Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2014/100 375 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Ríkissaksóknari hefur nú í fyrsta skipti á Íslandi ákært hjúkrunarfræðing á Land­ spítala fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi sínu á gjörgæsludeild. Eðli­ lega vakna margar spurningar í hugum heilbrigðisstarfsmanna við aðstæður sem þessar. Hver er ábyrgð okkar sem ein­ staklinga gagnvart gáleysi eða mistökum í starfi? Hver er húsbóndaábyrgð vinnuveit­ anda okkar, Landspítala? Hver er réttar­ staða starfsmanna þegar vinnuumhverfi okkar er orðið það aðþrengt að öryggi sjúk­ linga, og starfsmanna, er ógnað? Er sjálf­ gefið að starfsfólk verði sífellt að vinna og hlaupa hraðar og stöðugt taka að sér fleiri og flóknari verkefni, við aðstæður sem geta ógnað öryggi sjúklinga og okkar sjálfra? Hvar liggja öryggismörkin og hverra er ábyrgðin ef eitthvað fer úrskeiðis við slík­ ar aðstæður? Liggur hún hjá einstökum starfsmanni, viðkomandi yfirmanni, fram kvæmdastjórn spítalans, landlækni eða heilbrigðisyfirvöldum? Svarið er ekki ein­ falt. Öll berum við jú vissulega ábyrgð á gjörðum okkar, hvort sem er í vinnu eða utan vinnu og skorumst ekki undan því né erum undanskilin almennum hegningar­ lögum. En við ráðum ekki alltaf við ytri aðstæður sem vissulega geta skipt máli og verið orsakaþáttur í ferli sem getur leitt til alvarlegra mistaka. Þessum leiðara er ekki ætlað að svara öllum þeim spurningum sem vakna og ekki ætlað að leggja mat á áðurnefnt ákærumál, en ljóst er að í kjölfar ákærunnar er heilbrigðisstarfsmönnum á Íslandi brugðið og nauðsynlegt er að skapa málefnalega umræðu til að fá svör við ofan­ greindum spurningum sem fyrst. Það hefur lengi verið ljóst að spítalaum­ hverfi getur verið hættulegt. Í skýrslunni To Err is Human: Building a Safer Health Sys- tem sem kom út árið 19991 var varpað ljósi á þá staðreynd að sjúklingum getur stafað ógn af spítalavist. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar, sem byggði á tveimur stórum rannsóknum, var talið að hugsanlega allt að 98.000 manns létust á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum árlega vegna fyrirbyggj­ anlegra mistaka í meðferð eða umönnun þeirra. Þetta voru ógnvænlegar tölur og í kjölfarið fylgdi alþjóðlegt átak til að efla öryggi og öryggismenningu innan spítala til að vinna gagngert að því að koma í veg fyrir mistök við umönnun og meðferð sjúklinga. Rannsóknir sýna að oftast liggur orsök atvikanna ekki hjá einstökum starfs­ manni heldur í erfiðum eða ófullnægjandi aðstæðum á vinnustað, mismunandi sam­ verkandi þáttum eða skorti á skýrum og öruggum verkferlum. Afar mikilvægt er að gera greinarmun á mistökum, gáleysi og refsiverðu gáleysi í slíkum aðstæðum. Að ásaka einstakan starfsmann fyrir mistök eða jafnvel gáleysi í svo flóknu umhverfi sem spítalaumhverfið er, bætir ekki öryggi sjúklinga eða kemur í veg fyrir að sömu mistök geti gerst aftur hjá öðrum starfs­ manni. Mikilvægara er að hvetja starfs­ menn til að greina frá mistökum til að hægt sé að vinna úr þeim á uppbyggilegan hátt. Í dag eru á Landspítala tilkynnt um 6­10 tilvik árlega þar sem óvænt andlát verður á spítalanum. Í öllum þessum tilvikum er gerð svokölluð rótargreining til að greina hvað fór úrskeiðis eða hefði mátt betur fara. Aukið öryggi á spítala nær einnig til starfs­ manna en á Landspítala eru tilkynnt tæp­ lega 300 atvik árlega þar sem starfsmenn verða fyrir ofbeldi frá hendi sjúklinga. Mikilvægast er að greina af vandvirkni það sem miður fer, læra af því og skapa umhverfi og vinnuaðstæður til að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Þannig og eingöngu þannig náum við smám saman að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna á spítalanum. Á Landspítala hefur undanfarin ár verið unnið markvisst að því að bæta öryggismenningu spítalans. Ákæran frá ríkissaksóknara getur verið ógn við slíka vegferð og er það miður. Starf á spítala er fórnfúst, krefjandi og oft afar flókið samstarf ólíkra fagstétta sem vinna saman að bættri heilsu sjúklinga okkar. Það gefur auga leið að mistök í starfi geta haft alvarlegar afleiðingar. Eng­ inn sérstakur lagarammi er til í íslenskum lögum hvað varðar mistök í starfi fyrir heil­ brigðisstarfsmenn, sem tekur tillit til hins flókna spítalaumhverfis. Því stöndum við, heilbrigðisstarfsmenn, frammi fyrir því að mistök eða gáleysi í starfi sem hefur alvar­ legar afleiðingar fyrir sjúklinga okkar getur einnig fallið undir ákvæði almennra hegn­ ingarlaga (nr. 19/1940) með refsi ramma allt að 6 ára fangelsi, samkvæmt ríkissak­ sóknara. Það hlýtur að vera von okkar að þessi ákæra leiði til þess að löggjöfin verði endurskoðuð með tilliti til starfsumhverfis heilbrigðisstarfsmanna, eins og fordæmi eru um frá öðrum starfsstéttum og öðrum löndum. Það er vissulega mannlegt að gera mistök en það eru enn verri mistök ef við nýtum ekki þau tilvik þar sem eitthvað fer úrskeiðis á uppbyggilegan hátt til að koma í veg fyrir að sömu mistök endurtaki sig. Það hlýtur að vera okkar sameiginlega ábyrgð að efla öryggismenningu spítalans með því að greina það sem miður fer og nota til framfara. Heimild 1. nap.edu//books/0309068371/html/ We are only human reflection on nurse prosecution Anna Gunnarsdóttir Consultant Pediatric Surgeon Chair of Medical council of Landspitali Clinical Associate Professor, Faculty of Medicine, University of Iceland The Children Hospital Hringurinn Landspitali, University Hospital Reykjavik Öll erum við mannleg hugleiðingar vegna ákæru ríkissaksóknara Anna Gunnarsdóttir Barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs Landspítala Klínískur dósent og stunda- kennari við læknadeild HÍ, Barnaspítala Hringsins, Land- spítala Hringbraut Anna er í ritstjórn Lækna- blaðsins. annagunn@landspitali.is Meðferð við ofnæmiskvefi1 Meðferð við ofnæmiskvefi1 flútíkasónfúróat Hver sem ástæðan er, hver sem árstíðin er * Notist eingöngu í nef Ja nú ar 2 01 4 IS /F F/ 00 01 d/ 12 (1 ) AVAMYS nefúði, dreifa. Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Ábendingar: Avamys er ætlað til notkunar hjá fullorðnum, unglingum og börnum (6 ára og eldri), Avamys er ætlað til meðferðar við einkennum ofnæmiskvefs. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri): Ráðlagður upphafsskammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst gæti minni skammtur, einn úðaskammtur í hvora nös, nægt til viðhaldsmeðferðar. Skammturinn skal stilltur á minnsta skammtinn sem viðheldur fullnægjandi stjórn á einkennum. Börn (6 til 11 ára): Ráðlagður upphafsskammtur er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag. Sjúklingar sem sýna ekki fullnægjandi svörun við einum úðaskammti í hvora nös einu sinni á dag geta notað tvo úðaskammta í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst er mælt með því að minnka skammtinn niður í einn úðaskammt í hvora nös, einu sinni á dag. Börn yngri en 6 ára: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 6 ára. Öryggi og verkun hjá þessum hópi hafa ekki verið vel staðfest. Aldraðir sjúklingar og sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta hjá þessum hópum. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta þegar um væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með mikið skerta lifrarstarfsemi. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. MARKAÐSLEYFISHAFI: Glaxo Group Ltd, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700, Dagsetning endurskoðunar textans: apríl 2013. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –www.serlyfjaskra.is Pakkningar og verð (janúar 2014) Avamys nefúði 27,5 mcg/sk 120 skammtar R,G 2.849 kr Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. Nykær 68 DK-2605 Brøndby T +45 36 35 91 00 F +45 36 35 91 01 www.glaxosmithkline.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.