Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
300 stærstu
1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis
verið eftir bankahrunið? Hafi komið til
niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyrir-
tæki þitt í hann og hver voru fyrstu
þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum?
Aðhald í rekstri og lækkun á þeim kostnaði
sem við höfum bein áhrif á. Fækkun starfs-
manna í einni deild sem varð verst úti í
hruninu.
2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyrir-
tæki kvarti almennt undan viðmóti
bankanna? Og yfir hverju er helst
kvartað?
Hræðslu yfir mismunun, þ.e. að ekki sitji
allir við sama borð varðandi skuldameðferð.
Ótti vegna skertar samkeppnisstöðu og
„einkavinavæðingu“ þeirra fyrirtækja sem
bankinn endar með að fara með eignarhald
á.
3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu
ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa
þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn?
Nei.
4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs
betri eða verri en þú áttir von á?
Heldur þú að árið 2010 verði betra eða
verra en 2009?
Fyrstu sex mánuðirnir 2009 voru betri en
við áttum von á, en við teljum að 2010 verði
verra.
5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð og
vantrausti á meðal erlendra viðskipta-
vina og birgja?
Nei, en það er ákveðinn ótti varðandi þróun
íslensks efnahagslífs.
6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í
íslensku viðskiptalífi?
Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst,
sem og upplýsingar úr rekstri?
Mér finnst eðlilegt að eignarhald sé þekkt
en ég tel að Hlutafélagaskrá sé nægjanleg
upplýsingaveita um gang reksturs.
7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn-
völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá
bankahruninu?
Að þingmenn og ríkisstjórn sýni í verki að
hagsmunir þjóðarinnar séu mikilvægari en
pólitískt argaþras og valdabarátta.
margrét guðmundsdóttir,
forstjóri icepharma
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.
það er hræðsla
við mismunun
„Ég heyri af
hræðslu manna um
mismunun bankanna,
sérstaklega að
ekki sitji allir við
sama borð varðandi
skuldameðferð.“