Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 133
Lífsstíll
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 133
umboðsmann. Fyrstu verðlaun
sín fékk hún 2004 fyrir leik
sinn í kanadísku myndinni
Wilby Wonderful. Fyrsta banda
ríska kvikmynd hennar er Hard
Candy (2005), þar sem hún lék
viljasterka stúlku sem verður
fyrir áreiti á Netinu en snýr
vörn í sókn. Var hún tilnefnd til
margra verðlauna fyrir leik sinn
í Hard Candy. Einn þeirra sem
hreifst af Page var Brett Radner,
leikstjóri XMan myndanna,
og hann bauð henni hlutverk
hinnar mállausu Kitty Pride,
sem gengur í gegnum veggi, í
XMen: The Last Stand.
Í fyrra lék Ellen Page í þremur
kvikmyndum og er Juno ein
þeirra og sú sem er að færa
henni frægð og frama. Önnur
er An American Crime þar sem
hún leikur stúlku sem var rænt
og lokuð í kjallara í mörg ár.
Sú mynd er byggð á sönnum
atburðum og leikur Catherine
Keener konuna sem lokar
stúlkuna í kjallaranum. Hin er
kanadíska myndin The Tracey
Fragment. Fyrir leik sinn í þeirri
kvikmynd fékk Ellen Page verð
laun sem besta leikkona á Atl
antic Film Festival hátíðinni í
Kanada. Á þessu ári komum
við til með að sjá Ellen Page í
Smart People þar sem mótleik
arar hennar eru Dennis Quaid,
Sarah Jessica Parker og Thomas
Hayden Church.
Í fótspor föðurins
Leikstjóri Juno er Jason Reit
man, sem á ekki langt að sækja
leikstjórnarhæfileikana, en faðir
hans er Ivan Reitman, sem meðal
annars leikstýrði Stripes, Ghost
buster myndunum, Twins og
Kindergarden Cops. Jason Reid
man fæddist í Montreal í Kanada
árið 1977 og segist snemma hafa
orðið forfallinn kvikmyndafík
ill. Sem barn kom hann fram í
smáhlutverkum í kvikmyndum
föður síns og hékk oftar en ekki
með föður sínum í klippiherberg
inu og lærði af honum.
Reitman tók þá stefnu að gera
frekar nokkrar stuttmyndir og
leikstýra auglýsingum í stað þess
að vinna hjá stóru kvikmynda
fyrirtækjunum sem honum stóð
til boða og lauk meðfram vinnu,
námi í ensku og handritsgerð
við University of Southern Cali
fornia. Árið 2005 leikstýrði hann
Thank You For Smoking, ódýrri
kvikmynd sem fékk góða dóma
og varð vinsæl. Var hún tilnefnd
til tveggja Golden Globe verð
launa.
Jason Reitman hefur ekki
ákveðið hvaða kvikmynd hann
ætlar að gera í framhaldi af Juno
en segir að ekki komi til greina
að leikstýra dýrri Hollywood
mynd. Meðan Reitman ákveður
sig hefur hann verið að leik
stýra í þáttaröðinni The Office
og samþykkt að leikstýra fyrsta
þættinum í nýrri sjónvarpsseríu,
The United States of Tara, sem
Steven Spielberg er höfundur að
og framleiðir.
Leikstjórinn, Jason Reitman,
við tökur á Juno.
Anna Katrín Halldórsdóttir er sælkeri mánaðarins.
Sælkeri mánaðarins:
Suðræn áhrif
Anna Katrín Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri markaðs
og sölusviðs Íslandspósts, las
uppskrift að kjúklingarétti í
Gestgjafanum fyrir nokkrum
árum og hefur hún eldað rétt
inn af og til síðan þá.
„Við erum mikið með
kjúkling á mínu heimili og
grípum oft í þennan rétt þegar
við viljum hafa eitthvað virki
lega gott í matinn. Hlutföllin í
uppskriftinni eru ekkert heilög
og það má setja minna eða
meira af öllu allt eftir smekk
hvers og eins.“
Spænskur kjúklingaréttur
Fyrir 8
2 heilir kjúklingar eða 8
kjúklingabringur
Skerið kjúklinginn í stóra bita
en skerið bringurnar í þrennt.
Marínering:
1/2 hvítlaukur, saxaður
1/4 bolli rauðvínsedik
1/8 bolli óreganó
1/2 bolli sveskjur
1/4 bolli ólífur
1/4 bolli kapers
1 bolli ólífuolía
6 lárviðarlauf
salt og pipar, eftir smekk
1/4 bolli steinselja, söxuð
1/2 bolli hvítvín
1/2 bolli púðursykur
Setjið allt í skál nema stein
selju, hvítvín og púðursykur.
Hrærið vel saman og bætið
kjúklingnum út í. Látið maríner
ast í 624 klst. Setjið í eldfast
mót og bætið þá við stein
selju, hvítvíni og púðursykri.
Steikið í 180°C heitum ofni í
rúmlega 40 mín. Berið fram
með hrísgrjónum og brauði,
t.d. snittubrauði.
Svo er spænskt rauðvín
auðvitað ómissandi með
þessum rétti!