Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 101
Fundir og ráðsteFnur
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 101
Útreiðartúr í ráðstefnuferð:
Hestur í rauðum
lopasokkum
Þórarinn Jónasson rekur hestaleiguna Laxnes í Mosfellsdal
en þangað koma reglulega ráðstefnugestir sem vilja gera
sér dagamun og skreppa á bak. Fyrirtæki hafa jafnvel haldið
ráðstefnur í hlöðunni.
„Við getum sótt hópa á hótelin, fólk fer síðan í útreið
artúra og svo er grillað fyrir þá hópa sem það vilja.“ Um
10.000 manns fara árlega í reiðtúra á vegum fyrirtækisins.
„Við förum yfirleitt með fólk að Tröllafossi en þeir sem
kjósa styttri ferðir fara upp að Leirvogsfossi.“
Þegar Þórarinn er beðinn um að nefna eftirminnileg atvik
í tengslum við ráðstefnugesti nefnir hann starfsmenn alþjóð
legs tölvufyrirtækis sem komu
hingað til lands. „Hópurinn fór á
bak auk þess sem óskað var eftir
að ég kæmi með hest á eitt hótelið
í Reykjavík síðasta kvöldið. Ég kom
með hvítan hest og klæddi hann í
rauða lopasokka. Forstjórinn settist
á bak og hélt kveðjuræðu. Hestur
inn lyfti stertinum, starfsmaður kom með svartan plastpoka
og hesturinn skeit í hann. Fólkið veinaði af hlátri.“
Ævintýrið endaði á því að Þórarinn þurfti að láta hrossið
bakka inn í lyftu á hótelinu gestum hótelsins brá í brún
þegar lyftan stöðvaðist á jarðhæðinni og út kom hvítur
hestur í rauðum lopasokkum.
Góð makadagskrá:
Heilsulindir og hönnun
verða æ vinsælli
Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir að
Ísland sé eftirsótt land heim að sækja fyrir erlenda ráðstefnugesti
og maka þeirra. Framtíðin er að auki ákaflega spennandi vegna
þeirra möguleika sem opnast með tilkomu nýs ráðstefnu og tón
listarhúss í miðbænum og með mikilli fjölgun hótelherbergja í
Reykjavík.
„Ein af forsendunum fyrir að fólk heimsæki erlenda áfangastaði
til að fara á ráðstefnur er að áfangastaðirnir séu spennandi og
veki upp löngun til að yfirgefa þægindin heima fyrir.“
Dóra og samstarfsfólk hennar hjá Höfuðborgarstofu vinna að
markaðs og kynningarstörfum fyrir Reykjavík. Hún segir að ótelj
andi möguleikar bjóðist fyrir alla erlenda ráðstefnugesti og ekki
síður fyrir maka þeirra.
„Þegar um er að ræða ráðstefnur sem mikið eru sóttar af karl
mönnum hefur færst í vöxt að bjóða upp á þemaafþreyingu fyrir
konur sem tengjast heilsu, heim
sóknum í heilsulindir og kynningu á
íslenskri hönnun og verslun. Þetta
eru allt saman þættir í ferðaþjón
ustu okkar sem hafa eflst mikið
síðustu ár. Að auki fer fólk í náttúru
tengda afþreyingu svo sem hesta
og snjósleðaferðir. Hefðbundnar
kynnisferðir, svo sem að Gullfossi og Geysi, standa alltaf fyrir sínu.
Það er einmitt gæði ferðaþjónustunnar og breidd sem gera það
að verkum að fólk fer í langflestum tilfellum glatt heim á leið og
finnst það hafa upplifað mikið ævintýri á stuttum tíma.“
ÞórarinnJónassoníLaxnesimeðgóðumgestum;f.v.;
MattDillon,Þórarinn,MarishaTomeiogRóbertGarcia.
Fyrirtæki hafa
jafnvel haldið
ráðstefnur
í hlöðunni.
DóraMagnúsdóttir,markaðsstjóriHöfuðborgarstofu:
Ísland er eftir-
sótt land heim að
sækja fyrir erlenda
ráðstefnugesti og
maka þeirra.