Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 63

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 63
LÆKNAblaðið 2014/100 191 l Y F J a S P U R n i n G i n Maður með geðklofa og geðhvarfasýki og á flókinni geðlyfjameðferð var lagður inn á sjúkrahús með hita og grun um lungna- bólgu. Við nánari rannsókn kom í ljós að hann var með hvítkornafæð og daufkyrn- ingafæð (neutropeníu), með heildarfjölda hvítra blóðkorna 0,2x109/L og 0,0x109/L af daufkyrningum. Hann var talinn þurfa á varnareinangrun að halda. Jafnframt var hafin meðferð með fílgrastími en það getur aukið fjölda daufkyrninga marktækt á skömmum tíma. Hann var á eftirtöldum geðlyfjum við innlögn: klózapíni, lamotrigíni, ólanzapini og zópíklóni. Í kjölfarið var öll geðlyfjameðferð stöðvuð tímabundið vegna gruns um aukaverkun. Eftir nokkra daga án geð- lyfja var sjúklingurinn orðinn órólegur og erfiðlega gekk að halda honum í varnar- einangrun. Talið var nauðsynlegt að hefja aftur meðferð með geðlyfjum. Stungið hafði verið upp á því að hefja meðferð með geðrofslyfinu amísúlpríði (Solian®) en það var ekki talið óhætt þar sem daufkyrn- ingafæð er skráð aukaverkun þessa lyfs. Geðlæknir leitaði til miðstöðvar lyfja- upplýsingar og spurði hvaða lyf við geðklofa annars vegar og geðhvarfasýki hins vegar væru síst líkleg til að valda hvítkorna- og daufkyrningafæð. Farið var yfir lyfjameðferð sjúklingsins og lyfjabreytingar aftur í tímann til að reyna að leiða líkur að því hvort og þá hvaða lyf væru líklegust til að valda þessu ástandi. Í ljós kom að miklar breytingar höfðu verið gerðar nýlega á geðlyfjameð- ferðinni. Rúmum tveimur mánuðum áður hafði sjúklingur verið á eftirfarandi lyfjum: risperídón 4 mg tvisvar á dag, ólanzapín 10 mg tvisvar á dag, klózapín 25 mg að kvöldi, klórprómasín 100 mg á dag og prómetasín 25 mg að kvöldi. Sú meðferð skilaði ekki nægilega góðum árangri og talin var þörf á breytingum. Á hálfum mánuði var lyfjameðferð breytt talsvert. Meðferð með risperídóni, klórprómasíni og prómetasíni var hætt. Ólanzapín skammtur var helmingaður í 10 mg einu sinni á dag, klózapín skammtur aukinn smám saman í 100 mg einu sinni á dag og síðan í 300 mg á næstu fjórum vikum. Þá var lamotrigíni 25 mg á dag bætt við með- ferðina og stefnt að skammtaaukningu smám saman í 200 mg á næstu fjórum vikum. Daufkyrningafæð og kyrningaleysi (agranulocytosis) er skráð aukaverkun margra geðlyfja. Leitað var í Vigibase, aukaverkanagagnagrunni WHO, að fjölda tilkynninga um daufkyrningafæð vegna ólanzapíns, klózapíns, lamótrigíns og am- ísúlpríðs. Í ljós kom að fjöldi tilkynninga um daufkyrningafæð vegna klózapíns var yfirgnæfandi miðað við hin lyfin, eða yfir 6000 tilkynningar á síðustu 20 árum, en tilkynningar vegna flestra hinna lyfjanna voru taldar í hundruðum á sama tímabili og aðeins um 50 tilkynningar vegna amísúlpríðs. Í þessu tilfelli hafði orðið skammtaaukning á klózapíni undanfarnar vikur eins og leiðbeiningar segja til um og í samantekt um eiginleika þess lyfs er varað sérstaklega við einkennum sem gætu bent til daufkyrningafæðar. Varað er við því að hefja aftur meðferð með klózap- íni nema sannað sé að daufkyrningafæðin stafi af öðrum orsökum en vegna lyfsins. Í þessu tilfelli var því talið líklegt að klózapín væri valdur að þessari alvarlegu aukaverkun. Geðhvarfalyfið litíum getur fjölgað daufkyrningum í blóði og hefur verið notað í þeim tilgangi, bæði eitt sér og með klózapíni.1,2,3,4 Verkunarmátinn er ekki að fullu þekktur en talinn tengjast hvítkorna- vaxtarþætti (granulocyte-colony stimulating factor, GM-CSF).1,3 Í þeim tilfellum sem lýst er í heimildum hefur blóðþéttni litíums verið >0,4 mmól/L en það er við neðri meðferðarmörk.1-3 Tilfellum hefur verið lýst þar sem unnt hefur verið að halda áfram klózapínmeðferð þrátt fyrir daufkyrningafæð með því að bæta litíum við meðferðina.3,4 Slíkt getur verið kostur í erfiðum tilfellum af geðklofa (refractory schizophrenia).4 Í ljósi þessa var ákveðið að hefja með- ferð með litíum í venjulegum skömmtum og mæla blóðþéttni eftir 4-5 daga. Eftir tvo daga var gildi daufkyrninga komið í 0,9x109/L og hvít blóðkorn orðin 2,8x109/L og fljótlega var unnt að útskrifa sjúkling úr varnareinangrun og til frekara mats á geðlyfjameðferð. Samantekt: Mælt var með því að hefja meðferð með litíum tvisvar á dag og og miða við að halda blóðþéttni >0,4 mmól/L. Jafnframt var í samráði við geð- lækninn mælt með að hefja meðferð með amísúlpríði í lágum skammti og fylgjast náið með blóðhag. Heimildir 1. Taylor D, Paton C, Kapur S. The Maudsley Prescribing Guidelines in Psychiatry 11th ed. Wiley-Blackwell, London 2012. 2. Palominao A, Kukoyi O, Xiong G. Leukocytosis after lithium and clozapine combination therapy. Ann Clin Psychiatry 2010; 22: 205-6. 3. Whiskey E, Taylor D. Restarting clozapine after neutro- penia: evaluating the possibilities and practicalities. CNS Drugs 2007; 21: 25-35. 4. Esposito D, Rouillon F, Limosin F. Continuing clozapine treatment despite neutropenia. Eur J Clin Pharmacol 2005; 60: 759-64. Litíum og daufkyrningafæð Elín i. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspítala einarsb@landspitali.is Höfundar svara athugasemdum og spurningum frá lesendum um lyfjatengd efni. flútikasón + nýr valkostur í meðferð astma Fyrsta astmalyfið sem sameinar sterkan barkstera, flútikasón1 og hraðvirkan β2 örva, formóteról2 formóteról flutiform® – Sterkur barksteri1 og hraðvirkur LABA2* – Sýnilegur skammtateljari – 3 styrkleikar Ábending: Flutiform® er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva) er viðeigandi3 Flutiform®50/5 og 125/5 fyrir fullorðna og unglinga (>12 ára), flutiform® 250/10 fyrir fullorðna (>18ára) Heimildir: 1. Adams, N. P. et al. Copyright© 2010, The Cochrane Collaboration. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. 2. Bodzenta-Lukaszyk, A. et al. Respiratory Medicine (2011) 105, 674-682 3. Samantekt á eiginleikum lyfs (spc) www.serlyfjaskra.is *LABA = formóteról LD 11 40 20 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.