Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 38
406 LÆKNAblaðið 2014/100 þá var hún í rauninni orðin verklaus. Við sáum að þarna var hörkustarfskraftur og réðum hana að blaðinu og sáum ekki eftir því. Í fyrstu sá hún um auglýsingarnar og vann efni í fréttabréfið en varð síðar rit­ stjórnarfulltrúi.“ Skrifstofur Læknafélagsins voru á þessum árum í Domus Medica og var þar nokkuð þröngt um starfsfólkið. „Starfsað­ staða Læknablaðsins var í öðrum endanum á fundarherbergi Læknafélagsins og það fór ekki hjá því að hluti af vinnunni færi fram heima hjá manni. Ég var með samning við konuna um borðstofuborðið. Ég hafði það til afnota alla virka daga gegn því að hreinsa það á föstudögum svo hægt væri að borða við það um helgar. Þetta gekk ágætlega. Starfsandinn á skrif­ stofu læknafélaganna og Læknablaðsins var einstaklega góður og við nutum algjörs trausts stjórnar beggja félaganna sem skiptu sér aldrei af ritstjórn blaðsins.“ Hér staldrar Örn við og verður íbygg­ inn á svipinn. „Það var að vísu gerð tilraun til þess að selja Læknablaðið og útgáfufyrirtæki í Reykjavík gerði tilboð í það. Einhverjum þótti þetta álitlegur kostur en stjórnir félaganna höfnuðu þessu enda hefði það verið mesta óráð.“ Samstarf við höfunda og auknar kröfur um gæði greina Ásamt meðritstjórum sínum lagði Örn áherslu á gæði þeirra greina sem birtar voru í Læknablaðinu og mikið starf var unnið við að hefja ritrýni og meðhöndlun greina á sem hæstan stall. „Þegar ég kom að blaðinu var þetta nokkuð snúið þar sem reglur um útgáfu sérfræðileyfa til handa læknum sem hlotið höfðu II. einkunn voru þannig að þeir þurftu að skrifa sér­ fræðiritgerð til að færa sönnur á þekkingu sína og Læknablaðinu bar skylda til að birta. Þegar ég tók við lágu fyrir nokkrar greinar af þessum toga sem voru vægast sagt ekki birtingarhæfar og við hreyfðum því fljótt að þessa skyldu blaðsins yrði að fella niður. Það fór gríðarleg vinna í að gera þessar greinar birtingarhæfar en samhliða unnum við að því að fá reglugerð heil­ brigðisráðuneytisins breytt og birtingar­ skyldu blaðsins fellda niður, sem tókst á endanum. Við höfðum líka fylgst vel með því sem var að gerast erlendis og gerðum okkar ítrasta til að tileinka okkur bestu að­ ferðir við ritrýni og allir sem við leituðum til með ritrýni greina brugðust fljótt og vel við. Ég hafði heyrt af því að í hinum harða heimi samkeppninnar erlendis kæmi fyrir að ritrýnar tefðu birtingu greina vegna eigin skrifa en það urðum við aldrei varir við hér heima. Nálægðin á sér nefnilega ekki síður jákvæðar hliðar en neikvæðar. Sumir voru þó ekki alls kostar sáttir við kröfur blaðsins um að allur texti greina skyldi vera á góðri íslensku. Þýðingar einstakra orða stóðu stundum í sumum höfundum en það leystist alltaf farsællega á endanum. Við lögðum áherslu á að sam­ hliða auknum kröfum um gæði greinanna þá unnum við með og leiðbeindum höf­ undunum um hvernig best væri að ganga frá greinunum. Ritrýnarnir sinntu því hlutverki mjög vel og þetta leiddi til þess að yfirleitt birtust allar greinar á endanum í blaðinu. Stundum kom þó fyrir að grein­ ar voru þess eðlis að við ráðlögðum höf­ undi að leita frekar eftir birtingu annars staðar, en það var eðlilegt og kom ekki til árekstra þess vegna.“ Áherslan á íslenskar þýðingar allra fræðiorða er birtast í Læknablaðinu átti sér sínar spaugilegu hliðar. „Ég fékk eitt sinn bréf frá íslenskum lækni búsettum erlendis; hann var öskureiður yfir því að hann væri hreinlega hættur að skilja Læknablaðið, því hann þekkti ekki öll þessi íslensku nýyrði. En þetta var ekki nein stefnubreyting sem við innleiddum. Guð­ mundur Hannesson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Læknablaðsins lagði þessa línu strax í upphafi. Hann þýddi sjálfur og gaf út fyrsta orðasafn læknisfræðiheita á íslensku og Læknablaðið hefur alltaf fylgt þessari stefnu. Okkar innlegg fólst í því að hefja á þessum árum skipulega íðorða­ smíð ásamt útgáfu íðorðasafns og að sjálf­ sögðu nýttum við okkur það við ritstjórn Læknablaðsins. Mörg nýyrðanna sem urðu til á þessum tíma birtust síðan í fyrsta sinn á prenti í Læknablaðinu. Þetta hélst allt í hendur og hefur alltaf gert. Fleiri faggreinar hafa unnið mikið og gott starf á þessum vettvangi; ég nefni bara verk­ fræðinga og bílgreinasambandið sem hafa gefið út ítarleg íðorðasöfn. Íðorðafræðin er merkileg grein útaf fyrir sig og þar gilda mjög ákveðnar reglur. Við nutum þess að hafa Magnús Snædal málfræðing sem okkar sérfræðing í þessu efni um árabil. Hann ritstýrði íðorðasafninu og sam­ starfið við hann var algerlega snurðulaust. Hann var hæglátur en ákveðinn og þegar hann var búinn að lýsa skoðun sinni á orðanefndarfundum var málið yfirleitt útrætt.“ Hvað útlit blaðsins varðar segir Örn að engar róttækar breytingar hafi verið gerðar í hans ritstjórnartíð. „Við héldum okkur við sömu blaðstærð allan tímann og gerðum litlar breytingar á uppsetningu efnis þó vissulega hafi eitt og annað smá­ legt breyst í gegnum árin. Ég held að okk­ ur hafi tekist með þessu brölti öllu saman að skila blaðinu í sómasamlegu ástandi af okkur og blaðið hefur alltaf verið í stöðugri framþróun. Læknablaðið í dag er betra blað en það var fyrir 25 árum og það er eðlilegt. Þannig á að það að vera.“ Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Örn í Iðnó á 100 ára afmæli blaðsins. Vinstra megin við hann er Sigurbjörn Sveinsson fyrrum formaður LÍ. Mynd: Arnaldur Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.