Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 61

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 61
LÆKNAblaðið 2014/100 189 rannsóknir á efni eða upplýsingum úr lífsýnasafni eða svip- uðum söfnum, verða læknar að leita upplýsts samþykkis fyrir söfnun, varðveislu og/eða endurnotkun þeirra. Þó geta einkar óvenjulegar aðstæður gert að verkum að ómögulegt eða illfram- kvæmanlegt er að afla samþykkis fyrir slíkri rannsókn. Við slíkar aðstæður má aðeins gera rannsóknina eftir umfjöllun og sam- þykki vísindasiðanefndar. Notkun lyfleysu 33 Ávinning, áhættu, byrðar og árangur af nýrri íhlutun verður að prófa á móti bestu sönnuðu íhlutun (eða íhlutunum), nema við eftirfarandi aðstæður: • Þar sem engin sönnuð íhlutun er til er leyfilegt að nota lyf- leysu eða veita enga meðferð; eða • ef ríkar og vísindalega traustar aðferðafræðilegar ástæður eru fyrir því að til að ákvarða virkni eða öryggi íhlutunar sé nauðsynlegt er að nota einhverja árangursminni íhlutun en þá bestu sönnuðu, lyfleysu eða enga meðferð • og sjúklingarnir sem fá árangursminni íhlutun en þá bestu sönnuðu, lyfleysu eða enga íhlutun, eru ekki settir í aukna hættu á alvarlegum eða óafturkallanlegum skaða vegna þess að þeir fengu ekki bestu sönnuðu íhlutun. • Ýtrustu varúðar verður að gæta til þess að koma í veg fyrir misnotkun þessa valkostar. Ráðstafanir eftir rannsóknina 34 Áður en klínísk rannsókn hefst, skulu bakhjarlar, rannsakendur og yfirvöld landsins (eða landanna) þar sem rannsóknin fer fram gera ráðstafanir til þess að allir þeir þátttakendur sem enn þarfnast íhlutunar að rannsókn lokinni, fái aðgang að gagnlegum íhlutunum sem leiða af rannsókninni. Einnig skal upplýsa þátt- takendur um þetta þegar upplýsts samþykkis er aflað. Rannsóknaskráning, birting og dreifing niðurstaðna 35 Sérhverja rannsókn á mönnum skal skrá í gagnagrunn sem er aðgengilegur almenningi, áður en öflun fyrsta þátttakandans á sér stað. 36 Rannsakendur, höfundar, bakhjarlar, ritstjórar og útgefendur hafa allir siðferðislegum skyldum að gegna hvað varðar birtingu og dreifingu niðurstaðna rannsókna. Rannsakendum er skylt að birta opinberlega niðurstöður rannsókna sinna á mönnum og eru þeir ábyrgir fyrir að skýrslur þeirra séu tæmandi og nákvæmar. Allir aðilar eiga að fylgja viðurkenndum siðferðilegum viðmiðum um skýrslugerð. Bæði neikvæðar niðurstöður, útkomu rannsókna sem skila ekki afgerandi niðurstöðu, jafnt og jákvæðar niður- stöður, skal birta á prenti eða gera þær almenningi aðgengilegar á annan hátt. Í útgefnu verki skal greina frá fjármögnun, tengslum við stofnanir og hagsmunaárekstrum. Skýrslur um tilraunir sem ekki eru í samræmi við meginreglur þessarar yfirlýsingar ætti ekki að taka til birtingar. Ósönnuð íhlutun í klínískri meðferð Hvað varðar læknismeðferð einstaks sjúklings, ef ekki eru til sannaðar íhlutanir eða aðrar þekktar íhlutanir hafa reynst árangurslausar, getur læknirinn, eftir að hafa leitað sérfræði- legrar ráðgjafar og að fengnu upplýstu samþykki sjúklings eða lögráðamanns hans, beitt ósannaðri íhlutun, ef hún gefur, að mati læknisins, vonir um að lífi sjúklingsins verði bjargað, að honum verði komið til heilsu á ný eða að þjáning verði linuð. Að því loknu ætti að taka þessa íhlutun fyrir í rannsókn, ætlaða til að meta öryggi hennar og virkni. Í öllum tilvikum skal skrá nýjar upplýsingar og birta þær opinberlega þar sem við á. Þýðing: Rögnvaldur Guðmundsson/Anna Yates, janúar 2014 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.