Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 50

Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 300 stærstu 1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið eftir bankahrunið? Hafi komið til niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyr- irtæki þitt í hann og hver voru fyrstu þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum? Actavis er í harðri samkeppni meðal stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Slíkur rekstur krefst þess, í dag sem endranær, að hagkvæmni í rekstri sé höfð að leiðarljósi. Því er ekki um sérstakan niðurskurð að ræða hjá Actavis vegna bankahrunsins. 2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyrirtæki kvarti almennt undan viðmóti bankanna? Og yfir hverju er helst kvartað? Ég heyri af því víða í viðskiptalífinu að ákvarðanataka gangi hægt og erindi liggi lengi inni í bönkunum. 3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn? Skattaumhverfi fyrirtækja hefur undanfarin ár verið tiltölulega hagstætt á Íslandi, sam- anborið við mörg nágrannalönd. Það skiptir miklu máli í þeirri uppbyggingu sem fram- undan er í íslensku samfélagi að skattaum- hverfið sé samkeppnishæft á alþjóðavett- vangi. 4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs betri eða verri en þú áttir von á? Heldur þú að árið 2010 verði betra eða verra en 2009? Fyrstu sex mánuðir ársins 2009 voru í takt við það sem við bjuggumst við. Ytri aðstæður voru og eru erfiðar, þótt þess sjáist kannski síður merki í samheitalyfjageiranum en víðast annars staðar. Mér sýnist að ytri aðstæður á erlendum mörkuðum fari skánandi. 5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð og vantrausti á meðal erlendra viðskiptavina og birgja? Ekki lengur, en starfsfólk Actavis eyddi gríðarlegum tíma síðastliðið haust og framan af vetri í að sannfæra erlenda viðskiptavini og birgja um að rekstur félagsins væri með eðlilegum hætti þrátt fyrir stöðu mála á Íslandi. 6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í íslensku viðskiptalífi? Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst, sem og upplýsingar úr rekstri? Þessari spurningu er að mínu mati ekki hægt að svara einfaldlega játandi eða neitandi. Meginreglan ætti að vera sú að eignarhald fyrirtækja sé ljóst. Hins vegar getur opið bókhald verið til trafala í harðri samkeppni, sbr. þegar Actavis var afskráð úr Kauphöll 2007. Það hjálpaði fyrirtækinu ekki að þurfa að upplýsa Kauphöllina, og þar með um leið samkeppnisaðilana, um hvert skref. Um upplýsingar úr rekstri eiga áfram að gilda skýrar reglur fyrir þau félög sem kjósa að vera skráð í Kauphöll. 7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn- völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá bankahruninu? Til skemmri tíma er mikilvægast að koma hjólum atvinnulífsins aftur í fullan gang. Bankarnir þurfa að geta starfað eðlilega, það þarf að lækka vexti og skapa rekstrarumhverfi hér á landi sem hvetur til erlendra fjárfestinga. Gjaldeyrishöft verða að hverfa og fyrirtækjum þarf að vera frjálst að gera upp í þeim gjaldmiðli sem þau kjósa. „Það skiptir miklu máli að skattaumhverfið sé samkeppnishæft á alþjóðavettvangi.“ sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis. Stundum er talað um að ein fjöður verði að fimm hænum. Í tilfelli Start09 má segja að ein ágæt hugdetta hafi orðið að meira en 200 snjöllum viðskiptahugmyndum. Verðlaunatillögurnar um nýja tegund rafmagns- öryggja, Norðurljósasetur á Reykjanesi og lífrænt bætiefni fyrir dísilolíu úr úrkasti fiskiski- paflotans voru bara toppurinn á ísjakanum í þessari skemmtilegu hugmyndasamkeppni. Hvernig ein hugdetta varð að meira en 200 frábærum hugmyndum Hugmyndirnar þróast nú hver á sínum forsendum, m.a. í samvinnu við N1, og lofa góðu fyrir verð- mætasköpun framtíðarinnar. Start09 er aðeins eitt þeirra átaksverkefna sem N1 hefur ráðist í á árinu og að sjálfsögðu er vegferðinni ekki lokið. Verkefnin eru mörg og tækifærin svo sannarlega fyrir hendi þegar bjartsýnin, frumkvæðið og sköpunargleðin ráða ferðinni. Framtíðin er góð hugmyndBúa til umhverfi fyrir erlenda fjárfesta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.