Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 58

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 58
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R 186 LÆKNAblaðið 2014/100 Inngangur 1 Alþjóðafélag lækna (WMA) hefur þróað Helsinki-yfirlýsinguna sem greinargerð um siðfræðilegar meginreglur fyrir læknis- fræðilegar rannsóknir á mönnum, þar með taldar rannsóknir á persónugreinanlegum gögnum og efnum úr mönnum. Ætlast er til að yfirlýsingin sé lesin í heild og að tillit sé tekið til allra annarra viðeigandi greina þegar einstökum greinum hennar er beitt. 2 Í samræmi við umboð WMA, er yfirlýsingunni fyrst og fremst beint til lækna. WMA hvetur aðra sem eiga hlut að læknisfræði- legum rannsóknum á mönnum, til að taka upp þessar megin- reglur. Almennar meginreglur 3 Genfaryfirlýsing Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“ og í Alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu þegar hann veitir læknisþjónustu.“ 4 Það er skylda læknisins að efla og vernda heilsu, velferð og rétt- indi sjúklinga, og það á einnig við um þá sem taka þátt í læknis- fræðilegum rannsóknum. Þekking og samviska læknisins er helguð því að uppfylla þessa skyldu. 5 Framfarir í læknisfræði hvíla á rannsóknum, sem á endanum hljóta að fela í sér tilraunir á mönnum. 6 Aðaltilgangur læknisfræðilegra rannsókna á mönnum er að skilja orsakir, þróun og áhrif sjúkdóma, sem og að bæta íhlutanir til for- varna, greiningar og lækninga (aðferðir, aðgerðir og meðhöndl- anir). Stöðugt verður að meta með rannsóknum öryggi, virkni, not, aðgengi og gæði, jafnvel bestu sönnuðu íhlutunaraðferða. 7 Læknisfræðilegar rannsóknir eru háðar siðferðislegum viðmiðum sem efla og tryggja virðingu fyrir öllum mannlegum þátttakend- um, jafnframt því að vernda heilsu þeirra og réttindi. 8 Þrátt fyrir að aðaltilgangur læknisfræðilegra rannsókna sé að skapa nýja þekkingu, má þetta markmið aldrei ganga fyrir rétt- indum og hagsmunum sérhvers þátttakanda. 9 Það er skylda lækna sem eiga aðild að læknisfræðilegum rann- sóknum að standa vörð um líf, heilsu, reisn og óskert ástand þátt- takendanna, sjálfsákvörðunarrétt þeirra og leynd og trúnað um persónulegar upplýsingar þeirra. Ábyrgð á verndun þátttakenda verður ávallt að hvíla á lækninum eða öðrum heilbrigðisstarfs- manni og aldrei á þátttakendum í rannsókninni, jafnvel þótt þeir hafi veitt samþykki sitt. 10 Læknar verða að taka tillit til þeirra siðferðislegu reglna og viðmiða og þeirra laga og reglna sem gilda um rannsóknir á mönnum í heimalandi þeirra, svo og þær alþjóðlegu kröfur og Helsinki-yfirlýsing Alþjóðafélags lækna Siðfræðilegar meginreglur fyrir læknisfræðilegar rannsóknir á mönnum Reglurnar voru samþykktar á 18. heimsþingi lækna í Helsinki í júní 1964, þeim hefur verið breytt: 29. þinginu í Tókíó, Japan, í október 1975, 35. þinginu í Feneyjum, Ítalíu, í október 1983, 41. þinginu í Hong Kong, í september 1989, 48. þinginu í Somerset West, Suður-Afríska lýðveldinu, í október 1996, 52. þinginu í Edinborg, Skotlandi, í október 2000, 53. þinginu í Washington DC, Bandaríkjunum, í október 2002 (með skýringu á grein 29), 55. þinginu í Tókíó, Japan, í október 2004 (með skýringu á grein 30), 59. þinginu í Seúl, Suður-Kóreu, október 2008 og 64. þinginu í Fortalesa, Brasilíu, í október 2013.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.