Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 54
KYNNING54 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
Óháður banki
með mikla sérstöðu
MP Banki varð 10 ára í maí og opnaði fyrsta útibúið við það tækifæri að Borgartúni 26. MP Banki býður alhliða þjónustu
og ráðgjöf varðandi daglega bankaþjónustu, greiðslukort,
sparnað og ávöxtun eigna ásamt heildarlausnum í eign-
astýringu og fjármögnun. Þess má geta að bankinn skilaði
hagnaði á síðastliðnu ári og hefur hvorki óskað eftir né
þegið ríkisstyrki.
Lárus Sigurðsson, útibússtjóri, og Ragnhildur Ósk
Magnúsdóttir, umsjónarmaður erlendra ábyrgða og inn-
heimtu, segja helstu sérstöðu MP Banka vera þá að bank-
inn er algjörlega óháður á markaði:
„Við verðum vör við að margir forsvarsmenn fyrirtækja
vilja koma með allt sitt til okkar þar sem þeir telja að
hlutleysi og gagnsæi í ákvörðunartöku sé tryggt hjá okkur
og að trúnaður ríki milli manna. Við erum einkabanki á
markaði þar sem nær allir samkeppnisaðilar eru núorðið
á vegum ríkisins. Sennilega er þó mesta sérstaðan viðhorf
okkar til góðrar þjónustu sem við tryggjum með stuttum
boðleiðum.“
Veitið þið alla almenna bankaþjónustu?
„Já, hjá MP Banka er hægt að fá alla bankaþjónustu
fyrir fyrirtæki eins og menn þekkja úr öðrum bönkum.
Við sömdum strax um aðgang að kerfum hjá Teris
sem sjá um kerfismál sparisjóðanna. Þetta gerir það að
verkum að öll þjónusta, s.s. netbanki, innheimtuþjón-
Lárus Sigurðsson, útibússtjóri MP Banka í Borgartúni.