Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 133

Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 133
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 133 N æ R M Y N d A F K R I S T Í N u I N G ó L F S d ó T T u R Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, er fædd í Reykjavík 14. febrúar 1954. Hún er dóttir hjónanna Sól-veigar Pálmadóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra á geðdeild Landspítalans, og Ingólfs P. Steinssonar prentara. Kristín á tvö systkin, bróður sem heitir Pálmi og býr í Bandaríkjunum og syst- urina Þórunni, framkvæmdastjóra hjá Íslandsfundum ehf. „Til sjö ára aldurs ólst ég upp á Ægissíðunni en þá fluttist fjöl- skyldan til Bandaríkjanna og við bjuggum þar í sjö ár eða þar til ég var fjórtán ára. Það er eftirminnilegt að hafa alist upp við Ægissíðuna og ég átti góða æskuvini sem ég lék mér við í fjörunni, skreiðarhjöll- unum og í bátunum sem voru þar. Faðir minn og móðir höfðu bæði farið, hvort í sínu lagi, til Bandaríkjanna til náms sem ungt fólk og langaði að fara aftur og búa þar um tíma. Árið 1961 fluttum við til South Carolina. Þetta var á tíma aðskilnaðar svartra og hvítra þegar skilti voru á rútum og strætisvögnum sem sögðu að svartir ættu að sitja aftast og á veitingahúsum sem sögðu „whites only“ og þar fram eftir götunum. Á þessum tíma umgekkst maður ekki svart fólk því það var ekki í sama skóla og bjó ekki í sama hverfi. Eftir að hafa verið í suðurríkjunum fluttum við til Virginiu-fylkis, rétt fyrir utan Wash- ington DC.“ Sjö ár í skóla í Bandaríkjunum „Ég byrjaði mína skólagöngu í Bandaríkjunum og var sjö ár í skóla þar og þótti það mjög gaman. Eftir á að hyggja var kennslufyr- irkomulagið þar ólíkt því íslenska, á þeim tíma, meiri áhersla var lögð á skilning en utanbókarlærdóm og manni var beinlínis kennt að læra. Í Bandaríkjunum var minna um mötun en hér heima og meiri áhersla lögð á sjálfstæð verkefni, að tengja saman ólíkar greinar og tengja námið umhverfinu. Ég fann sterklega fyrir þessu eftir að ég kom heim og hóf nám í öðrum bekk í Hagaskóla. Í fyrstu þótti mér erfitt að flytja heim og skilja við alla vinina í Bandaríkjunum. Auk þess hafði ég aldrei verið í íslenskum skóla og þrátt fyrir að ég talaði íslensku var mér ekki tamt að lesa eða skrifa á íslensku. Flutningurinn heim var því mikil viðbrigði og ekki átaka- laus til að byrja með. Hins vegar var mér tekið vel í skólanum og ég eignaðist fljótt mjög góða vini,“ segir Kristín. Eftir að Kristín lauk landsprófi lá leið hennar í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hún lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut árið 1974. Á menntaskólaárunum vann hún ýmis sumarstörf, til dæmis hjá Íslenskum heimilisiðnaði, í gestamóttökunni á Hótel Loftleiðum, í Háaleitisapóteki, hjá Ferðaskrifstofu Íslands og sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. doktorsnám í London „Eftir stúdentspróf fór ég eitt ár í háskóla til Frakklands að læra frönsku og efnafræði. Ég var mjög hrifin af frönsku og frönskum bókmenntum í menntaskóla og það togaðist á í mér hvort ég vildi læra hana eða lyfjafræði en ég hafði unnið eitt sumar í apóteki og áhuginn á lyfjafræði vaknaði þar. Ég tók mér því eitt ár til að átta mig og lyfjafræðin varð ofan á og eftir að heim kom skráði ég mig í Dr. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, er í nærmynd að þessu sinni. „Mamma er vinnuþjarkur,“ segir dóttir hennar og undir það geta víst flestir tekið. Hún er líka sögð mjög nákvæm kona og er sennilega ein af fáum sem les leiðar- vísa fyrir rafmagnstæki spjaldanna á milli. TExTI: vilmundur hansen ● MYNDIR: geir ólaFsson „MAMMA ER VINNuÞjARKuR“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.