Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8
s p a r i s j ó ð i r n i r
Hann segir að lögum hafi verið breytt 2001 sem gerðu sparisjóðum
kleift að breyta sér í hlutafélög, kysu þeir að breyta rekstrarformi sínu.
Spron reið á vaðið með áform um hlutafélagsform, en áður en til þess
kom reyndi Búnaðarbankinn yfirtöku á sparisjóðnum. Sú yfirtaka
tókst ekki og þegar Spron stefndi á ný að breytingu í hlutafélag með
það að markmiði að sameinast síðan Kaupþingi, var þeim áformum
spillt með nýrri lagasetningu. Þessi lagasetning og þær breytingar sem
gerðar voru á lögum um starfsemi sparisjóða 2001 var ætlað að verja
stöðu sparisjóðanna. Í raun takmörkuðu þessar breytingar möguleika
sparisjóðanna á að þróast og nýta sér þau tækifæri sem fjármálamark-
aðurinn bauð upp á. Sparisjóðirnir einangruðust enn frekar og höfðu
mun minna svigrúm en aðrar fjármálastofnanir.
seðlabankinn firrir sig ábyrgð
Guðmundur bendir á að fleiri þættir hafi áhrif á starfsumhverfi spari-
sjóða en löggjöfin ein. Má í því sambandi nefna afstöðu Seðlabankans
og eftirlitsstofnana. Reglur, sem Seðlabankinn setji um samskipti sín
við fjármálastofnanir, takmarki möguleika þeirra til að koma til móts
við þarfir sparisjóðanna.
„Seðlabankinn gerir nú þá kröfu að fjármálafyrirtæki hafi lánshæf-
ismat alþjóðlegs matsfyrirtækis til að geta leitað beint til bankans með
verðbréfun á fasteignalánum sínum. Aðeins viðskiptabankarnir hafa
slíkt mat og með þessu hefur samkeppnisstaða sparisjóðanna gagn-
vart viðskiptabönkunum á sviði fasteignalána verið skert alvarlega,“
segir Guðmundur.
Hann segir ennfremur að í ljósi þeirrar kreppu sem ríkir á
alþjóðlegum lánamörkuðum sé þessi afstaða í raun ógnun við tilvist
sparisjóðanna og skýr skilaboð um að Seðlabanki Íslands telji sig hafa
litla ábyrgð gagnvart þeim. Hann segir að Spron sé eina fjármálafyr-
irtækið á Íslandi sem hafi fengið alþjóðlegt lánshæfismat á verðbréfun
fasteignalána og hafi því aðgang að endurfjármögnun fasteignalána
sinna á þeim grundvelli.
„Eftir stendur að það er ámælisvert að mínu mati að þegar að
þrengir í íslensku efnahagslífi og við siglum inn í lægð, þá skuli
Seðlabankinn firra sig ábyrgð gagnvart sparisjóðunum í stað þess að
standa þétt að baki þeim,“ segir Guðmundur.
Sveinbjörn Eyjólfsson,
í sveitarstjórn Borgarbyggðar:
Mikil reiði í Borgarbyggð
Sveinbjörn Eyjólfsson, sem situr í sveitarstjórn Borgarbyggðar, segir
mikla reiði í héraðinu yfir því hvernig komið sé fyrir Sparisjóði
Mýrasýslu og þeim fjármunum sem sveitarfélagið hafi tapað eftir
að sparisjóðurinn hafi verið bakhjarl í byggðinni í áratugi. „Það er
nauðsynlegt að mál Sparisjóðs Mýrasýslu verði til lykta leidd og að
menn verði upplýstir um hvað varð honum að falli.“
Sveinbjörn hefur óskað eftir því að ný stjórn sjóðsins svari spurn-
ingum er lúta að lánveitingu sjóðsins til lykilstjórnenda og stjórn-
armanna í Icebank, sem og hversu stór hluti lána hafi verið veittur
öðrum fjárfestum til hlutabréfakaupa.
Sparisjóður Mýrasýslu tapaði 4,6 milljörðum króna á fyrri helm-
ingi þessa árs og var það að mestu rakið til gengisfalls hlutabréfa.
Eigið fé sjóðsins hefur rýrnað um tæpa 5 milljarða á þessu ári og var
orðið um 1,5 milljarðar. Fjórir milljarðar töpuðust vegna lækkandi
Borgfirðingar eru ævareiðir. Frá fundi Borgfirðinga um Sparisjóð Mýrasýslu.