Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Page 63

Frjáls verslun - 01.07.2008, Page 63
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 63 s t j ó r N u N Skýr stefna þarf að innihalda eftirfarandi þrjá meginþætti ef hún á að skila árangri skv. rannsóknum Rukstads og Collins: Markmið. Svigrúm. Yfirburðir. markmiðið Í upphafi skyldi endinn skoða. Það þarf að vera eitt skýrt og mjög einfalt markmið sem leiðir fyrirtækið áfram til árangurs. Mörg íslensk fyrirtæki hafa það að markmiði að „vaxa á arðbæran hátt“. Hér eru í raun tvö markmið, fyrirtækið ætlar að vaxa og vera arðbært. Hvort skiptir meira máli? Á að gefa afslátt af arðsemismarkmiðinu til að geta stækkað eða skiptir meira máli að skila miklum afgangi? Boeing hefur sett sér það markmið að verða það fyrirtæki í flugvélabransanum sem skilar mestum hagnaði. Þegar fyrirtækið til- einkaði sér þetta markmið og hætti að stefna á það að verða stærstir í bransanum þurfti það að umbylta sér. Þeir hættu að keppa við Airbus um hvern einasta samning en verðið var oft keyrt mikið niður í því stríði. Mark- miðið þarf ennfremur að vera á tímalínu og hafa endapunkt. Ef skyndibitakeðjan McDonalds ætlaði t.d. að fá helming tekna sinna af heilsufæði eftir eitt ár, þyrfti töluvert ólíka stefnu en ef markmiðið væri að ná þessu eftir tíu ár. Það geta verið mörg und- irmarkmið, en aðalmarkmiðið verður að vera einfalt, skýrt og leiða fyrirtækið í þá átt sem það ætlar sér. svigrúm Enginn setur peningana sína í rekstur sem á að vaxa mikið næstu árin, án þess að það sé á hreinu hvernig það á að gerast. Það þarf því að skilgreina sviðið sem fyrirtækið ætlar að starfa á og fer ekki út fyrir. Svigrúmið er rammað með þremur þáttum: 1. Hvaða viðskiptavinum á að þjóna? 2. Hvar á fyrirtækið að starfa? 3. Hvernig ætlar það að nálgast lóðrétta samhæfingu? Viðskiptavinurinn getur verið skilgreindur út frá mörgum breytum, t.d. út frá lífsstíl eða félagslegum þáttum. En hvar ætlar fyrir- tækið að selja vöruna? Verður útibúanet út um allt land? Verður það með aðstöðu á fjölförnum áberandi stöðum eða á netinu? Hvaða verk virðiskeðjunnar ætlar fyrirtækið að sjá um? Það gæti t.d. átt sér stað trúverð- ugleikabrot ef auglýsingastofa sem hugsar um hagsmuni viðskiptavina sinna er líka að reyna að selja þeim auglýsingu í fjölmiðli sem auglýsingastofan rekur. Það er eins með fjárfestingaráðgjöf fyrir einstaklinga; ef fyrir- tækið rekur sjóði sjálft gæti það haft áhrif á trúverðugleika ráðgjafarinnar. Þegar sviðið er vel afmarkað og útlistað á skýran hátt eru auðlindir fyrirtækisins mun betur nýttar. yfirburðir Síðasti þátturinn og jafnframt undirstaðan sem myndar stefnuna eru yfirburðir (e. ad- vantage). Yfirburðirnir er færni í ákveðnum athöfnum ásamt þjónustuloforði sem fyr- irtækið ætlar að nota innan svigrúmsins til að ná markmiðum sínum. Yfirburðir eru í fyrsta lagi þjónustuloforðið (e. value proposition). Hvað ætlar fyrirtæki að leggja áherslu á? Bandaríski risinn Wal-Mart leggur t.d. mikla áherslu á lágt verð, mikla breidd í Greinarhöfundur, Guðmundur Arnar Guðmundsson, er markaðsstjóri hjá Icelandair.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.