Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
Í októberbyrjun efndi Stjórnvísi til Hvatningarráðstefnu þar sem mark-miðið var að hvetja stjórnendur til djörfungar og bjartsýni, enda hefur
mikið mætt á þeim síðastliðið ár frá því
bankahrunið reið hér yfir. Ráðstefnustjóri
var Þóra Arnórsdóttir fréttamaður.
Á ráðstefnunni fluttu erindi Ragnhildur
Geirsdóttir, forstjóri Promens, og talaði um
Áskoranir Promens. Hermann Guðmunds-
son, forstjóri N1, fjallaði um N1 aðferðina.
Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gáma-
félagsins, nefndi sitt framlag Græna framtíð.
Margrét G. Flóvenz, endurskoðandi og eig-
andi KPMG, lýsti hlutverki endurskoðand-
ans en Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar
verslunar, velti fyrir sér hver stjórnaði fyr-
irtækjum í kreppu. Loks sagði Liv Bergþórs-
dóttir, framkvæmdastjóri Nova, frá Nova,
stærsta skemmtistað í heimi, og erfiðleikum
og tækifærum í breyttu umhverfi.
Markmið Stjórnvísi er að stuðla að fram-
sækinni stjórnun í íslenskum fyrirtækjum
og stofnunum og til að ná markmiði sínu
hefur félagið skapað vettvang metnaðarfullra
stjórnenda og fagstarfsmanna sem vilja miðla
og meðtaka verðmæta þekkingu og reynslu
á sviði stjórnunar og forystu og nýta í dag-
legum verkefnum. Fyrirtækin í Stjórnvísi
koma úr öllum greinum atvinnulífsins og
kjarnastarf Stjórnvísi fer fram í 16 faghópum
á jafnmörgum sviðum stjórnunar.
Martha Árnadóttir stjórnmálafræðingur er
framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Stjórnendur bregðast við ástandinu í þjóðfélaginu hver með sínu móti. Sumir hvetja
sitt fólk til að hugsa með hjartanu en ekki höfðinu. Aðrir leggja áherslu á að það
skipti mestu að reyna að seiglast í gegnum erfiðleikana. Menn velta fyrir sér hvort
það sé kvíðinn sem ráði för og hvort menn mæti kvíðnir í vinnuna með hnút í maga.
Þeir halda líka að það versta sé ókomið en svo eru aðrir sem hlakka til ársins 2010.
óLÍKAR NÁLGANIR
STjóRNENdA
Í KREppuNNI
Þóra Arnórsdóttir fréttamaður var ráðstefnustjóri.
TExTI: Fríða björnsdóttir ● MYNDIR: geir ólaFsson
HVATNINGARRÁÐSTEFNA stjórnvísi: