Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 126

Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 126
126 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 Strax í september 2008 vorum við orðnir sannfærðir um að bankarnir væru að hrynja,“ sagði Hermann Guðmunds- son, forstjóri N1 á Hvatningarráðstefnu Stjórnvísi og lýsti því hvernig fyrirtækið brást við aðstæðunum sem sköpuðust hér í fyrrahaust. „Við seldum allar eignir okkar í bankasjóðum, hertum útlánareglur til við- skiptavina og byrjuðum að safna reiðufé og gjaldeyri. Við fórum til Noregs til að kaupa olíu með ábyrgð Seðlabanka Íslands en án árangurs. Bankinn var ekki talinn hafa láns- hæfi í Noregi.“ N1 brást við því ókomna strax í sept- ember. Hermann bætti við að ekki hefði verið annað að gera í stöðunni en staðgreiða olíu og hefði það verið gert síðan. En það þurfti meira til. Í framhaldi af því að bank- arnir hrundu settust sjö framkvæmdastjórar N1 niður og sátu nánast samfleytt í hálfan mánuð og kortlögðu stöðuna, mátu hvar þyrfti að bera niður og hvar skyldi skera niður og herða róðurinn. „Niðurstaðan varð heildstætt plagg sem við höfum haldið okkur við síðan.“ Skorið niður og skila hagnaði Byrjað var á að skera burtu 77 störf, fyrst og fremst þar sem þjónustustigið myndi ekki skerðast en umfangið minnka. Öllum erlendum birgjum var tilkynnt að N1 myndi enga reikninga greiða í 4-6 vikur vegna erfiðleikanna sem skapast höfðu við að koma peningum til og frá landinu. Að sögn Hermanns var góður skilningur á þessum aðgerðum en um 20. nóvember var aftur byrjað að borga og N1 var skuldlaust um áramótin. Erlendu birgjarnir eru 400 talsins og aðeins fimm þeirra hafa ekki horfið aftur til eðlilegra lánsviðskipta. Þrátt fyrir það sem á hefur gengið er afkoma N1 mjög góð og gert er ráð fyrir að fyrirtækið skili 1000 milljónum í hagnað í árslok. Oft gleymist að ekki er nema 15% af tekjum fyrirtækisins sem kemur af sölu eldsneytis til almennings sem er þó 90% af ímyndinni. „Við seljum 140.000 vörunúmer á 60 útsölustöðum og erum með yfir þrjá milljarða króna í þurrvörulager vítt og breitt um landið. Þetta gríðarlega vöruúrval og það hvaðan tekjur okkar koma er lykillinn að velgengni N1.“ Breytt áætlanagerð Hermann sagðist vera óhefðbundinn stjórn- andi og sér hefði tekist lengst af að forðast skólagöngu. Hann hafi þó látið sig hafa það að fara eitt ár í háskóla í Barcelona, árið 2004, og haft af því mikið gagn. Eitt af því sem hann hafi haft litla trú á hafi verið ofurtrúin á áætlanagerð vegna þess að eng- inn viti hvað gerist á morgun. Enginn hafi verið með bankahrunið á Íslandi inni í sinni áætlanagerð fyrir árið 2008. „Ég náði loksins mínu fram. Áætlanagerðin var búin að vera í mjög föstum skorðum hjá ESSO í mjög langan tíma. Um 150-160 manns höfðu venjulega komið að henni en þegar liðnir voru þrír mánuðir af árinu skildi enginn í því að það voru komnar ægilegar skekkjur í áætlunina.“ Framkvæmdastjórarnir tóku þá stefnu í stjórnarherberginu í fyrrahaust að semja nýja áætlun og Hermann fullyrti að hún væri sennilega nákvæmasta áætlunin sem gerð hefði verið í langan, langan tíma. Ástæðan fyrir því að ekki hefði gengið verr hjá N1 og mörgum öðrum fyrirtækjum á Íslandi væri að ríkið hóf ekki niðurskurð á útgjöldum árið 2009 og að lánabreytingar fyrir almenn- ing hefðu skipt sköpum. Neysla fólks hefði haldist og kaupmáttur fólks líka og það fékk frið fyrir rukkurum. „En ég er ekki jafnviss um að 2010 verði með sama hætti,“ sagði Hermann. Það skipti líka sköpum í þessari atvinnugrein að ferðamennskan gekk frábær- lega vel og Íslendingar ferðuðust sem aldrei fyrr, auk þess sem talsvert fleiri útlendingar voru á þjóðvegum landsins en áður. Salan á útsölustöðum N1 meðfram hringveginum og á ferðamannastöðum gekk framar vonum og jafnvel seldist bensín á stöðum þar sem tæpast hafði selst bensíndropi áður. ýmsar breytingar og starfsfólki sinnt vel Ýmsu var breytt í rekstrinum hjá N1. Ráðnir voru allmargir hörkusölumenn í ákveðin verkefni og Hermann sagði að það hefði skilað feikilegri söluaukningu í ýmsum vöruflokkum. „Venjulega vorum við líka að skoða mán- aðaruppgjör en nú skoðum við sjö daga Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Verðum að hugsa með hjartanu n1 mikil samsteypa N1 er að grunninum til gamla ESSO, í bland við Bílanaustsamstæðuna sem sameinaðist félaginu 2006 en þá voru sameinuð tólf fyrirtæki. N1 veltir 40 milljörðum króna og er með 1000 starfsmenn vítt og breitt um landið. HVATNINGARRÁÐSTEFNA stjórnvísi: Hermann Guðmundsson, forstjóri N1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.