnir
einnig miklir í hvers konar til
kynningum og markpósti, sem
senda þarf út í miklu magni.
Sigurður Björn Blöndal, framkvæmdastjóri Gutenbergs, og Stefán Hjaltalín sölustjóri ræða við viðskiptavin.
K
YN
N
IN
G