Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 63

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 63
LÆKNAblaðið 2014/100 191 l Y F J a S P U R n i n G i n Maður með geðklofa og geðhvarfasýki og á flókinni geðlyfjameðferð var lagður inn á sjúkrahús með hita og grun um lungna- bólgu. Við nánari rannsókn kom í ljós að hann var með hvítkornafæð og daufkyrn- ingafæð (neutropeníu), með heildarfjölda hvítra blóðkorna 0,2x109/L og 0,0x109/L af daufkyrningum. Hann var talinn þurfa á varnareinangrun að halda. Jafnframt var hafin meðferð með fílgrastími en það getur aukið fjölda daufkyrninga marktækt á skömmum tíma. Hann var á eftirtöldum geðlyfjum við innlögn: klózapíni, lamotrigíni, ólanzapini og zópíklóni. Í kjölfarið var öll geðlyfjameðferð stöðvuð tímabundið vegna gruns um aukaverkun. Eftir nokkra daga án geð- lyfja var sjúklingurinn orðinn órólegur og erfiðlega gekk að halda honum í varnar- einangrun. Talið var nauðsynlegt að hefja aftur meðferð með geðlyfjum. Stungið hafði verið upp á því að hefja meðferð með geðrofslyfinu amísúlpríði (Solian®) en það var ekki talið óhætt þar sem daufkyrn- ingafæð er skráð aukaverkun þessa lyfs. Geðlæknir leitaði til miðstöðvar lyfja- upplýsingar og spurði hvaða lyf við geðklofa annars vegar og geðhvarfasýki hins vegar væru síst líkleg til að valda hvítkorna- og daufkyrningafæð. Farið var yfir lyfjameðferð sjúklingsins og lyfjabreytingar aftur í tímann til að reyna að leiða líkur að því hvort og þá hvaða lyf væru líklegust til að valda þessu ástandi. Í ljós kom að miklar breytingar höfðu verið gerðar nýlega á geðlyfjameð- ferðinni. Rúmum tveimur mánuðum áður hafði sjúklingur verið á eftirfarandi lyfjum: risperídón 4 mg tvisvar á dag, ólanzapín 10 mg tvisvar á dag, klózapín 25 mg að kvöldi, klórprómasín 100 mg á dag og prómetasín 25 mg að kvöldi. Sú meðferð skilaði ekki nægilega góðum árangri og talin var þörf á breytingum. Á hálfum mánuði var lyfjameðferð breytt talsvert. Meðferð með risperídóni, klórprómasíni og prómetasíni var hætt. Ólanzapín skammtur var helmingaður í 10 mg einu sinni á dag, klózapín skammtur aukinn smám saman í 100 mg einu sinni á dag og síðan í 300 mg á næstu fjórum vikum. Þá var lamotrigíni 25 mg á dag bætt við með- ferðina og stefnt að skammtaaukningu smám saman í 200 mg á næstu fjórum vikum. Daufkyrningafæð og kyrningaleysi (agranulocytosis) er skráð aukaverkun margra geðlyfja. Leitað var í Vigibase, aukaverkanagagnagrunni WHO, að fjölda tilkynninga um daufkyrningafæð vegna ólanzapíns, klózapíns, lamótrigíns og am- ísúlpríðs. Í ljós kom að fjöldi tilkynninga um daufkyrningafæð vegna klózapíns var yfirgnæfandi miðað við hin lyfin, eða yfir 6000 tilkynningar á síðustu 20 árum, en tilkynningar vegna flestra hinna lyfjanna voru taldar í hundruðum á sama tímabili og aðeins um 50 tilkynningar vegna amísúlpríðs. Í þessu tilfelli hafði orðið skammtaaukning á klózapíni undanfarnar vikur eins og leiðbeiningar segja til um og í samantekt um eiginleika þess lyfs er varað sérstaklega við einkennum sem gætu bent til daufkyrningafæðar. Varað er við því að hefja aftur meðferð með klózap- íni nema sannað sé að daufkyrningafæðin stafi af öðrum orsökum en vegna lyfsins. Í þessu tilfelli var því talið líklegt að klózapín væri valdur að þessari alvarlegu aukaverkun. Geðhvarfalyfið litíum getur fjölgað daufkyrningum í blóði og hefur verið notað í þeim tilgangi, bæði eitt sér og með klózapíni.1,2,3,4 Verkunarmátinn er ekki að fullu þekktur en talinn tengjast hvítkorna- vaxtarþætti (granulocyte-colony stimulating factor, GM-CSF).1,3 Í þeim tilfellum sem lýst er í heimildum hefur blóðþéttni litíums verið >0,4 mmól/L en það er við neðri meðferðarmörk.1-3 Tilfellum hefur verið lýst þar sem unnt hefur verið að halda áfram klózapínmeðferð þrátt fyrir daufkyrningafæð með því að bæta litíum við meðferðina.3,4 Slíkt getur verið kostur í erfiðum tilfellum af geðklofa (refractory schizophrenia).4 Í ljósi þessa var ákveðið að hefja með- ferð með litíum í venjulegum skömmtum og mæla blóðþéttni eftir 4-5 daga. Eftir tvo daga var gildi daufkyrninga komið í 0,9x109/L og hvít blóðkorn orðin 2,8x109/L og fljótlega var unnt að útskrifa sjúkling úr varnareinangrun og til frekara mats á geðlyfjameðferð. Samantekt: Mælt var með því að hefja meðferð með litíum tvisvar á dag og og miða við að halda blóðþéttni >0,4 mmól/L. Jafnframt var í samráði við geð- lækninn mælt með að hefja meðferð með amísúlpríði í lágum skammti og fylgjast náið með blóðhag. Heimildir 1. Taylor D, Paton C, Kapur S. The Maudsley Prescribing Guidelines in Psychiatry 11th ed. Wiley-Blackwell, London 2012. 2. Palominao A, Kukoyi O, Xiong G. Leukocytosis after lithium and clozapine combination therapy. Ann Clin Psychiatry 2010; 22: 205-6. 3. Whiskey E, Taylor D. Restarting clozapine after neutro- penia: evaluating the possibilities and practicalities. CNS Drugs 2007; 21: 25-35. 4. Esposito D, Rouillon F, Limosin F. Continuing clozapine treatment despite neutropenia. Eur J Clin Pharmacol 2005; 60: 759-64. Litíum og daufkyrningafæð Elín i. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspítala einarsb@landspitali.is Höfundar svara athugasemdum og spurningum frá lesendum um lyfjatengd efni. flútikasón + nýr valkostur í meðferð astma Fyrsta astmalyfið sem sameinar sterkan barkstera, flútikasón1 og hraðvirkan β2 örva, formóteról2 formóteról flutiform® – Sterkur barksteri1 og hraðvirkur LABA2* – Sýnilegur skammtateljari – 3 styrkleikar Ábending: Flutiform® er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva) er viðeigandi3 Flutiform®50/5 og 125/5 fyrir fullorðna og unglinga (>12 ára), flutiform® 250/10 fyrir fullorðna (>18ára) Heimildir: 1. Adams, N. P. et al. Copyright© 2010, The Cochrane Collaboration. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. 2. Bodzenta-Lukaszyk, A. et al. Respiratory Medicine (2011) 105, 674-682 3. Samantekt á eiginleikum lyfs (spc) www.serlyfjaskra.is *LABA = formóteról LD 11 40 20 1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.