Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 19
Fyrst þetta...
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 19
Helgi Vilhjálmsson, sem yfirleitt
er kenndur við sælgætisgerðina
Góu, eigandi Kentucky Fried
Chicken á Íslandi, er kröftugur
maður og bjartsýnn. Hann er
núna í óðaönn að gera allt
klárt fyrir opnun nýs KFC veit-
ingastaðar við Þjóðhildarstíg
í Grafarholti. Þetta er við
hornið þar sem Nóatún og
Húsasmiðjan eru til húsa.
Helgi segir að þrátt fyrir
erfitt ástand í þjóðfélaginu
verði menn að vera jákvæðir og
láta hjólin snúast – ýta frá sér
eymdinni. „Fólk er allt of upp-
tekið af því sem illa fer og ekki
nógu vakandi fyrir því jákvæða
og stjórnmálamenn eru ekki
nógu opnir fyrir nýjum hug-
myndum. Ég er til dæmis sam-
færður um að byggingarbrans-
inn myndi vakna til lífsins ef
virðisaukaskattur yrði afnuminn
af öllu byggingarefni; það þarf
að hvetja menn til að ráðast í
nýjar framkvæmdir. Fyrst þarf
að setja gröfuna í gang, síðan
kveikja á rafmagninu og þá
er hægt að fara að innheimta
gjöld í ríkissjóð.
Helgi segir að nýi staðurinn
við Þjóðhildarstíg sé svip-
aður að stærð og hinir KFC
staðirnir sem fyrirtækið reki.
„Iðnaðarmennirnir eru að leggja
lokahönd á innréttingarnar og
ég vonast til að geta opnað
eftir nokkrar vikur. Ég er bjart-
sýnn í kreppunni.”
Helgi Vilhjálmsson í Góu opnar nýjan KFC stað í Grafarholti.
Ég er bjartsýnn
í kreppunni
Helgi í Góu er að opna nýjan Kentucky
Fried Chicken veitingastað í Grafarholti;
rétt við Nóatún og Húsasmiðjuna.
SET ehf. Röraverksmiðja • Eyravegur 41 • 800 Selfoss • Sími: 480 2700 • Fax: 482 2099 • Netfang: set@set.is • Vefsíða: http://www.set.is
Gæði til framtíðar
SET er framsækið og vaxandi iðnfyrirtæki með fjögurra áratuga reynslu af framleiðslu og þjónustu
við íslenska lagnamarkaðinn. SET framleiðir foreinangruð hitaveiturör og plastpípur fyrir
vatnsveitur, fráveitur, raforku og fjarskiptakerfi.
Fyrirtækið gegnir mikilvægu hlutverki við virkjun jarðhitaorku og nýtingu ferskvatns til neyslu og
útflutnings, ásamt verkefnum á sviði fráveitumála og fjarskiptavæðingar.
Gæðamál, þekking og fræðsla skipar veglegan sess í menningu fyrirtækisins sem og öflug
nýsköpun og framþróun í tækni. SET á samvinnu við tugi evrópskra fyrirtækja á sviði tækni,
hráefna, rannsókna og staðalmála.
Allar afurðir röraverksmiðju SET eru framleiddar samkvæmt evrópskum
framleiðslustöðlum og fyrirtækið hefur vottað gæðastjórnunarkerfi skv.
ISO-EN-IS 9001 staðli.