Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 46

Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Sparisjóður Mýrasýslu. 6. ágúst Árvakur og 365 skoða samstarf Ari Edwald, forstjóri 365. Það eru ekki gull og grænir skógar í rekstri stærstu fjölmiðla lands- ins um þessar mundir. Þeir búa þó að því að vera í eigu stærstu viðskiptavelda landsins – auk þess sem rÚV er í eigu ríkisins. engu að síður vakti hún athygli fréttin sem Fréttablaðið birti þennan dag og var höfð eftir ara edwald, forstjóra 365 sem gefur út blaðið, að viðræður væru í gangi á milli 365 og Árvakurs um samstarf. „Það eru erfiðar aðstæður á prentmarkaðnum að ef samstarf ætti einhvern tíma að ganga, þá væri það núna,“ sagði ari og sagði að verið væri að skoða samstarf varðandi framleiðslu og dreifingu á dagblöðum. Pappír hefði stór- hækkað í verði, sem og dreifingin. D A G B Ó K I N texti: jón g. Hauksson • myndir: geir ólaFsson o.fl. 7. ágúst sparisjóðirnir; mál málanna Staða sparisjóðanna hefur verið mál málanna í íslensku viðskiptalífi seinni part sum- ars – og er fjallað um það annars staðar hér í blaðinu. Helstu breytingarnar eru þær að Kaupþing hefur runnið saman við Spron og þá hefur Kaupþing eignast ráðandi hlut í Sparisjóði mýrasýslu eftir að sá sparisjóður lenti í miklum hremmingum, m.a. vegna hlutfallslega stórrar stöðutöku í exista, sem og lána til helstu stjórnenda icebank. Þá er VBS fjárfestingarbanki og Saga Capital í formlegum við- ræðum um sameiningu í einn stóran banka. 7. ágúst krosseignatengsl sjást á nýjan leik Krosseignatengsl eru sýnileg á nýjan leik eftir að Kaupþing rann saman við Spron og eignaðist sömuleiðis 70% í Sparisjóði mýrasýslu. morgunblaðið fjallaði um málið þennan dag. Krosseignatengslin stafa af því að Kaupþing er í gegnum sparisjóðina orðinn meirihluta- eigandi í félaginu Kistu sem aftur er næststærsti hluthafi exista. Kista á 7,17% hlut í exista. að auki er 2,4% hlutafjár í exista skráð á Spron. Fyrir átti Kaupþing 2,4% í exista. Samkvæmt þessu ræður Kaupþing yfir 12% hlut í exista. en í þessari upptalningu er ekki meðtalin eign hlutabréfasjóða Kaupþings og Frjálsa lífeyris- sjóðsins í exista. Og þá koma krosseignatengslin; exista er stærsti hluthafi Kaupþings með 24,7% hlut. Íslensk eymd mælist 16,7%, sagði í Morgunblaðinu. 9. ágúst Íslensk eymd mælist 16,7% Það var laugardagsmorgunn og auðvitað varð manni brugðið við þessa frétt í morgunblaðinu sem bar fyrirsögnina: Íslensk eymd mælist 16,7%. Ég segi ekki að helgin hafi verið ónýt en allt er nú farið að mæla. Og þessi nýja vísitala heitir hinu athyglisverða nafni: Íslenska eymdarvísitalan. Hún mældist þennan dag 16,7%. mælikvarðinn á eymdina er fund- inn út með því að leggja saman verðbólgustigið upp á 13,6% og atvinnuleysi upp á 3,1%. Síðan hefur verðbólgan mælst yfir 14% þannig að eymdarvísi- talan hefur lyft sér vel yfir 17%. Fram kom í fréttinni að af þeim fimmtíu löndum sem mæld eru telst eymdin minnst hjá frændþjóð vorri norðmönnum, eða 5,2%. Þar er verðbólgan 3,4% og atvinnuleysi 1,8%. mesta eymdin mælist hins vegar í Venesúela, 41,3%. Þar er 33,7% verðbólga og 7,6% atvinnuleysi. afríka mun ekki vera tekin með í þessum mæl- ingum. 13. ágúst sólgleraugun tekin niður Íslendingar hafa lagt frá sér sól- gleraugun. Fram kom í fréttum þennan dag að landinn hefur aldrei verið eins svartsýnn frá því að mælingar á væntingavísi- tölu Gallups hófust árið 2001. Væntingavísitalan hefur lækkað frá áramótum og farið úr 116 stigum í 61 stig á þeim tíma. Þegar vísitalan er undir 100 eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir í garð efnahags- og atvinnuástands. Bent er á að heimilin hafi brugðist við breytingum á efnahagsumhverfinu með því að draga úr neyslu sinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.