Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Page 28

Frjáls verslun - 01.07.2008, Page 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein SPROTAFYRIRTÆKI Sprotinn sem Svana Helen Björnsdóttir hefur fóstrað upp síðustu 16 árin er núna að skjóta rótum í útlöndum. Svana segir að fyrstu erlendu tekjur Stika komi á þessu ári. Og hún segir – nú þegar hún lítur fyrir farinn veg – að sennilega hefði verið skynsamlegt að stefna út strax í upphafi. „Það er dýrt að þróa tæknilegar lausnir og halda þeim við á íslenskum markaði einum,“ segir Svana. „Þess vegna er mikilvægt að setja sér alþjóðlegt markmið strax í upphafi jafnvel þótt það sé á til- tölulega þröngu sviði.“ En hvaða launsir eru það sem þau hjá Stika í Síðumúla eru fást við? Stiki er hugbúnaðarfyrirtæki á sviði upplýsingaöryggis. Svana segir að Stiki búi til hugbúnað sem eigi að tryggja: að upplýsingarnar séu leynilegar og að trúnaðar sé gætt• að upplýsingarnar séu aðgengilegar fyrir þá sem þurfa að nota • þær að upplýsingarnar séu réttar og áreiðanlegar • að upplýsingarnar séu rekjanlegar og að uppruna réttar.• Þetta eru allt vandamál sem hver tölvunotandi þekkir, sérstaklega nú á þessum opnu Internet-tímum þegar allt virðist aðgengilegt en enginn veit hverju er treystandi. Lausnir Stika nýtast í öllum greinum atvinnulífsins. Þó hefur þjónusta Stika og samvinna einkum verið við heilbrigðisgeirann og í viðskiptum. Stiki hefur meðal annars haft nána samvinnu við Háskóla Íslands. „Við notum alþjóðlega staðla og þróum hugbúnaðinn í samræmi við það sem er í öðrum löndum,“ segir Svana. „Það er mikilvægt að búa ekki til séríslenskar lausnir eins og stundum gerist. Staðlarnir tryggja gæðin og eru forsenda þess að komast á stærri markað en þann íslenska.“ Svana segir að Stiki hafi árið 2002 fengið vottun bresku staðlastofn- unarinnar fyrir að fyrirtækið vinni sjálft samkvæmt gæða- og örygg- isstöðlum og fyrir tveimur árum var dótturfélag stofnað í Bretlandi. Núna er Stiki með söluskrifstofu í London og samstarfsaðila þar og í Þýskalandi. Árið 2007 kom einnig Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins inn sem einn eigenda Stika með 32 prósenta hlut. Áður áttu Svana og Bjarni Þór Björnsson, stærðfræðingur og tæknilegur framkvæmdastjóri Stika, fyrirtækið að hálfu hvort. Hann kom til Stika árið 1996. Um aðra fjárfesta er ekki að ræða en núna er verið að gera kaupréttarsamninga við starfsfólk þannig að það geti orðið meðeigendur. „Við höfum leitað eftir erlendum fjárfestum en þeir eru tregir til að fjárfesta á Íslandi, sérstaklega vegna veikleika krónunnar,“ segir Svana. Hún segir að það myndi ótvírætt styrkja nýsköpun á Íslandi ef krón- unni yrði kastað og Ísland yrði hluti af Evrópusambandinu eða að minnsta kosti tengja krónuna við evruna. Svana segir að markmið Stika nú sé að vaxa hratt og ná fótfestu á erlendum markaði. Núna vinna 15 manns hjá fyrirtækinu á Íslandi en æ meira af þróun hugbúnaðar er unnin hjá forritunarfyrirtæki í Makedóníu. „Við fáum ekki fólk innanlands og það hefur ekki orðið næg nýliðun í tæknigreinum síðustu ár. Viðskiptagreinar hafa notið meiri vinsælda,“ segir Svana og segir einnig að bankarnir hafi yfirboðið fólk með tölvuþekkingu. Svana segir að styrkur Stika umfram keppinautana felist í að bjóða heildstæða lausn þar sem ráðgjöf er byggð inn í hugbúnaðinn. „Hugbúnaðurinn hjálpar notandanum að fást við flókna hluti,“ segir Svana og allt er gert samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og hefur verið svo frá árinu 1998. „Beiting alþjóðlegra staðla til að mæta kröfum viðskiptavina er for- senda þess að komast á erlendan markað,“ segir Svana Helen Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Stika. Stiki vA l dIR S PRO TA R „Beiting alþjóðlegra staðla til að mæta kröfum viðskiptavina er forsenda þess að komast á erlendan markað,“ Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Stika: MIKILvægT AÐ STeFNA STRAx úT Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.