Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein SPROTAFYRIRTÆKI Stofnendur Calidris ákvaðu að kenna fyritækið við ætt smáfugla – sandlóur. Viðskiptavinirnir eru helstu risarnir í flugheiminum. Félög eins og British Airways, Emirates – og að sjálfsögðu Icelandair. Kolbeinn Arinbjarnarson og Magnús Óskarsson, meðstofnandi hans að Calidris, unnu báðir áður hjá Icelandair. Kolbeinn kallar það félag „minnsta flugrisa í heimi“. Hjá Icelandair og í störfum innan ferðaþjón- ustunnar rákust þeir Magnús á vanda sem þurfti úrlausnar við. Kolbeinn segir að hug- myndin að lausninni hafi kviknað árið 1997 en Calidris var stofnað árið 2002. Vandamálið sem smáfuglinn Calidris fæst við fyrir flugrisana lýtur að tölvubókunar- kerfum eins og til dæmis Amadeus. Flug- félögin voru meðal fyrstu fyrirtækja í heimi til að nýta sér tölvutæknina, ekki síst við bókanir, og þar liggur vandinn: „Þessi tölvukerfi eru gömul. Þau urðu til fyrir daga Internets og áður en farið var að kaupa og selja vöru og þjónustu á Netinu með kreditkortum,“ segir Kolbeinn. „Einn af veikleikunum er að bókanir skila sér ekki alltaf sem tekjur. Félögin fá ekki alltaf borgað fyrir pantaða miða.“ Þetta er kallað „noshow“ í flugheiminum. Kolbeinn segir að þetta vandamál sé óverulegt þar sem almenningur pantar mið- ana á Netinu og borgar með kreditkorti. En þetta á aðallega við um þróaðasta hluta Vesturlanda. Það er mikið bókað af miðum í heildsölu og svo koma hvorki greiðslur né farþegar. Þetta vandamál getur rýrt tekjur flugfélaga um allt að 4%. Þá verður til úrlausnarefni sem kallast „revenue integrity“ og fjallar um einskonar tekjutryggingu fyrir seljendur þjónustunnar. „Við hjá Calidris erum ekki að finna upp hjólið að nýju. Þetta er þekkt vandamál og lausn okkar felst í að taka ákveðinn veikleika út úr gömlu kerfi, en í stað þess að reyna að leysa vandann með takmörkunum í þessu gamla umhverfi, þá leysum við vandann í rauntíma í nýju umhverfi og skilum síðan lausninni aftur inn í gamla kerfið,“ segir Kolbeinn. Fyrir flugfélögin er mikilvægt að bók- unarkerfið virki frá degi til dags. „Það of áhættusamt að skipta um kerfi og taka upp alveg nýtt kerfi sem svo ekki virkar þegar til á að taka. Allar bókanir gætu misfarist, flug- vélarnar flogið tómar og félögin orðið fyrir ómældu tjóni. Þess vegna vilja félögin heldur að gömlu kerfin séu endurbætt og gallarnir sniðnir af þeim,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að Calidris hafi ekki einka- leyfi á sinni lausn. Viðskiptaverndin felst í samstarfssamningum við einstök flugfélög og sá sýnilegi árangur sem Calidris hefur náð með leiðandi flugfélögum. Kolbeinn segir að þar skipti mestu að British Airways hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Calidris til að leysa þennan vanda í bókunarkerfinu. „Það er tiltölulega einfalt fyrir okkur að mæla hversu miklum tekjum við skilum aftur inn til flugfélagsins og því sendum við slíkar upplýsingar til þess í hverjum mánuði með reikningnum frá okkur,“ segir Kolbeinn. „Hjá stóru félögunum skilum við milljónum dollara í viðbótartekjur á hverjum mánuði og verður reikningurinn fyrir þjónustu okkar agnarsmár í samanburði.“ „British Airways hefur alltaf verið leið- andi í tölvuvæðingu hjá flugélögunum,“ segir Kolbeinn. Upphaflega var lausn þeirra hjá Calidris notuð hjá Icelandair en síðan hafa stór félög eins og Emirates, Finnair, Mala- ysia Airlines, og nú síðast Cathay Pacific og Austrian Airlines, bæst í hóp viðskiptavina Calidris. „Við erum bara örfyrirtæki í þessari grein,“ segir Kolbeinn. „Þetta 30 til 40 starfsmenn er ekkert í samanburði við tölvufyrirtæki með 300 til 400 þúsund starfsmenn. En við höfum fundið einstaka en almenna lausn á ákveðnum, afmörkuðum vanda og næsta skref er að sjá hvort ekki megi fara eins að við önnur svipuð vandamál.“ Kolbeinn segir að fjármagn Calidris hafi einkum komið úr eigin rekstri. „Þetta hefur kennt okkur aga þótt við höfum ef vill farið hægar en ella,“ segir Kolbeinn. Mestu skipti þó að setja sér skýr markmið og trúa á þau. „Við vissum í upphafi hvert vandamálið var og vorum svo fífldjarfir að halda að við gætum leyst það þótt stóru fyrirtækin í bransanum teldu það ómögulegt. Eig- inlega var það klikkun en gekk samt,“ segir Kolbeinn Arinbjarnarson. Calidris vA l dIR S PRO TA R Viðskiptaverndin felst í samstarfssamningum við einstök flugfélög og sá sýni- legi árangur sem Calidris hefur náð með leiðandi flugfélögum. Kolbeinn Arinbjarnarson, frumkvöðull hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Calidris: SANDLóUR MeÐAL FLUgRISA Kolbeinn Arinbjarnarson og Magnús Óskarsson hjá tölvufyrirtækinu Calidris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.