Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 50

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 50
178 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Um miðjan maí 2013 greindi bandaríska leikkonan Angelina Jolie frá því að hún hefði látið fjarlægja á sér brjóstin til að draga úr hættunni á því að hún fengi brjóstakrabbamein1 en hún ber sjúkdóms- valdandi stökkbreytingu í BRCA1 geni (BRCA stendur fyrir BReast CAncer). Í kjölfarið varð nokkur umræða hér- lendis og fram kom að fyrirspurnum hjá erfðaráðgjöf Landspítala hafði stórfjölgað frá því að fjölmiðlaumfjöllun hófst.3 Í um- fjöllun sagði3 að Íslensk erfðagreining búi yfir dulkóðuðum gögnum um 2400 Íslend- inga sem hafi sjúkdómsvaldandi stökk- breytingu í BRCA2-erfðavísinum. Þar af séu um 1200 konur sem hafi yfir 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein. Haft er eftir Kára Stefánssyni að hann telji það vera skýlausa skyldu að hafa samband við þetta fólk. Hann bendir á5 að það gæti orðið til þess að bjarga konum úr lífshættu, svo sem með því að þær gengjust undir sams konar aðgerð og Angelina Jolie. Við fyrstu sýn gæti virst að hér sé um stórkostlegt tækifæri að ræða til að nota upplýsingar sem aflað hefur verið með vís- indarannsóknum í erfðafræði til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. En því miður er málið flóknara en svo. Í þessari grein ræðum við þá erfiðleika sem við er að etja. Fyrsta verkefnið er að meta þær rannsóknarniðurstöður sem hér um ræðir, bæði almennt og með hliðsjón af því forspárgildi sem þær hafa um áhættu fyrir einstaklinga að fá brjóstakrabbamein og hugsanlegt gagn sem viðkomandi ein- staklingar kunna að hafa af því að vita af slíkri áhættu. Í öðru lagi er mikilvægt að draga lærdóma af reynslu af erfðaráðgjöf um samskipti við fólk sem á kost á því að fá upplýsingar um erfðafræðilega áhættu á alvarlegum sjúkdómum á borð við brjósta- krabbamein. Í þriðja lagi þarf að meta rétt- mæti þess að veita slíkar upplýsingar til einstaklinga sem gáfu samþykki sitt fyrir þátttöku í rannsóknum til að afla almennr- ar þekkingar á erfðaþáttum sjúkdóma en ekki sjúkdómsáhættu þeirra sjálfra. Að endingu munum við víkja að hlutverki vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna í umræðum um notkun erfðaupplýsinga við forvarnir. Áreiðanleiki og gagnsemi erfðaupplýsinga Á Íslandi er vitað um tvær landnema- breytingar í BRCA-genum (founder muta- tions). Það er breytingin 999del5 í BRCA2- geni6 sem fundist hefur hjá einstaklingum í um 50 fjölskyldum. Hin breytingin er G5193A í BRCA1-geni7 en sú breyting er sjaldgæf og finnst aðeins í fáum fjölskyld- um. Víðast eru breytingar í BRCA1-geni algengari en í BRCA2 en því er öfugt farið hér á landi. BRCA2-breytingin 999del5 er þannig talin vera til staðar í um 0,6% allra Íslendinga6, 9 en alltaf meðal skyldra einstaklinga. Báðar eru þessar stökkbreyt- ingar mjög stöðugar og koma ekki upp hjá einstaklingum sem ekki eru í fjölskyldu með slíka breytingu, og báðar valda þær talsvert aukinni áhættu á krabbameini í brjósti og eggjastokkum. Við mat á því hve margir Íslendingar kunna að hafa gagn af upplýsingum um þessar stökkbreytingar þarf í fyrsta lagi að taka tillit til þess að tæplega kemur til greina að veita börnum eða ungmennum og forráðamönnum þeirra upplýsingar um að hætta sé á krabbameini síðar á lífs- leiðinni. Í öðru lagi eru konur sem eru BRCA-arfberar og komnar yfir sjötugt ekki í aukinni áhættu á að fá brjóstakrabba- mein. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru rúmlega 325.000 manns hér á landi 1. október 2013. Þar af voru rúmlega 90.000 konur á aldrinum 25–70 ára. Miðað við að um það bil 0,6% af þjóðinni beri 999del5 breytingu í BRCA2-geni,10 eru það 540 kon- ur á skimunaraldri. En er vitað hverjar þessar konur eru? Vitneskja úr vísinda- rannsóknum um það hvaða einstaklingar eru arfberar BRCA1- eða BRCA2-stökk- breytinga á Íslandi byggist að hluta til á raðgreiningu erfðaefnis einstaklinga. En verulegur hluti þeirra breytinga er áætl- aður með annarri og óáreiðanlegri aðferð, svonefndri „imputation“ eða tölfræðilegri tilreiknun um hóp út frá áreiðanlegum upplýsingum sem fengnar eru með rað- greiningu á tilteknum fjölda einstaklinga. Sú fullyrðing að líkurnar á brjósta- krabbameini séu 80% meðal kvenna með BRCA2-stökkbreytingu, sem heyrst hefur í fjölmiðlaumræðu á Íslandi, er í besta lagi mikil einföldun. Algengi sjúkdómsins, alvarleiki hans og aldur kvenna þegar þær veikjast er afar mismunandi milli fjölskyldna þar sem BRCA2-stökkbreyting kemur fyrir.11, 12 Við núverandi aðstæður er læknis- fræðilegt gagn af því að greina hvort kona er með BRCA2-stökkbreytingu í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi er unnt að bjóða konunni reglubundið eftirlit í því skyni að greina illkynja æxli í brjóstum hennar snemma svo nema megi æxlið á brott. Í öðru lagi væri hægt að nema á brott brjóst og/eða eggjastokka konunnar í fyrirbyggjandi aðgerð. Báðar þessar leiðir hafa þó annmarka. Enn sem komið er hefur ekki verið sannað að brottnám brjósta minnki dánar- hlutfall vegna brjóstakrabbameina, þótt ljóst sé að það minnki verulega áhættu á brjóstakrabbameini. Ekki er hægt að koma algerlega í veg fyrir sjúkdóminn. Í fyrsta lagi kann brjóstvefur að leynast víðar um líkamann en í brjóstum. Í öðru lagi gætu krabbameinsfrumur hafa myndast í brjósti og dreifst þaðan um líkamann áður en brjóstnám var framkvæmt. Brjóstnám er erfið aðgerð, bæði líkamlega og andlega, sérstaklega fyrir ungar konur. Brottnám eggjastokka dregur úr áhættu á brjósta- Ætti að segja þátttakendum í vísindarannsókn um frá stökkbreytingum í þeirra eigin BRCA-genum? Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki við HÍ og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur við læknadeild HÍ Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi við erfða- og sam einda læknis- fræðideild á rannsóknarsviði Landspítala Jón Snædal yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala og fyrrverandi forseti Alþjóðafélags lækna Stefán Hjörleifsson sérfræðingur í heimilislækningum við Bergenháskóla og við læknadeild HÍ vilhjarn@hi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.