Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 128

Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 og byggja upp. Í fyrrahaust fannst mér ég vera að stjórna ágætu fyrirtæki sem var að berjast í mörgum nýjungum.“ Nýlega hafði verið kynnt nýtt sorphirðukerfi til heimila og búið að breyta nokkrum bensínbílum í metanbíla. Menn hugsuðu sem svo að ekki gæti ruslið farið og ekki minnkað. Það væri eilíft. „En hlutirnir gerast hratt og allt í einu hrundu bankarnir.“ Samdráttur mikill Íslenska gámafélagið var með erlenda starfsemi, dýpkunarskip í Danmörku, og lagðist hún niður á tveimur mánuðum. Þá varð 70% minnkun í þjónustu við bygging- ariðnaðinn, 40% minnkun í smávöruverslun og 60% minnkun í hafnargerð sem stefnir í að hverfi. Það kom sér vel að fyrirtækið var með þjónustu við mörg sveitarfélög en mörg hótuðu riftun á samningum ef samn- ingsupphæðir yrðu ekki lækkaðar. Þetta var veruleikinn sem blasti við. Það varð fyr- irtækinu kannski til happs að stjórnendur höfðu tekið þá meðvituðu ákvörðun að snúa viðskiptunum meira að sveitarfélögum og opinberum fyrirtækjum sem gerði það að verkum að ÍG var nokkuð öruggt. Hugsað um fólkið Eftir bankahrunið gerðu menn sér grein fyrir því að þeir máttu ekki festast í peninga- hugsuninni einni heldur yrðu þeir að snúa sér að því að peppa fólkið upp, enda leið því almennt illa. Fara þurfti í sparnaðar- aðgerðir og ákveðið var að segja strax upp þeim sem þurftu að fara til að klára ferlið svo hægt væri að byggja upp það fólk sem eftir væri. Jón Þórir sagði að öllu máli skipti að fólkið gæti unnið vinnuna sína. Farið var í að finna hlutverk fyrir fólk og það upplýst um stöðu mála svo það gerði sér grein fyrir því að vandamál eigenda eru ekki endilega vandamál fyrirtækisins. Það stóð mjög styrkum fótum og ekki fara alltaf saman hagsmunir eigenda og fyrirtækis, að sögn Jóns Þóris. „Það er erfitt að vera eigandi og við ákváðum að taka allar ákvarðanir út frá hagsmunum fyrirtækisins en láta okkar hagsmuni bíða og vona að það gerði að verkum að við værum að byggja upp betra fyrirtæki.“ Yfirvinna var skorin niður en jafnfram ákveðið að lækka ekki laun.Viðbrögð fólks- ins voru ótrúlega góð þegar það fékk að vita þetta, en á móti kom að það var spurt hvort ekki gæti komið á móti aukin framlegð inn í fyrirtækið. Niðurstaðan er sú að starfs- menn sýndu og sönnuðu að þeir kunnu að meta þessa ákvörðun að mati Jóns Þóris og hlutfall launa hefur aldrei verið lægra í veltu fyrirtækisins. Starfsmenn komu sjálfir með hugmyndir að breytingum, sumt gekk upp en annað ekki. Vaktakerfið var skorið upp. Salan var endurskipulögð og í stað þess að leita nýrra viðskiptavina fóru sölumenn í að hlúa að þeim sem fyrir voru, til dæmis að sýna hvernig hagræða mætti í rekstri. Jafnfram kynntu sölumenn viðskiptavinum þjónustuna sem Gámafélagið gæti veitt þeim og með því náðist lengri þjónustu- samningur og reikningarnir hækkuðu. Margvísleg hagræðing Jákvæð breyting varð þegar hætt var að nota innheimtufyrirtæki úti í bæ og lögfræð- ingur ráðinn inn í fyrirtækið sem skyldi vinna með viðskiptavinunum beint og taka strax á þeim vanda sem kynni að skapast. „Þetta hefur gefið alveg ótrúlega góða raun. Í dag er miklu minna útistandandi hjá félaginu en fyrir ári,“ sagði Jón Þórir. Til viðbótar við þetta var farið í hefðbundnar sparnaðar- aðgerðir: endurskipulagningu innkaupa, betri nýtingu hluta og reynt var að flytja aðkeypta þjónustu inn í fyrirtækið sjálft. Upplýsingaflæðið til starfsmanna var stór- aukið og þeim leyft að fylgjast með og þeir látnir vita að fyrirtækið væri á réttri leið. Íslenska gámafélagið hafði verið end- urvinnslufyrirtæki en endurvinnsluhugs- unin var ekki beinlínis 2007-hugsun en nú náði hún til miklu fleiri aðila en áður. Endurvinnsla, endurnýting, sjálfbærni og græn orka átti allt í einu upp á pallborðið og komst í tísku. „Fyrirtækið breyttist úr rusla- fyrirtæki í flott fyrirtæki! Við höfðum gífurlegt forskot á önnur fyr- irtæki af því að við höfum alltaf vitað hvert við ætluðum og byrjuðum löngu áður en kreppan kom og í ljós kom að kreppan var okkar tími.“ Jón Þórir sagði að tækifærin væru gífurleg og verðmætin sem liggja í end- urvinnslu væru mikil. Markmiðið væri að innan tveggja ára verði flest ökutæki ÍG drifin með metangasi og allir Íslendingar farnir að flokka ruslið í þrjár heimilistunnur. Endurvinnslan getur þýtt evrur í kassann ef endurvinnanlegt sorp er flutt úr landi. Þriggja tunnu kerfið er nú þegar komið í 10 til 12 sveitarfélög og menn eru að venj- ast hugsuninni að flokka. Þá er að hefjast framleiðsla hér úr endurvinnanlegum efnum og hugmyndir eru uppi um að framleiða líkkistur úr endurunnum pappa. Íslenska gámafélagið fékk í ár kuð- unginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðu- neytisins. Það hefur auk þess tekið upp umhverfisstefnu sem fylgt veður fast eftir og er í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Keilir og verður sú samvinna efld. Jón Þórir sagði að lokum: „Við hlökkum til ársins 2010.“ Endurvinnsluþorp Árið 2007 var ákveðið að koma upp endurvinnsluþorpi á svæði Íslenska gámafélagsins í Gufunesi þar sem áður var Áburðarverksmiðja ríkisins. Enn er þetta afskaplega óaðlaðandi staður, líkastur austur-þýsku eða rússneskt iðnaðarhverfi að því er Jón Þórir forstjóri segir. Þarna eru ristastór, ljót hús en þessu á að breyta í aðlaðandi endurvinnsluþorp og þangað getur fólk komið og fengið hugmyndir og ráðgjöf. Í þessari miðstöð endurvinnslu á Íslandi mun rísa fræðslusetur auk annars. Áætlað var að ljúka verkefninu árið 2018 en ætlunin er setja markið fyrr til að rífa upp byggingariðnaðinn. HVATNINGARRÁÐSTEFNA stjórnvísi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.