Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 10

Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 rItStJÓrNarGrEIN ENDURREISN ATVINNULÍFSINS: Forstjórar óttast mismunun Forstjórar óttast mismunun; að fyrirtæki sitji ekki við sama borð varðandi skuldameðferð. TÍMINN FRÁ FALLI bankanna hefur verið illa nýttur við að endurreisa atvinnulífið. Verkefnin hafa vissulega verið ærin en það hefur verið farið illa með tímann. Það er meira talað en framkvæmt. Þjóðin þarf að komast á skrið aftur; það er forgangsverkefnið. Það er mikilvægt að fara vel yfir hrun bankanna og læra af reynslunni. Eftir á eru allir sammála um að það voru mistök að leyfa bönkunum að verða svona stórum; tíu sinnum stærri en íslenska hagkerfið. Það átti að segja þeim að færa höfuðstöðvar sínar til Evrópu eftir að þeir stækkuðu svo skarpt og gera þeim ljóst að íslenska hagkerfið og Seðlabankinn gætu ekki varið þá ef í harð- bakkann slægi. Eftir á kemur líka í ljós að það er nánast útilokað fyrir Íslendinga að vera með EES- samninginn um frjálsa fjármagnsflutninga, sem bankaútþenslan byggðist á, nema með öðrum gjaldmiðli en krónunni. Þegar skrifað var undir EES-samninginn hefði öllum átt að vera ljóst að krónan dygði ekki sem gjaldmiðill fyrir þennan samning; svo mikill þrýstingur væri á að fjármagn leit- aði úr landi yfir í alvöru gjaldmiðla. Sumir halda því fram að einkavæðing bankanna sé ein og sér orsök hrunsins. Það er fullmikið sagt, en svo sem skiljanlegur málflutningur. Það þarf hins vegar að kunna að fara með frelsið. Það þrífst ekki án strangra umferðarreglna. HVAR ERUM VIÐ í endurreisnarstarfinu? Við erum skammt á veg komin. Við lokuðum augunum og settum kreppuna á bið í eitt ár. Fjárlagahallinn er óleystur, skuldir ríkissjóðs eru botnlausar og ekki bætir úr skák að Alþingi virðist hafa gefist upp í Icesave-mál- inu og kallar með því yfir þjóðina stórfellda skuldasúpu og skatta langt fram í tímann. Það er margt ógert. Engu að síður trúa margir því að við Íslendingar verðum komnir á beinu brautina eftir eitt til tvö ár. Það er ekki trúverðugt, en gott ef satt væri. Hvað þá þegar ekki hefur tekist að lækka raunvexti að neinu ráði í mestu kreppu lýðveldisins. Það eru skelfileg mistök. Seðlabanki Íslands hefur haldið atvinnulífinu í herkví undir pressu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það eru ströng gjald- eyrishöft og djúp kreppa en Seðlabankinn virðist ekki skilja að vaxtalækkun styrkir atvinnulífið og sterkara atvinnulíf styrkir gengi krónunnar. Krónan styrkist aldrei fyrr en trúin á atvinnulífið styrkist. Bankarnir eru sagðir yfirfullir af peningum en á meðan þeir eru svona dýrir, verðtrygging og háir raunvextir, hefur atvinnu- lífið ekki efni á þeim. Þjóðin kemst aldrei á skrið aftur með slíku vaxtaokri. Eigendur fjárins vilja enda eðlilega miklu frekar geyma féð á öruggum hávaxtareikningum í bönkunum en kaupa hlutabréf í ótryggu árferði. End- urreisnin verður hins vegar aldrei annað en orðin tóm ef atvinnulífið fær ekki aftur nýtt hlutafé; að fólk leggi fé í fyrirtæki aftur og einkaframtakið öðlist sjálfstraust. ÞAÐ VORU GÓÐ tíðindi að erlendir kröfuhafar hafi samþykkt að eignast Íslandsbanka og að líkur séu á að það sama gerist með Kaupþing. Íslenska ríkið mun hins vegar eiga Landsbankann, NBI, sem verður stærstur þessara þriggja banka. Það eykur á bjartsýn- ina ef stórir, þekktir erlendir bankar – sem eru á meðal kröfuhafa í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi – koma að eignarhaldinu. Þeir hafa væntanlega engan áhuga á að láta þessa banka drabbast niður og það eykur líkurnar á að þeir liðki til með lánalínur að utan í endurreisninni. Ég held að NBI, Landsbankinn, verði hins vegar seint einkavæddur aftur. Það sé reynslan af hruninu. BANKARNIR ERU Í leiðandi hlutverki við upp- byggingu atvinnulífsins. Það vekur ugg hjá mörgum. Forstjórar óttast mismunun; að fyrirtæki sitji ekki við sama borð varðandi skuldameðferð. Þetta er skiljanlegt. Það er óþægileg tilfinning fyrir þann sem hefur farið varlega og stendur í skilum að horfa upp á að t.d. við- skiptabanki hans eignist keppinautinn sem fór óvarlega í bólunni og að skuldir séu afskrifaðar og hann haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist. Þessi mismunun veldur sálrænum titringi og undiröldu. Hitt er ljóst að á endanum verður ekki komist hjá því að afskrifa skuldir fyrirtækja í vonlausri stöðu sem lenda í hendur bank- anna. Bankarnir geta aldrei losað sig við fyrirtæki nema afskrifa áður obbann af skuldunum. Það breytir því ekki að það er óþolandi þegar viðskiptabanki einhvers er orð- inn helsti keppinautur hans líka. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig bank- arnir standa að sölu þeirra fyrirtækja sem hafa hrannast upp hjá þeim. Ekki síst í ljósi þess að samkeppnislög setja þeim sem fyrir eru í greininni skorður í að kaupa af bönkunum. Færu fyrirtækin hins vegar á höfuðið án þess að bankarnir héldu þeim gangandi myndu við- skiptin færast sjálfkrafa til þeirra sem standa sig vel og stækka þeirra fyrirtæki. ÞJÓÐIN ÞARF AÐ komast á skrið aftur; það er forgangsverkefnið. Margt er ógert. Ótti forstjóra um mismunun vegna skuldameðferðar er hins vegar ekki ástæðulaus og verður mjög í umræðunni næstu misserin. Jón G. Hauksson HOTEL SAGA, REYKJAVÍK Þegar þú heldur fund eða ráðstefnu á Hótel Sögu getur þú auðveldlega spunnið þann söguþráð sem hentar gestunum þínum best. Auk fjölbreyttra fundarsala, með öllum nýjasta tækjabúnaði, býður hótelið upp á veitingastaði og bar, heilsumeðferð og fyrsta flokks gistingu ef menn koma langt að. Stemningin bæði á undan og eftir getur skipt máli fyrir árangurinn af fundinum. Það er auðvelt að halda þræðinum á Hótel Sögu. Hótel Saga býður upp á margar fléttur Radisson SAS Saga Hotel Sími: 525 9900 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is P IP A R     • S ÍA     •    9 1 7 3 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.