Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 52

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 52
180 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Elín Edda Sigurðardóttir er læknanemi á 4. ári sem hefur ferðast um heiminn með Björk Guðmundsdóttur samhliða læknanáminu og sungið á tónleikum fyrir hundruðir þúsunda áhorfenda. Upphaf þessa ævintýris má rekja til þess að Björk átti samstarf við dömukórinn Graduale Nobili úr Langholtskirkju árið 2010, en Elín hefur sungið með ýmsum kórum í Langholtskirkju frá unga aldri. „Ég er eiginlega uppalin í Gradualekór Langholtskirkju, sem Jón Stefánsson organisti stjórnar. Þetta er stelpnakór sem nær fram að 18 ára aldri og við tekur möguleiki á að halda áfram kórastarfi ýmist í dömukórnum Graduale Nobili eða kór Langholtskirkju sem er blandaður. Ég hafði reyndar tekið mér frí frá kórastarfi þegar Björk hóf samstarf við Graduale No- bili haustið 2010. Þá var ég á mínu fyrsta ári í læknisfræðinni,“ segir Elín Edda. „Það var svo í mars 2011 sem haft var samband við mig því það vantaði eina stelpu í kórinn til að syngja með Björk, fyrst til að ljúka upptökum við plötuna Biophilia og síðan að fara með henni til Manchester í mánuð um sumarið og syngja á sjö tónleikum á stórri alþjóðlegri tónlistarhátíð. Þetta var náttúrlega tilboð sem ekki var hægt að hafna enda truflaði það ekki námið mitt að eyða sumarfríinu í að syngja með Björk á tónleikum,“ segir Elín Edda og eflaust fáir sem hafnað hefðu slíku tilboði. „Mér fannst þetta alveg ótrúlega spenn- andi, enda er söngur aðaláhugamálið mitt og hafði ég meðal annars verið að læra söng við Tónlistarskóla FÍH. Að syngja með Björk inná plötu og á tónleikum, ásamt vinkonum mínum til margra ára, var eiginlega of gott til að vera satt. Þess má geta að við erum tvær í læknisfræðinni á sama ári sem höfum verið í þessu verk- efni. Hin heitir Bergljót Rafnar Karlsdóttir og við höfum verið mikill stuðningur hvor fyrir aðra.“ Heimur rokkstjarnanna engu líkur Á Biophiliu-plötunni eru 10 lög en Elín Edda segir þær hafa lært um 40 lög enda lagalistinn á tónleikunum blanda af nýrri og eldri tónlist Bjarkar. „Það var mjög gaman að fá að vera með í nánast öllum lögunum á hverjum tón- leikum. Í byrjun var þetta heilmikið mál fyrir okkur, því eins og margir kannast við er tónlist Bjarkar heldur óhefðbundin og útsetningar voru gjarnar erfiðar. Við vorum í allt að 16 mismunandi röddum og þurfti mikla þolinmæði til að byrja með. Við höfðum fæstar reynslu af því að syngja í míkrófón eða að notast við moni- tora og þurftum því að hafa stífar æfingar bæði fyrir upptökur og fyrsta sumarið í Manchester. Það var svolítið strembið, en hverrar mínútu virði þegar upp er staðið. Ekki leið á löngu þar til Björk bað okkur um að dansa og jafnvel slamma á tónleik- unum. Við fengum bara þær leiðbeiningar að gera það sem við vildum á sviðinu og virtist hún vera ánægðari með okkur eftir því sem við rokkuðum meira. Það voru saumaðir handa okkur mjög flippaðir bún- ingar og við hvattar til að taka stöðugan þátt í „sjóinu“. Við erum alls engir dans- arar, en gerðum okkar besta og einhvern ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Tækifæri sem býðst bara einu sinni – segir læknanemi sem söng um allan heim með björk „Þetta er áminning um að þrátt fyrir strangt nám er mikilvægt að sinna öðrum hugðarefnum líka,“ segir Elín Edda Sigurðardóttir læknanemi og söngkona.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.