Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Síða 19

Læknablaðið - 01.03.2014, Síða 19
LÆKNAblaðið 2014/100 147 Inngangur Legástungur hafa verið notaðar til að greina litninga- gerð fósturvefja í um 50 ár. Þær voru lengst af og fyrst og fremst framkvæmdar hjá konum eldri en 35 ára þar sem líkur á litningafráviki aukast með aldri, ef saga var um fósturlát eða fæðingu þar sem litningafrávik greind- ist eða ef fjölskyldusaga var um slíkt. Legvatnsástungur og síðar fylgjusýnitökur (samheiti: legástungur), hafa verið framkvæmdar á Íslandi í nær 40 ár. Þegar legvatns- ástungur hófust hér á landi fæddu um 5% íslenskra kvenna barn við eða yfir 35 ára aldri, en nú eru nær 17% þeirra sem eignast barn yfir þessum aldursmörkum. Konum sem óskuðu eftir legvatnsástungu fjölgaði hratt og þær voru orðnar rúmlega 500 árið 1996.1 Miðað við 1% líkur á fósturláti eftir legvatnsástungu,2 mátti rekja um 4-5 síðkomin fósturlát á ári einvörðungu til legvatns- ástungu.3 Snemma á tíunda áratugnum birtust rannsóknir þar sem lýst var hugsanlegri tengingu milli óeðlilega víðs ómsnauðs svæðis aftan á hnakka og hálsi fósturs á fyrsta þriðjungi meðgöngu (kallað „aukin hnakkaþykkt“) og litningafrávika.4-6 Með því að skeyta saman í reikniforriti hnakkaþykktarmælingu fósturs, aldri móður og upplýs- ingum um nokkra aðra áhættuþætti, má fá áhættumat fyrir þrjú algengustu litningafrávikin, þrístæður 13, 18 og 21. Matið batnaði við að bæta við niðurstöðum varð- andi þéttni 2-3 lífefnavísa sem myndast í fylgju og mæl- ast í móðursermi. Þessi skimun við lok fyrsta þriðjungs meðgöngu kallast á íslensku samþætt líkindamat (first trimester screening).7 Frá árinu 1998 var farið að bjóða þessar mælingar og mat á áhættu á litningagöllum fósturs á Landspítala og inngangur: Legvatnsástungur og fylgjusýnitökur (samheiti: legástungur) eru aðferðir til að skoða litningagerð fósturs. Þunguðum konum 35 ára og eldri hefur í yfir 35 ár boðist að fá gerða legástungu. Aldur móður var aðal- ástæðan fram til ársins 1998 þegar ný fósturskimun, samþætt líkindamat, var innleidd mun fyrr í meðgöngu. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða afdrif þungana í kjölfar legástungu í einbura- og tvíburaþungunum, einkum með tilliti til fósturláts, breytingar á aldurssamsetningu, ástæður fyrir legástungunni og niðurstöður litningarannsóknar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til íslenskra kvenna sem komu í legástungu (n=2323) á fósturgreiningardeild kvenna- deildar Landspítala á árunum 1998-2007. Skrár um fósturgreiningarað- gerðir og mæðra- og sjúkraskrár voru notaðar til að safna gögnum um ástæðu fyrir legástungu, aldur móður, hvort legvatnsástunga eða fylgju- sýni var valin, afdrif meðgöngu og litningagerð fósturs. niðurstöður: Legástungum fækkaði umtalsvert, úr tæplega 500 í rúmlega 100 í lok rannsóknartímabilsins. Fylgjusýnitökum fjölgaði hlutfallslega. Fósturlát tengd legástungu voru 22/2323(0,9%). Ekki var marktækur munur eftir því hvort gerð var legvatnsástunga (0,8%) eða fylgjusýnitaka (1,3%). Munurinn minnkaði í 0,7% og 0,8% fyrir hvora greiningaraðferðina á seinni helmingi rannsóknartímabilsins. Aldurssamsetning varð dreifðari og aldursástæðum fækkaði úr 81,2% niður í 30,8%. Ályktun: Tíðnitölur um fósturlát við legástungur hér á landi reyndust sam- bærilegar því sem er erlendis og fylgikvillar fátíðir. Með algengari fylgju- sýnitökum færðist fósturgreining á fyrri stig meðgöngu. Ný skimun hefur breytt aldurssamsetningu og hún býðst nú öllum konum. Gögnin gefa færi á að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til verðandi foreldra í tengslum við legástungur. ÁGRIp síðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Í upphafi var aðeins konum sem komu í viðtal vegna legvatnsástungu boðin hnakkaþykktarmæling en kostir nýrrar aðferðar komu fljótt í ljós og 2006 var ákveðið að öllum þunguðum konum stæði samþætt líkindamat til boða við 11-14 vikna meðgöngulengd óháð aldri. Ef skimunin bendir til aukinnar áhættu á litningafráviki er konum boðin greining með annaðhvort fylgjusýnitöku, sem hægt er að framkvæma frá ll vikna meðgöngu, eða legvatns- ástungu við 16-17 vikna meðgöngu, aðgerðum sem eru ekki með öllu án áhættu á fósturláti. Við fylgjusýnitöku eru teknar frumur úr fylgju og tekur tvo sólarhringa að fá bráðabirgðaniðurstöðu (lokaniðurstaða eftir 10-12 daga). Í legvatnsástungu eru teknir 10 ml af legvatni og fæst niðurstaða eftir tvær vikur. Aðkallandi var að skoða hver áhætta við þessar aðgerðir væri hér á landi í samanburði við alþjóðlegar tölur og meta hvaða breyt- ingar urðu samfara innleiðingu á samþættu líkinda- mati, meðal annars til að unnt væri að veita verðandi foreldrum sem íhuga legvatnsástungu eða fylgjusýni- töku haldgóðar upplýsingar til ákvarðanatöku, bæði um skimunina og greiningarrannsóknirnar. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og byggð á upplýsingum úr sjúkraskrám allra kvenna sem komu í legástungu á Landspítala á 10 ára tímabili frá 1. janúar 1998 til 31. des- ember 2007. Við gagnasöfnun var notuð skráning fóstur- greiningadeildarinnar um þessar konur. Allar sjúkra- skýrslur/mæðraskrár þessara kvenna voru skoðaðar, Greinin barst 23. ágúst 2013, samþykkt til birtingar 7. febrúar 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Fósturlát í kjölfar legvatnsástungu og fylgjusýnitöku á Íslandi Kristín Rut Haraldsdóttir1,2 ljósmóðir, Helga Gottfreðsdóttir1,2 ljósmóðir, Reynir Tómas Geirsson2,3læknir 1Hjúkrunarfræðideild, ljósmóðurfræði, Háskóla Íslands, 2kvennadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnir: Kristín Rut Haraldsdóttir krruthar@landspitali.is R A N N S Ó K N Ég hef ekki verið á pillunni í og samt verið yfir 99% örugg um að verða ekki þunguð 2 ár, 3 mánuði og 4 daga 13,5 MG LEVONORGESTREL Ný getnaðarvörn Jaydess® er smálykkja sem veitir örugga vörn gegn þungun í allt að 3 ár Lítil og auðveld í uppsetningu1 Lítið magn hormóna og verkun að mestu staðbundin Rannsökuð hjá konum sem hafa fætt barn sem og þeim sem ekki hafa fætt barn -Jaydess® er ekki fyrsta val fyrir konur sem ekki hafa fætt barn, vegna takmarkaðrar klínískrar reynslu 1. Gemzell-Danielsson K, et al. Fertil steril 2012; (97): 616-622. e3. Upplýsa ber notendur um hættu á utanlegsfóstri og einkenni þess L. IS .12 .2 0 13 .0 0 4 6

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.