Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 25

Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 25
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 25 Á öllum að líða vel í vinnunni? Nei. Svarið er nei. Í engum ráðningarsamningi er sér- stök klásúla um að launþeganum eigi að líða sérlega vel í vinnunni og hafa það gott daglangt. Staðreyndin er líka sú að mörgum líður alls ekki vel á vinnustað og verða að þola þar leiðinlegt fjas og nöldur. Nú, og ef þetta er hinn blákaldi veru- leiki, af hverju þá ekki að sætta sig við hið óumflýjanlega og láta sér leiðast í vinnunni. Bara að láta sig hafa það! Hér á eftir fylgja tíu ráð, sem að mati norska blaðsins Aftenposten eru óbrigðul, ef markmiðið er vanlíðan í vinnunni og margir misheppnaðir vinnudagar. Reyndu þetta í eins og mánaðartíma og sjáðu hvort allt fer ekki að ganga á afturfótunum – það er ef þú heldur vinnunni svo lengi. 1. Aldrei að bjóðast til að vinna verk. Þetta er gott ráð fyrir þá sem vilja losna við áhyggjur af eigin starfsframa og bónusa og svoleiðis prjál, sem stjórarnir nota til að flækja þig endanlega í gildru vinnuseminnar. 2. Komdu seint – farðu snemma. Þessi regla hefur marga góða kosti. Þú sleppur við mörg fánýt verkefni og kemur úthvíld(ur) heim úr vinnunni. Það myndast smátt og smátt andúð á þér á vinnustað og þú sleppur örugglega við að hafa það gott þar. 3. Láttu starfsfélagana sigla sinn sjó. Mjög gott ráð ef þú vilt njóta tilverunnar einn og óáreittur í vinnunni. 4. Sparaðu eigin orku. Enginn býr yfir ótakmarkaðri starfsorku og sumir raunar mjög lítilli orku eða aðeins fyrir sig sjálfa(n). Sumir eru samt svo barna- legir að þeir sóa orkunni í vinnunni og koma þreyttir heim. Ekki gera það. 5. Ákafi er uppgerð. Sumt fólk hefur leiða þörf fyrir að sýna áhuga og vinnugleði. Þetta ættir þú að forð- ast. Þar með verður vinnudagurinn lengi að líða, öll verkefni virðast tilgangslaus og þér leiðist. 6. Ekki styðja yfirmennina. Allir vita að allir yfirmenn hugsa bara um sjálfa sig og allir verkstjórnendur eru eins og Lilli Klifurmús – langar upp í betur launuð störf með fleiri undirmenn að troða á. Ekki styðja við bakið á þessu fólki þótt það reyni í sífellu að snúa betri hliðinni að þér. 7. Þú kannt allt nógu vel nú þegar. Eftirmenntun og persónulegur þroski er í tísku núna. Þetta er lævíst bragð til að hafa meiri vinnu af fólki. Vertu á varðbergi og afþakkaðu öll tilboð um nám og kúrsa og svoleiðis. 8. Vertu til vandræða. Fyrri ráð hafa ekki krafist mikils frumkvæðis af þinni hálfu. Það er hægt að gera betur og valda virkum vandræðum á vinnustað. Þá bregst ekki að þér og öðrum fer að líða illa. 9. Rægðu starfsfélaga. Virk vanlíðan fæst með því til dæmis að rægja starfsfélagana. Ef til vill má gera þetta laumulega svo enginn viti. 10. Skemmdarverk. Ef ekkert þessara ráða dugar eru skemmdar- verkin ein eftir. Ef þú ert snjöll/snjall getur orðið svo stórt vandamál á vinnustað að vinnuveitandinn bjóði þér mörg árslaun fyrir að þú látir aldrei sjá þig oftar. Öfugur metnaður S T j ó R N u N A R M o L I TExTI: gísli kristjánsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.