Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 46

Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 300 stærstu 1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið eftir bankahrunið? Hafi komið til niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyr- irtæki þitt í hann og hver voru fyrstu þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum? Bankahrunið á Íslandi hefur ekki haft bein áhrif á rekstur Össurar hf. þar sem nánast allar tekjur fyrirtækisins eru í útlöndum. Sú vinna sem hefur farið fram hjá Össuri í kjölfar bankahrunsins er að tryggja banka- þjónustu til langs tíma en sem betur fer er fyrirtækið ekki skuldsett og mikill tími til stefnu til að koma þessum málum í gott horf. 2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyr- irtæki kvarti almennt undan viðmóti bankanna? Og yfir hverju er helst kvartað? Kaupþing, sem er okkar banki, hefur sýnt okkur skilning og samstarfsvilja í hvívetna. Eina vandkvæðið er að við erum hlutfalls- lega stór viðskiptavinur bankans og það setur frekar þröngan ramma utan um fram- tíðar bankaviðskipti við þann banka. 3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn? Össur hf. gengur vel og ræður fyllilega við þá kólnun sem hefur verið í efnahagslífi heimsins. Gjaldeyrishöft og slæmt orðspor íslensks viðskiptalífs erlendis hafa vand- kvæði í för með sér en bæði Seðlabanki og stjórnvöld hafa komið vel til móts við okkur í sambandi við gjaldeyrishöftin sem eru eðli málsins samkvæmt mjög neikvæð fyrir alþjóðlegt fyrirtæki. 4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs betri eða verri en þú áttir von á? Heldur þú að árið 2010 verði betra eða verra en 2009? Efnahagskerfi heimsins er óðum að rétta úr kútnum þannig að 2010 verður að líkindum betra en 2009. 5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð og vantrausti á meðal erlendra viðskipta- vina og birgja? Össur hf. náði mjög fljótt fyrra trausti birgja og viðskiptavina eftir bankakreppuna. 6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í íslensku viðskiptalífi? Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst, sem og upp- lýsingar úr rekstri? Viðskiptalífið á Íslandi á mikið og erfitt verkefni fyrir höndum að endurheimta það traust sem í mörgum tilfellum hefur réttilega tapast. Algjört gagnsæi í sambandi við rekstur, efnahag og eignarhald félaga er ein af forsendum þess að traust vinnist að nýju. 7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn- völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá bankahruninu? Halda áfram á sömu braut í Evrópumálum og stefna til lengri tíma að upptöku evru. Hlusta ekki á þær einangrunarraddir sem heyrast æ oftar. Jón sigurðsson, forstjóri össurar Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. stefna verður að upptöku evru „Össur hf. náði mjög fljótt fyrra trausti birgja og viðskiptavina eftir bankakreppuna.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.