Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2014, Side 58

Læknablaðið - 01.03.2014, Side 58
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R 186 LÆKNAblaðið 2014/100 Inngangur 1 Alþjóðafélag lækna (WMA) hefur þróað Helsinki-yfirlýsinguna sem greinargerð um siðfræðilegar meginreglur fyrir læknis- fræðilegar rannsóknir á mönnum, þar með taldar rannsóknir á persónugreinanlegum gögnum og efnum úr mönnum. Ætlast er til að yfirlýsingin sé lesin í heild og að tillit sé tekið til allra annarra viðeigandi greina þegar einstökum greinum hennar er beitt. 2 Í samræmi við umboð WMA, er yfirlýsingunni fyrst og fremst beint til lækna. WMA hvetur aðra sem eiga hlut að læknisfræði- legum rannsóknum á mönnum, til að taka upp þessar megin- reglur. Almennar meginreglur 3 Genfaryfirlýsing Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“ og í Alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu þegar hann veitir læknisþjónustu.“ 4 Það er skylda læknisins að efla og vernda heilsu, velferð og rétt- indi sjúklinga, og það á einnig við um þá sem taka þátt í læknis- fræðilegum rannsóknum. Þekking og samviska læknisins er helguð því að uppfylla þessa skyldu. 5 Framfarir í læknisfræði hvíla á rannsóknum, sem á endanum hljóta að fela í sér tilraunir á mönnum. 6 Aðaltilgangur læknisfræðilegra rannsókna á mönnum er að skilja orsakir, þróun og áhrif sjúkdóma, sem og að bæta íhlutanir til for- varna, greiningar og lækninga (aðferðir, aðgerðir og meðhöndl- anir). Stöðugt verður að meta með rannsóknum öryggi, virkni, not, aðgengi og gæði, jafnvel bestu sönnuðu íhlutunaraðferða. 7 Læknisfræðilegar rannsóknir eru háðar siðferðislegum viðmiðum sem efla og tryggja virðingu fyrir öllum mannlegum þátttakend- um, jafnframt því að vernda heilsu þeirra og réttindi. 8 Þrátt fyrir að aðaltilgangur læknisfræðilegra rannsókna sé að skapa nýja þekkingu, má þetta markmið aldrei ganga fyrir rétt- indum og hagsmunum sérhvers þátttakanda. 9 Það er skylda lækna sem eiga aðild að læknisfræðilegum rann- sóknum að standa vörð um líf, heilsu, reisn og óskert ástand þátt- takendanna, sjálfsákvörðunarrétt þeirra og leynd og trúnað um persónulegar upplýsingar þeirra. Ábyrgð á verndun þátttakenda verður ávallt að hvíla á lækninum eða öðrum heilbrigðisstarfs- manni og aldrei á þátttakendum í rannsókninni, jafnvel þótt þeir hafi veitt samþykki sitt. 10 Læknar verða að taka tillit til þeirra siðferðislegu reglna og viðmiða og þeirra laga og reglna sem gilda um rannsóknir á mönnum í heimalandi þeirra, svo og þær alþjóðlegu kröfur og Helsinki-yfirlýsing Alþjóðafélags lækna Siðfræðilegar meginreglur fyrir læknisfræðilegar rannsóknir á mönnum Reglurnar voru samþykktar á 18. heimsþingi lækna í Helsinki í júní 1964, þeim hefur verið breytt: 29. þinginu í Tókíó, Japan, í október 1975, 35. þinginu í Feneyjum, Ítalíu, í október 1983, 41. þinginu í Hong Kong, í september 1989, 48. þinginu í Somerset West, Suður-Afríska lýðveldinu, í október 1996, 52. þinginu í Edinborg, Skotlandi, í október 2000, 53. þinginu í Washington DC, Bandaríkjunum, í október 2002 (með skýringu á grein 29), 55. þinginu í Tókíó, Japan, í október 2004 (með skýringu á grein 30), 59. þinginu í Seúl, Suður-Kóreu, október 2008 og 64. þinginu í Fortalesa, Brasilíu, í október 2013.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.