Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 50

Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 DAGBÓK I N Vísir sagði frá því þennan dag að almar örn Hilmarsson hefði verið ráð- inn forstjóri danska flug- félagsins Sterling á nýjan leik. almar hætti sem for- stjóri hjá félaginu í mars á þessu ári. Á honum mátti þá skilja að hann ætlaði sér að taka langt frí eftir mikla vinnu hjá Sterling og róa eftir það á önnur mið. Pálmi Haraldsson hefur hins vegar tröllatrú á almari og eftir að Fons eignaðist félagið aftur réð Pálmi almar inn á nýjan leik og rak reza taleghani. Þetta sagði Pálmi við Vísi: „almar er búinn að vinna hjá mér í áratug. Hann hefur fengið mörg erfið verkefni sem tengjast mínum fjárfestingum og leyst þau farsællega. Á sínum tíma vildi meirihluti nothern travel Holding skipta um forstjóra en nú þegar ég á þetta einn þá er það mitt fyrsta verk að ráða almar inn að nýju. Hann er maður sem ég treysti full- komlega.“ 18. ágúst aLmar aftur forstjóri sterLing Almar Örn Hilmarsson. en áður. Þegar lesið er lengra sést að í raun eru það óveruleg viðskipti sem valda hækkuninni. Samt vaknar spurningin: Hvers vegna vildu einhverjir eiga þessi viðskipti á 40% hærra verði en daginn áður? Þetta vekur upp spurningar um afstöðu Kauphallarinnar. Sú spurning hefur margoft komið upp hvort ekki sé eðlilegt að láta opinbert gengi ekki breytast nema viðskipti nemi einhverri lágmarksfjárhæð. Fyrir allmörgum árum gerðist það tvenn áramót í röð að aðilar nátengdir ákveðnum fyrirtækjum höfðu áhrif á áramótagengi á markaði með því að kaupa eða selja hlutabréf á síðustu mín- útum viðskipta. Í öðru tilvikinu var tilgangurinn að hækka eigin fyrirtæki í verði, í hinu að lækka verð á fyrirtæki keppinautarins. Þetta var ekki fyrsta skrítna fréttin vegna teymis. tæplega tveimur vikum áður birtist eftirfarandi frétt á vef Landsbankans: „teymi hélt hluthafafund [14. ágúst] þar sem samþykkt var að óska eftir afskráningu félagsins úr íslensku kauphöllinni. einnig var samþykkt tillaga þess efnis að stjórn félagsins kaupi hluti þeirra hluthafa er þess óska. tilboðið stendur frá 15. ágúst til kl 16 föstudaginn 29. ágúst. Gengi hlutabréfa í teymi við kaupin skal vera 1,9 kr. á hlut en greitt verður með hlutabréfum í alfesca á 6,96 kr. á hlut. Hver hluthafi sem tekur kauptilboðinu fær því um 0,27 hlut í alfesca fyrir hvern hlut í teymi. teymi mun kaupa allt að 212 milljón hluti í alfesca fyrir 6,96 kr. á hlut og greiða fyrir með lántöku.“ Bíðum við. teymi er tækni- fyrirtæki þar sem seld er tækni- þjónusta af ýmsu tagi. Hvað skyldi alfesca aftur gera? Á vefnum alfesca.is má sjá eftir- farandi upplýsingar: „alfesca is a leading european producer in its selected categories, which are smoked seafood, regional duck products, shellfish, blini, spreadables, snacks and other ready-to-eat products.“ Hér er sem sé verið á skipta á bréfum í tæknifyrirtæki og fyrirtæki sem fram-leiðir og selur sjávarafurðir. Hver vill slík skipti? Það eina sem fyrirtækin virðast eiga sameiginlegt er að bæði voru á hlutabréfamark- aði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hluthöfum er boðið upp á slík býti. Hér ætti Kauphöllin að grípa inn í. nauðsynlegt er að þegar fyrirtæki eru afskráð séu gerðar mjög ríkar kröfur til eig- enda um með hvaða hætti það er gert. Kauphöllin þarf ekki að verja hagsmuni stærstu hluthaf- anna heldur þarf hún að vernda þá minnstu fyrir meirihlutanum. 2. september Ljómi fer af láni Fjárhæðin var svo sem ekki til að slá neinn út af laginu. en það er ekki ofsögum sagt að ljómi fari af einu láni. Það er langt síðan annað eins fréttafár hefur orðið út af einu láni og því sem Geir H. Haarde forsætisráðherra til- kynnti um á alþingi þennan dag. Í umræðum á alþingi kom fram að um væri að ræða 250 milljóna evra lántöku ríkissjóðs, um 30 milljarða króna lán. að vísu breyttist það nokkrum dögum síðar í 300 milljónir evra eða um 37 milljarða króna. Það sem olli fréttafárinu var sú yfirlýsing Geirs að lánið væri á mun hagstæðari kjörum en skuldatryggingarálag á rík- issjóð gæfi til kynna. Láninu er ætlað að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. mjög jákvæð viðbrögð urðu við lántökunni innan efnahags- lífsins og vonuðust flestir til að lánið myndi brjóta ísinn og að bankarnir gætu hugsanlega komið í kjölfarið og fengið hag- stæðari lán en áður. eftir stendur hins vegar að hin alþjóðlega fjármálakreppa lýsir sér í því að það finnast fáir alþjóðlegir kaupendur að skuldabréfum og á meðan svo er verður væntanlega erfitt fyrir íslensku bankana að sækja sér lánsfé með hefðbundinni skuldabréfaútgáfu. 2. september nyhedsavisen gjaldþrota Úti er ævintýri í danmörku. Hún kom í sjálfu sér ekki mjög á óvart fréttin um að danska fríblaðið nyhedsavisen væri komið í fjárhagslegt þrot. Frá upphafi lá fyrir að áhættan af þessari fjárfestingu væri mikil og við ramman reip að draga í útgáfunni. Geir H. Haarde.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.