Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 141
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 141
bílar
Frá ÍraN tIL ÍSLaNdS
Stærsti bifreiðaframleiðandi Miðausturlanda, Iran Khodro,
kynnti nýjan bíl á dögunum, Runna, smábíl í stærri kantinum.
Bíllinn kemur í upphafi með einni vél, 1,6 lítra, 110 hestafla
bensínvél. Á næsta ári er síðan væntanlegur 1,7 lítra dísil,
sem kemur úr smiðju Peugeot. Bensínvélin, eins og allt annað
í bílnum, er heimagert í Teheran. Bíllinn er framleiddur til að
standast árekstrapróf og mengunarstaðla Evrópusambandsins.
Enda er fjórðungur af árlegri framleiðslu Runna, sem er áætluð
um 150.000 bílar, til útflutnings. Þá er bara að lýsa eftir fram-
takssömum kaupahéðni til að opna umboð fyrir hinn íranska
Runna.
FEr aLLt
Land Rover kynnir um þessar mundir fjórðu kyn-
slóðina af Discovery-jeppanum. Helstu nýjungarnar
eru ný 2,7 lítra TDV6 vél, sem er 30% kraftmeiri,
með 241 hestafl. Hún mengar minna og eyðir
10% minna eldsneyti. Torkið eykst um heil 36%.
Ný fjöðrun á að bæta aksturseiginleikana, bæði á
hraðbrautum og utan vega, heilmikið. Maður spyr
sig hvernig því fyrirrennarinn var einn allra besti
akstursbíll í sínum flokki. Innréttingin hefur tekið
stökkbreytingu, er kominn í klassa með stóra
bróður, Range Rover. Samt sem áður hafa hönn-
uðirnir ekki gleymt aðalatriðinu, þetta er alvöru
jeppi – sem fer allt.
Brrrrrrrr
Volkswagen R20 er nýjasta viðbótin í VW-flotann.
Hann tekur við af R32 bílnum sem ofur GTI-inn. Í stað
3,2 lítra sexu, er R20 bíllinn neð sömu tveggja lítra
vélina og GTI-bíllinn, en hestunum er fjölgað í tæplega
270. Til að koma öllu þessu afli til skila er R20 bíl-
linn, eins og forveri hans, fjórhjóladrifinn. Bíllinn er
rétt um 6 sekúndur í hundraðið. R20 bíllinn verður
framleiddur, bæði fjögurra og tveggja dyra, og fæst
beinskiptur, og með hina frábæru tveggja kúplinga
DSG-sjálfskiptingu. Helst má þekkja R20 bílinn frá
GTI-bílnum á nýju opnara grilli, og síðan tveimur
öflugum púströrum, sem eru miðjusett. Spennandi
farkostur, svo sannarlega.